Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Page 18
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200914
meðferðarrannsóknum sem gerðar höfðu
verið á NDT og þá sérstaklega með tilliti til
árangurs meðferðarinnar hjá sjúklingum,
en miklu fjármagni hefur verið varið í að
innleiða NDT.“
Í framhaldi af því kvað prófessor van Gijn,
sem er yfirlæknir við taugavísindadeildina,
að nauðsynlegt væri að meta árangurinn
af þessari meðferð með góðri rannsókn.
Eftir það voru línurnar dregnar upp fyrir
doktorsverkefnið. Úr varð að gera framsýna
meðferðarrannsókn á árangri. Þetta var
stór og vönduð rannsókn. Þóra fékk 6
sjúkrahús, sem notuðu NDT, og 6 sjúkrahús,
sem notuðu ekki aðferðina, til að taka
þátt í rannsókninni. Sjúkrahúsin eru dreifð
um Holland. Spurning rannsóknarinnar
var hvort árangur af NDTendurhæfingu,
sem veitt er af hjúkrunarfræðingum
og sjúkraþjálfurum, væri betri heldur
en hefðbundin endurhæfing veitt af
hjúkrunarfræðingum og sjúkraþjálfurum.
Metinn var árangur NDTmeðferðar á
hreyfigetu og sjálfsbjargargetu, þunglyndi,
verk í öxl og vellíðan. Viðtöl voru tekin
við sjúklinga við innlögn, útskrift og 6 og
12 mánuðum eftir útskrift. Alls tóku 340
sjúklingar þátt í rannsókninni. Í ljós kom
að NDTmeðferð gaf ekki betri árangur á
hreyfigetu og sjálfsbjargargetu sjúklingsins
en hefðbundin meðferð, og var reyndar
hefðbundna aðferðin talsvert betri en NDT.
„Þetta var eins og að kasta sprengju inn
í endurhæfingargeirann í Hollandi,“ segir
Þóra. „Langflestir hjúkrunarfræðingar og
sjúkraþjálfarar notuðu þessa aðferð og
sumir lifðu á því að kenna hana og útbreiða
þannig að uppi varð fótur og fit þegar ég
lagði fram doktorsritgerðina mína.“
Rannsóknin fékk mikla umfjöllun í
fjölmiðlum og Þóra fékk góða reynslu af
því að vera tekin í viðtöl. „Þetta var mikið
mál. Því miður hefur maður ekki alltaf
stjórn á fyrirsögnum sem settar eru á
viðtöl og hafði eitt dagblað fyrirsögnina
„Endurhæfing virkar ekki!“ sem olli miklu
fjaðrafoki. En auðvitað voru nokkrir
aðilar úr vísindaheiminum, prófessorar
í endurhæfingu og sjúkraþjálfun, sem
voru sammála mér að NDT virkaði ekki.
Það hafði einnig komið fram í mörgum
öðrum rannsóknum en einhvern veginn
hafði enginn sagt það upphátt.“ NDT var
orðin að viðteknum hugmyndaramma þar
sem nýjar upplýsingar komust ekki að
fyrr en Þóra fór að segja þetta hátt og
skýrt. En það varð svo til þess að bæði
hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar og aðrir
sem starfa við endurhæfingu sjúklinga
hafa nú skipulagt námskeið sem byggjast
á nýjustu kenningum og hugmyndafræði í
endurhæfingu.
Í framhaldinu var henni boðin vinna á
taugasviði Rudolf Magnus Institute við
háskólann í Utrecht. Hjúkrunarfræðingar
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is
GAGNREyND ÞEKKING Í ENDURHÆFINGARHJÚKRUN
Í janúar sl. var gefin út í Hollandi bók um klínískar
endurhæfingarleið beiningar fyrir sjúklinga
sem hafa fengið heilablóðfall. Fimm íslenskir
hjúkrunarfræðingar skrifa kafla í bókinni, þar
á meðal Þóra B. Hafsteins dóttir sem er annar
tveggja ritstjóra og aðalhöfundur. Hún var
stödd á landinu í byrjun mars og samþykkti að
segja frá tilurð bókarinnar.
Dr. Þóra B. Hafsteinsdóttir er lektor
og forstöðumaður fræðasviðs endur hæf
ingar hjúkrunar við hjúkrunarfræði deild
Háskóla Íslands. Hún er í hlutastöðu og
kennir þrjár lotur á ári. Þar á milli er hún í
tölvusambandi við nemendur og starfsfólk
og hefur meðal annars stýrt diplómanámi
í endurhæfingarhjúkrun. Aðalstarf hennar
er hins vegar að sinna rannsóknum við
háskólasjúkrahúsið í Utrecht í Hollandi.
Þar í landi gaf hún nýlega út bók sem á
sér margra ára aðdraganda.
Þóra útskrifaðist úr hjúkrunarfræðideild
Háskóla Íslands 1984. Eftir útskrift var Þóra
lengst af á gjörgæsludeild Land spítalans.
En hvað varð til að hún settist að í Hollandi?
„Við maðurinn minn ákváðum 1990 að
fara út til náms til Hollands, hann í sérnám
í læknisfræði og ég í hjúkrun. Fljótlega
eftir að út kom fór ég í meistaranám.
Námið var samvinnuverkefni háskólans í
Utrecht og Walesháskóla þannig að ég
er með meistarapróf frá Wales þrátt fyrir
að búa í Hollandi,“ segir Þóra. Eftir útskrift
fékk hún vinnu á háskólasjúkrahúsinu við
að gera úttekt á endurhæfingaraðferðinni
„neurodevelopmental treatment“ (NDT)
sem einnig er kallað „Bobaththerapy“.
Vinnu hennar var vel tekið. „Mér var
ýtt út í að hafa samband við prófessor
Mieke Grypdonck sem seinna varð
aðalleiðbeinandi minn í doktorsnáminu.
Saman gerðum við fræðilega samantekt á