Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Síða 21
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 2009 17
Á þessum tíma fékk ég líka oft einkenni
legar spurningar og fann það á viðmóti
meðal annarra fyrr verandi sam
starfsmanna og vin kvenna að ég væri
nú aðeins að taka niður fyrir mig að
skipta um. Þetta eru auðvitað fordómar
gagnvart öldruðum og þjónustu við þá og
fordómar stafa jú af fáfræði um það sem
þeir beinast gegn. Mér hefur hins vegar
alltaf fundist áhugavert og gefandi að
annast aldraða og margar áhugaverðar
persónur orðið á vegi mínum. Já, ég
er líka mjög stolt af því að vinna við
öldrunarhjúkrun.
Alltaf finnst mér það jafndapurlegt
þegar heilbrigðisstarfsfólk gefur það í
skyn, með einum eða öðrum hætti, að
aldraðir séu annars flokks skjólstæðingar
heilbrigðiskerfisins. Hef ég til dæmis
heyrt kollega mína koma með þá „snjöllu“
hugmynd að það ætti að hætta að skera
gamalt fólk í sparnaðarskyni! Við hvaða
aldur skyldu þessir ágætu kollegar þá
vera að miða og hver er þess umkominn
að setja mörkin? Kannski við 67 ára aldur
því þá hætta flestir að vinna og þá getur
þjóðfélagið ekki lengur notið starfskrafta
þeirra og þá geta þeir bara dáið drottni
sínum ef þeir verða svo óheppnir að
veikjast? Eða skyldi vera best að miða
við 75 eða 80 árin? Kannski færast
aldursmörkin til eftir tengslum þeirra við
viðkomandi einstaklinga? Ætli þeir yrðu
eins staðfastir á þessari skoðun sinni
ef foreldrar þeirra, sem væru hraustir
fyrir, skyldu skyndilega veikjast og á
slysadeildinni fengju þeir þær upplýsingar
að því miður stæði viðkomandi ekki til
boða að fara í skurðaðgerð þar sem hann
væri orðinn 80 ára?
Ég hef einnig heyrt gagnrýni á það
að gefa gömlu fólki flensusprautu. Já,
kannski finnst viðkomandi það bara góða
lausn á vistunarvandanum að sem flestir
deyi vegna afleiðinga flensunnar því þá
þarf ekkert lengur að hugsa um þessa
gamlingja. Af hverju ættu aldraðir ekki
að fá að velja sjálfir hvort þeir vilja láta
bólusetja sig gegn flensunni eins og aðrir
þjóðfélagsþegnar? Í mínum huga er aldur
afar afstætt hugtak og maður er eins
gamall og manni finnst maður vera. Ég
hef starfað í dagþjálfun fyrir heilabilaða í
4 ár og fá störf, sem ég hef unnið, hafa
verið jafngefandi og skemmtileg. Hér fá
einstaklingarnir að njóta sín og ekki er
gerður greinarmunur á hvort þeir eru 90
ára eða 60 ára, allir fá sama viðmótið og
sömu þjónustuna. Leitast er við að leyfa
hverjum og einum að njóta sín og virkja
sterkar hliðar hvers og eins.
Loks er hér sagan af henni Gunnu sem er
85 ára, líkamlega fær en með heilabilun.
Nú er hún farin að gefa honum Nonna
hýrt auga í dagþjálfuninni og roðnar í
hvert sinn sem hann lítur á hana – já, svei
mér þá, ég held að hún sé bara orðin
pínulítið skotin. Hún er dugnaðarforkur
sem nýtur þess að taka til hendinni
við ýmis störf auk þess sem hún er
afar hress og jákvæð. Í mínum huga
nýtur hún Gunna betur lífsins en hann
Gunnar nágranni minn sem er 40 ára
óhamingjusamur tuðari sem alltaf er að
skammast yfir hvað strákarnir mínir hjóla
nálægt nýbónaða bílnum hans sem er
það eina sem hann lifir fyrir. Er nokkurt
réttlæti í því að Gunnar fái betri þjónustu í
heilbrigðiskerfinu en hún Gunna? Nei, ekki
frekar en að Gunnar fái lakari þjónustu en
gleðipinninn Gunna af því hún er svo
skemmtileg. Hver er þess umkominn að
setja mörkin?
Öll eldumst við og ef við erum heppin
munum við verða gömul. Við munum
vafalaust óska eftir að fá sömu þjónustu
og þeir sem yngri eru ef við lendum í því
að veikjast.
Ég las í einhverju blaði að í Kolumbíu sé
fólk hvatt til að reykja sem mest til að
minnka líkurna á því að það verði gamalt
– ég sel það ekki dýrara en ég keypti
það. Væri það kannski ráð ...?
Ég skora á Bjarnveigu Ingvadóttur
hjúkrunarfræðing að skrifa næsta
þankastrik.
Sigríður Lóa Rúnarsdóttir, friduhus@alzheimer.is
FORDÓMAR GEGN ÖLDRUÐUM
ÞANKASTRIK
Sigríður Lóa Rúnarsdóttir er
forstöðukona dagþjálfunar fyrir
minnissjúka í Fríðuhúsi.
„Af hverju ert þú að vinna í öldrun svona ung?“ Þetta er spurning sem ég
mun seint gleyma en hana fékk ég frá kollega mínum á Landspítalanum
þegar ég var nýbyrjuð að vinna á öldrunardeild eftir að hafa unnið á
bráðadeild frá því ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur.