Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Page 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Page 22
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200918 Svokölluð klínísk námsleið verður efld með frekari sérhæfingu. Klínísk námsleið er byggð á hugmyndafræði um klíníska sérfræðinga í hjúkrun. Verkefni sérfræðinganna, sem lúta að klíník, kennslu, ráðgjöf, stjórnun og hagnýtingu rannsókna í starfi, eru höfð að leiðarljósi í allri námsskránni. Valfögum hefur fækkað og meistararitgerð verður minni í sniðum, 30 einingar í stað 60. Áhersla er lögð á klíníska sérhæfingu og fá nemendur sérhæfða þjálfun hjá umsjónarkennara frá upphafi náms. Námið er samansett af Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði, Megindlegri aðferðafræði og tölfræði, Eigindlegri aðferðafræði og hagnýtingu rannsókna, Hjúkrun á sérsviði I og II og meistararitgerð til 30 eininga. Tuttugu einingar að auki eru bundnar í Mati á líkamlegri og andlegri heilsu og Nýverið voru samþykktar breyt­ ingar á framhaldsnámi við hjúkr ­ unarfræðideild Háskóla Íslands. Hjúkr unarfræðideild býður nú auk doktorsnáms og meistara ­ náms í hjúkrunarfræði upp á meistaranám í ljós móður fræði. Í meistaranámi í hjúkrunar fræði er hægt að velja um klíníska leið, stjórn unarleið eða rann­ sóknarleið. Sérhæfðri sál­, félags­ og lífeðlisfræði. Þá er sérhæfing í samráði við leiðbeinanda til 20 eininga, t.d. geðhjúkrun fyrir þá sem sérhæfa vilja sig á sviði geðhjúkrunar. Stjórnunarnámsleið hefur sama kjarna og klínísk námsleið en auk þess eru 20 einingar bundnar í Forystu, kennslu og fræðslu og Stjórnun, mannauði og nýtingu upplýsinga. Þá eru 20 einingar í sérhæfingu í samráði við leiðbeinanda líkt og í klínísku námsleiðinni. Rannsóknarnámsleið í meistaranámi telst til nýjunga við hjúkrunarfræðideild en þar skrá nemendur sig í meistara­ eða doktorsnám strax að loknu BS­námi í hjúkrunarfræði. Rannsóknarnám er valkostur fyrir nemendur sem ætla sér í doktorsnám. Nemendur ljúka meistaranámi áður en þeir hefja doktorsnám en hér getur verið um einhverja skörun að ræða. Einungis þessir nemendur geta tekið 60 eininga rannsóknarverkefni, aðrir taka 30 eininga verkefni. Í fyrsta sinn býður hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands upp á meistaranám í ljósmóðurfræði. Nemendur ljúka kjarna til 55 eininga og fá 65 einingar metnar úr embættisprófi í ljósmóðurfræðum við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Til kjarna teljast eftirfarandi námskeið: Þekkingarþróun, Megindleg aðferðafræði og tölfræði, Eigindleg aðferðafræði og hagnýting rannsókna og meistararitgerð til 30 eininga. Námskeið stækka almennt og verða nú til 10 eininga. Þetta er gert ekki hvað síst til hagræðingar fyrir nemendur að taka færri en stærri námskeið. Rétt er að benda á að frá sl. sumri hefur einingakerfi háskóla á Íslandi verið breytt skv. alþjóðlegum háskólaeiningastaðli (ECTS). Þetta þýðir að einingar hafa tvöfaldast, það er meistaranám, sem áður var til 60 eininga, er nú til 120 eininga. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hefur útskrifað rúmlega sextíu meistara í hjúkrun og stefnir vel á annan tug nemenda að útskrift í júní. Um sjötíu meistaranemendur eru í námi við deildina og fimm doktorsnemendur. Framhaldsnám við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands er í vexti. Breytingar á náminu eru framlag hjúkrunarfræðideildar til að koma til móts við þarfir samfélagsins og væntingar hjúkrunarfræðinga um framúrskarandi framhaldsnám. Elva Björg Einarsdóttir er verkefnastjóri framhaldsnáms í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og annast daglega umsýslu vegna framhaldsnáms við deildina. Elva Björg Einarsdóttir, elvab@hi.is BREyTINGAR Á FRAMHALDSNÁMI VIÐ HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.