Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Síða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Síða 26
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200922 Með hækkandi meðalaldri kvenna og karla í samfélaginu eykst fjöldi þeirra sem glíma við langvinna sjúkdóma eða heilsufarslegar afleiðingar bráðra sjúkdóma og slysa. Þetta er sá jarðvegur sem hefur leitt til þess að endurhæfingarhjúkrun hefur þróast sem sérgrein innan hjúkrunarfræði í Evrópu, Ameríku og Ástralíu og hefur verið ánægjulegt að fylgjast með þeim vaxtarsprota sem endurhæfingarhjúkrun er nú við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Endurhæfingarhjúkrun beinist að því að hjálpa einstaklingnum að ná markmiðum sínum og notar til þess heilbrigðishvatningu, fræðslu og sérhæfða hjúkrun eftir því hverjar þarfir sjúklingsins eru. Bókin, sem ég kynni núna, heitir Advancing Practice in Rehabilitation Nursing. Hún er skrifuð af sjö reyndum endurhæf ingarh júkrunar f ræðingum og kennurum í sérgreininni og ritstjóri er Rebecca Jester sem er prófessor í kennslu og hjúkrun bæklunarsjúklinga og skólastjóri við School of Nursing and Midwifery í Staffordshire í Bretlandi. Auk þess að ritstýra þessari bók hefur Jester skrifað kafla í fleiri bækur, birt greinar í ritrýndum tímaritum og kynnt rannsóknir sínar á ráðstefnum. Helstu umfjöllunarefni hennar hafa verið sérfræðistörf í hjúkrun, hjúkrun bæklunarsjúklinga og kostnaður við hjúkrunarmeðferð. Bókin varð á vegi mínum þegar ég fór til London fyrir tveimur árum til að útskrifast með MS­próf í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri og Royal College of Nursing í Manchester. Tuttugu árum fyrr, þegar ég útskrifaðist með BS­próf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands, hafði ég rekist á Waterstones­bókabúðina í lítilli hliðargötu við Oxfordstræti. Þessi búð heillaði mig vegna fjölbreytts úrvals af alls kyns fræðibókum og fannst mér því ekkert annað koma til greina en að kanna hvort hún væri enn til staðar og svo reyndist vera. Nú hafði ég fundið mína hillu í faginu og leitaði því sérstaklega að bókum um endurhæfingarhjúkrun. Viðfangsefni bókarinnar gefur góða mynd af því hversu fjölbreytt störf bíða endurhæfingarhjúkrunarfræðinga og ýtarleg heimildaskrá fylgir hverjum kafla. Fyrstu sex kaflarnir fjalla almennt um endurhæfingarhjúkrun og er þar sýnt fram á að þessi sérhæfing innan hjúkrunar á heima við hjúkrun allra sjúklingahópa. Í fyrsta kaflanum er farið í hugtakið endurhæfingarhjúkrun og skýrt hvert er hlutverk hjúkrunarfræðings í endurhæfingarteymi. Annar og þriðji kafli lúta að núverandi störfum endurhæfingar­ hjúkrunarfræðinga, hvar þessi vinna fer fram nú um stundir og tækifærum sem leynast í sérhæfingu hjúkrunarfræðinga í endurhæfingu. Rök eru færð fyrir því að í öllu mannlegu samfélagi geti endur­ hæfingarhjúkrunarfræðingar lagt sitt af mörkum, eins og kemur fram í fjórða kafla þar sem rætt er um mikilvægi þess að meta andlega líðan skjólstæðinga og líta á styrkleika og veikleika þess stuðningsnets og félagslega kerfis sem þeir búa við. Í fimmta kafla eru kynnt mælitæki til að meta árangur endurhæfingar og í sjötta kafla er skoðað hvernig hægt er að efla fjölskyldu eða aðstandendur til að standa með sínu fólki. Kaflar 7­11 fjalla nánar um endur­ hæfingarhjúkrun tiltekinna sjúklingahópa. Jónína Sigurgeirsdóttir, jonina@reykjalundur.is Mikil þróun hefur orðið innan endurhæfingarhjúkrunar undanfarin ár og fást nú sífellt fleiri bækur um endurhæfingarhjúkrun. Hér er kynnt ein þeirra og rök færð fyrir því að í öllu mannlegu samfélagi geti endurhæfingarhjúkrunarfræðingar lagt sitt af mörkum. Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að gefa hugmyndafræði endurhæfingarhjúkrunar gaum og taka hana með í reikninginn varðandi hjúkrunarstörf í víðu samhengi. Advancing Practice in Rehabilitation Nursing. Ritstjóri: Rebecca Jester. Útgefandi: Blackwell Publishing, Oxford, 2007. ISBN: 978­1­4051­ 2508­6. Bókin er 206 bls. auk inngangs. BÓKARKYNNING EFLING ENDURHÆFINGARHJÚKRUNAR

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.