Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Qupperneq 28
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200924
Undanfarin ár hefur orðið vakning meðal
almennings um réttindi í lífeyrissjóðum
og ungt fólk er farið að sýna þessum
málum meiri fyrirhyggju en áður þekktist.
Hjúkrunarfræðingar hafa hins vegar
löngum verið nokkuð meðvitaðir um
lífeyrisréttindi sín og verið duglegir að
afla sér upplýsinga og þekkingar. Það
er ábyrgðarhluti að þekkja rétt sinn
og grundvallaratriði þegar kemur að
því að meta hvort tryggingarnar, sem
lífeyrissjóðirnir veita, eru nægilegar eða
hvort þörf er fyrir frekari tryggingar.
Hér verður ekki gerð grein fyrir þeim
réttindum sem sjóðfélagar ávinna sér með
greiðslu í lífeyrissjóð eða hvernig þeirri
réttindaávinnslu er háttað. Ætlunin er að
svara nokkrum algengum fyrirspurnum
er varða sérreglur um Lífeyrissjóð
hjúkrunarfræðinga og þeim spurningum
sem helst brenna á sjóðfélögum þessa
stundina vegna umróts í þjóðfélaginu.
Einnig verður stuttlega gerð grein
fyrir nýlegum breytingum er lúta að
viðbótarlífeyrissparnaði.
Er Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga (LH)
og B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna
ríkisins (LSR) sami sjóðurinn?
Það er nokkuð algengur misskilningur að
hjúkrunarfræðingar, sem eru sjóðfélagar
í Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga, telji sig
vera sjóðfélaga í Bdeild LSR. Lífeyrissjóður
hjúkrunarfræðinga er sjálfstæður sjóður
og starfar eftir sérlögum um Lífeyrissjóð
hjúkrunarfræðinga nr. 2/1997. Lífeyrissjóður
starfsmanna ríkisins er ekki sami sjóðurinn
og starfar hann samkvæmt lögum um
Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1997.
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins skiptist í
tvær deildir, Adeild og Bdeild. LSR og LH
hafa aftur sameiginlegt skrifstofuhald en
eru tveir aðgreindir sjóðir.
Hver er munurinn á Lífeyrissjóði
hjúkrunarfræðinga (LH) og B-deild
Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR)?
Á árinu 1997 varð umtalsverð breyting á
lögum um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga.
Samhliða var gerð mikil breyting á
Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins þar sem
sjóðnum var skipt upp í tvær deildir, Adeild
og Bdeild. Sjóðfélagar völdu hvort þeir
vildu vera áfram í eldra réttindakerfi, sem
er Bdeild LSR og LH, eða gerast aðilar að
Adeild LSR. LH og Bdeild LSR var lokað
fyrir nýjum sjóðfélögum og verða því allir
nýir sjóðfélagar aðilar að Adeild LSR. LH
og Bdeild LSR eru því aðeins starfandi
fyrir þá sem voru þegar orðnir sjóðfélagar
á árinu 1997. Starfandi hjúkrunarfræðingar
geta því verið að greiða í LH eða Adeild
LSR en allir sem hófu störf eftir 1997 eru
sjóðfélagar í Adeild LSR.
Breytingarnar, sem gerðar voru á LH
á árinu 1997, fólust aðallega í því
að réttindi sjóðfélaga voru löguð að
réttindakerfi Bdeildar LSR. Áður voru
réttindi í LH með nokkuð öðrum hætti
en réttindi sjóðfélaga í Bdeild LSR. Eftir
breytingarnar eru reglurnar að mestu
samhljóða en í nokkrum atriðum eru
sjóðirnir þó enn ólíkir.
Þar ber helst að nefna að aðildarskilyrðin
eru ólík en til að heimilt sé að greiða í
LH er nægilegt að sjóðfélagi sé ráðinn í
starf með föst mánaðarlaun. Starfshlutfall
skiptir ekki máli og því er heimilt að
greiða í sjóðinn og ávinna sér réttindi
þótt starfshlutfall sé lágt og eru þar
engin takmörk sett. Í Bdeild er hins
vegar gert að skilyrði að starfshlutfall sé
a.m.k. 50% til að heimilt sé að greiða af
því til deildarinnar. Sjóðfélagi í Bdeild,
sem minnkar við sig starfshlutfall niður
fyrir hálft starf, tapar rétti til aðildar að
deildinni. Í Bdeild og LH gildir sú regla
að sjóðfélagar þurfa að láta af störfum,
sem heimilt er að greiða af til sjóðanna,
til að réttur skapist til lífeyristöku. Í þessu
sambandi ber að líta til þess að þótt
starfshlutfall fasts starfs sé lágt er ekki
heimild til lífeyristöku samhliða slíku starfi
þar sem það veitir rétt til aðildar að LH.
Þá ber að nefna svokallaða aðlögunar
reglu sem gildir um LH en ekki
Bdeild LSR. Aðlögunarreglan heimilar
hjúkrunarfræðingum, sem fæddir eru á
árunum 1941 til 1950, að hefja töku lífeyris
fyrir almennan lífeyristökualdur sem er 65
ár. Fyrir breytingarnar á árinu 1997 var
hinn almenni lífeyristökualdur í LH við 60
ára aldur en sjóðfélagar gátu þó óskað eftir
því að sjóðurinn veitti makalífeyrisréttindi
gegn því að lífeyristaka frestaðist til 65
ára aldurs. Fyrir breytingarnar var því
ekki makalífeyrisréttur nema slíkt afsal á
lífeyristöku við 60 ára aldur hefði átt sér
stað. Samhliða aðlögunarreglunni var
lögfest hin svokallaða 95 ára regla í LH en
hún heimilar lífeyristöku þegar greiðslutími
í sjóðinn og lífaldur ná 95 árum, þó aldrei
fyrr en við 60 ára aldur. Sjóðfélagar í
LH geta hafið töku lífeyris samkvæmt
aðlögunarreglunni þótt 95 ára reglu hafi
ekki verið náð og öfugt. Neðangreind
tafla sýnir aðlögunarregluna.
Annað sem ólíkt er með Bdeild LSR og
LH eru þær reglur sem gilda um hvaða
launagreiðendum er heimilt að tryggja
starfsmenn sína í sjóðnum. Í Bdeild LSR
fær enginn nýr launagreiðandi heimild til
að greiða í sjóðinn. Reglurnar eru aftur
opnari að því er varðar heimild til að greiða
í LH. Hér verður ekki gerð grein fyrir þeim
sértæku reglum en þær má finna í 17. gr.
laga um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga nr.
2/1997. Sjóðfélagar í LH skulu þó hafa
Þórey Þórðardóttir, thorey@lsr.is
HVAÐ VEIST ÞÚ UM LÍFEyRISMÁL?
Íslenskir lífeyrissjóðir eru skyldubundið tryggingarkerfi fyrir alla starfandi
einstaklinga á landinu og fjölskyldur þeirra. Hlutverk sjóðanna er að tryggja
eftirlaun og lífeyri til maka og barna við fráfall sjóðfélagans. Sjóðirnir eru því eins
konar eftirlauna og fjölskyldutryggingakerfi.