Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Qupperneq 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Qupperneq 29
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 2009 25 í huga, ef þeir skipta um starf og fara til nýs launagreiðanda, að ganga úr skugga um að hinn nýi launagreiðandi hafi heimild til að greiða í LH. Í einhverjum tilvikum kann heimildin að vera fyrir hendi en eigi að síður er ekki sjálfgefið að viðkomandi launagreiðandi sé reiðubúinn að gangast undir þær skuldbindingar sem felast í því að greiða í LH þar sem launagreiðendur greiða lífeyrishækkanir og eru í ábyrgð fyrir lífeyrisgreiðslum úr sjóðnum. Hver er munurinn á LH, B-deild LSR og A-deild LSR? LH, B­deild og A­deild LSR eru sam­ tryggingarsjóðir en uppbygging þeirra er afar ólík. Undanfarin ár hefur þróunin verið með þeim hætti að horfið hefur verið frá gegnumstreymiskerfi og farið yfir í sjóð­ söfnun. Eldri lífeyriskerfi voru uppbyggð að stórum hluta sem gegnumstreymiskerfi en þeim hefur nú flestum verið lokað, líkt og gert hefur verið við B­deild LSR og LH. LH og B­deild LSR byggjast að hluta á sjóðsöfnun og að hluta á gegnumstreymi. Greidd eru iðgjöld en þau standa ekki ein undir greiðslum á lífeyri. Kerfið er því fjármagnað að hluta með greiðslum frá launagreiðendum sem bera ábyrgð á þeim lífeyrishækkunum sem verða frá því að taka lífeyris hefst. Ríkissjóður ber auk þess bakábyrgð. A­deildin er ólík að því leyti að hún byggist á sjóðsöfnun og iðgjaldagreiðslum er ætlað að standa undir lífeyrisgreiðslum. Verða réttindi í LH eða B-deild LSR skert vegna neikvæðrar ávöxtunar? Vegna þess umróts, sem átt hefur sér stað á fjármálamörkuðum, er algengt að sjóðfélagar, og þá sérstaklega þeir sem eru þegar farnir að taka út lífeyri, velti því fyrir sér hvort lífeyrisgreiðslur þeirra komi til með að lækka. Réttindi sjóðfélaga í LH og LSR eru fyrir fram skilgreind í lögum og því þarf Alþingi að breyta lögum til að réttindum sjóðfélaga verði breytt. Greiðslur úr B­deild og LH tengjast viðmiðunarlaunum hverju sinni þar sem lífeyrisréttindin reiknast af dagvinnulaunum, persónu­ og orlofsuppbót. Ef launin lækka hefur það bein áhrif á fjárhæð lífeyris sem tekur breytingum til samræmis við laun á hverjum tíma. Þrátt fyrir að iðgjald til A­deildar eigi að standa undir réttindunum eru réttindi sjóðfélaga skilgreind í lögum. Uppbyggingin er með þeim hætti að ávöxtun á eignum sjóðsins hefur áhrif á mótframlag launagreiðanda sem breytist eftir tryggingafræðilegri stöðu sjóðsins á hverjum tíma. Í flestum samtryggingarsjóðum hefur ávöxtunin bein áhrif á réttindi sjóðfélaga og þau aukin eða skert eftir tryggingafræðilegri stöðu sjóðanna. Lífeyrissjóðunum ber að halda sig innan ákveðinna tryggingafræðilegra marka sem eru skilgreind í lögum. Nýlega samþykkti Alþingi breytingar til bráðabirgða sem heimila sjóðunum rýmri mörk án þess að skylt sé að grípa til skerðingar á réttindum. Ef eignir A­deildar standa ekki undir rétt­ indum sjóðfélaga og tryggingafræðileg staða sjóðsins fer út fyrir þau mörk sem heimil eru ber að hækka mótframlag launa­ greiðanda. Mót framlag launagreiðanda í A­deild er breytilegt og endurskoðað árlega. Það er nú 11,5% og hefur haldist óbreytt frá stofnun A­deildar á árinu 1997. Viðbótarlífeyrissparnaður Viðbótarlífeyrissparnaður er frjálst sparn­ aðar form þar sem launþegar geta lagt fyrir í lífeyrissjóð og frestað skatt­ lagningu á því sem lagt er fyrir. LSR starfrækir Séreign LSR og er boðið upp á þrjár ávöxtunarleiðir. Við útborgun á séreign er greiddur tekjuskattur. Þetta sparnaðarform er afar hagkvæmt, einkum þar sem sjóðfélaginn fær að jafnaði kjarasamningsbundið mótframlag frá launagreiðanda. Mótframlagið virkar sem hvatning á einstaklinginn til sparnaðar enda má segja að hann fari á mis við ákveðinn hluta launa sinna ef hann greiðir ekki í séreignarsjóð. Einnig eru sjóðirnir undanþegnir fjármagnstekjuskatti sem reiknast af öðrum sparnaði. Viðbótar­ lífeyrissparnaði er ætlað að auka ráðstöfunartekjur sjóðfélaga á efri árum og er eign sjóðfélagans með þeim hætti að hún skiptist samkvæmt reglum erfðalaga við fráfall sjóðfélagans. Nýverið voru gerðar breytingar á lögum er varða viðbótarlífeyrissparnað. Útborgunarreglur voru rýmkaðar og er allur sparnaðurinn laus til greiðslu við 60 ára aldur. Einnig var samþykkt tímabundin heimild til að leysa út allt að 1 milljón kr. sem greiðist út með jöfnum greiðslum á 9 mánuðum á tímabilinu 1. mars 2009 til 1. október 2010. Þessari greiðslu er ætlað að koma til móts við þá sem eru í tímabundnum fjárhagserfiðleikum og hefur útborgun ekki áhrif á bætur sem sjóðfélagi kann að eiga rétt á. Þá hefur jafnframt verið heimilað að á tímabilinu 1. mars 2009 til 1. október 2010 megi greiða allt að 6% viðbótariðgjald í séreignarsjóð í stað 4% áður sem er frádráttarbært frá skattstofni. Á heimasíðu sjóðsins er að finna nokkuð ýtarlegar upplýsingar um viðbótarlífeyrissparnað og svör við helstu spurningum er tengjast umræddum lagabreytingum. Ástæða er til að hvetja alla til að kynna sér réttindi sín í lífeyrissjóðnum og í því sambandi skal bent á heimasíðu sjóðsins, www.lsr.is, og sjóðfélagavef þar sem sjóð félagar geta flett upp réttindum sínum. Einnig hefur sjóðurinn sérhæft starfsfólk sem þekkir vel til alls er lýtur að lífeyrisréttindum en til þess má alltaf leita. Þórey Þórðardóttur er hæstaréttar- lögmaður og forstöðumaður réttindamála hjá LSR og LH. Fæðingarár Aldur 31.12.1996 Lífeyristaka Aldur 31.12.2008 1944 52 61,5 64 1945 51 62 63 1946 50 62,5 62 1947 49 63 61 1948 48 63,5 60 1949 47 64 59 1950 46 64,5 58 Aðlögunarregla vegna breytinga á lífeyristökualdri í Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.