Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Qupperneq 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Qupperneq 31
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 2009 27 endanum setji eitthvað á blað fjalli það oft um dyggðir og tilfinningar frekar en um það hvað hjúkrunarfræðingurinn gerði. Hjúkrunarfræðingar virðist vera á móti því að tala um verkþætti, hæfni sína og hugsanir og vilja frekar tala um tilfinningar. Umhyggja verður að dyggð frekar en einhverju sem hjúkrunarfræðingurinn framkvæmir. Sjúklingurinn virðist ekki hafa líkama og hjúkrunarfræðingurinn er sjaldan að gera eitthvað með höndunum. Suzanne Gordon segir þetta koma fram í sögum sem hjúkrunarfræðingar hafa skrifað þegar þeir sækja um framgang í starfi. Þetta er óheppilegt að hennar mati. Umhyggja er mikilvæg en sjúklingurinn, almenningur og þeir sem stýra umræðunni vilja heyra um þekkingu, hæfni og verk hjúkrunarfræðinga. Þessi atriði birtast að hennar sögn meðal annars í einföldum aðgerðum sem hjúkrunarfræðingar ættu að tala meira um. Hún gefur dæmi um hjúkrunarfræðing sem er að tala við sjúkling en er á sama tíma að skoða hann og leggja mat á tug atriða. Þetta veit almenningur lítið um. Suzanne Gordon heldur því fram að þessi sagnahefð, þar sem tilfinningar tala frekar en verkin, geti reynst hjúkrunarfræðingum sérstaklega hættuleg á krepputímum. Almenningur hefur lítinn skilning á þekkingargrunninum sem þarf til þess að hjúkra. Þessu mega hjúkrunarfræðingar alls ekki við á tímum eins og nú eru. Nú er mikilvægara en nokkru sinni að hjúkrunarfræðingar geti sagt sögur um áhrif þeirra á bataferli sjúklingsins. Hjúkrunarfræðingar þurfa að sýna fram á hvernig þeir á snilldarlegan hátt tengja saman hið tæknilega umhverfi heilbrigðisstofnana og það sem mannlegt er. Þeir eru einnig snillingar í að tengja saman einkenni og hegðun sjúklingsins við allt það sem þeir hafa lært í sjúkdómafræði og svo framvegis. Suzanne Gordon segir að hjúkrunarfræðingar séu eins konar geislamælar sem uppgötva snemma að eitthvað sé að gerast og geta þannig komið í veg fyrir stórslys. Þeir þurfa hins vegar að geta sýnt fram á það með tölum og orðum hvernig þeir bjarga þannig mannslífum, koma í veg fyrir sársauka og þjáningu og spara peninga um leið. Fr ét ta pu nk tu r Nýtt nám í sálgreiningu í Færeyjum Dansk Institut for Kropsorienteret Psykoterapi er einkarekin menntastofnun sem hefur verið starfandi síðan 1988. Stofnunin var meðal þeirra fyrstu í Danmörku að bjóða upp á nám í sálgreiningu. Námið stenst vel alþjóðlegan saman­ burð og er stofnunin viðurkennd af danska sálgreinafélaginu. Til þess að geta veitt Íslendingum, Færeyingum og Grænlendingum betri aðgang að fagmenntun og endurmenntun hefur stofnunin nú ákveðið að bjóða upp á eins árs og þriggja ára nám í sálgreiningu í Færeyjum. Námið byggist á kenningum alþjóðlega viðurkenndra sálgreina eins og Wilhelm Reich, Albert Pesso, Alexander Lowen og Peter Levine og er bæði bóklegt og verklegt. Námið byrjar í ágúst 2009 og er kennt 5 sinnum á ári í samtals 20 daga. Nánari upplýsingar um námið veitir Rigmor Hansen, info@difkp.dk eða í síma 0045 43 62 28 79.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.