Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Side 36
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200932
Efnahagskreppan og niðurskurður, sem
henni fylgir, eru þegar farin að hafa áhrif
á heilbrigðiskerfið. Forsenda þess að geta
viðhaldið góðu og skilvirku heilbrigðiskerfi
er að nóg sé af vel menntuðu og reyndu
heilbrigðisstarfsfólki að störfum á hverjum
tíma. Manneklu í hjúkrun hefur oft borið á góma
undanfarin ár. Skortur á hjúkrunarfræðingum
hérlendis hefur verið að aukast og var víða
orðinn viðvarandi vandamál, m.a. á ýmsum
deildum Landspítalans sem og í öðrum
geirum hjúkrunar.
Vegna áhrifa efnahagskreppunnar virðist
heilbrigðisstofnunum ganga betur að manna
stöður sem áður voru lausar. Samtímis á að
loka stofnunum og sjúkradeildum og því færri
stöður að fylla. Þótt ástandið sýnist þannig
vera að batna og telja mætti að manneklunni
gæti verið að linna er ljóst að vandinn er
ekki að öllu leystur. Orsakir manneklu eru
fjölmargar og margbrotnar. Lausn vandans
fæst ekki með því að leysa eina orsök
en láta hinar ósnertar. Nýlegt framboð á
starfsfólki breytir ekki þeirri staðreynd að
meðalaldur hjúkrunarfræðinga fer stöðugt
hækkandi og fyrirsjáanlegt að stórir hópar
hætta störfum innan fárra ára. Á sama tíma
er minni aðsókn í hjúkrunarnám meðal ungs
fólks þannig að nýliðun í stéttinni nægir
ekki til að brúa síbreikkandi bilið milli þeirra
sem fara á eftirlaun og þeirra sem bætast
í stéttina. Niðurskurður á stöðugildum og
fjármagni gerir starfsumhverfið erfiðara.
Neikvætt starfsumhverfi er einn þeirra þátta
sem viðhalda vandanum. Þetta eru aðeins
nokkur dæmi af mörgum um samverkandi
orsakir manneklu og ekki er hægt að benda á
eina þeirra umfram aðrar.
Þörfin fyrir að taka heildrænt á vandanum er jafn
brýn og áður og ljóst er að mannekluvandinn
mun koma aftur upp á yfirborðið innan
skamms. Mat á starfsumhverfinu og
breytingar til bóta eru mikilvægur þáttur í því
að fyrirbyggja og leysa mannekluvandann.
Hætt er við að þeir sem gegna lykilhlutverki
við lausn vandans blindist af tímabundnu
framboði hjúkrunarfræðinga nú um stundir og
geri lítið til að leysa hann.
„Hætt er við að þeir sem
gegna lykilhlutverki við
lausn vandans blindist
af tímabundnu framboði
hjúkrunarfræðinga og geri
lítið til að leysa hann.“
Starfsumhverfi og mannekla
Starfsumhverfið hefur mikil áhrif á hjúkrunar
fræðinga. Heilbrigðiskerfið og starfs aðstæður
hjúkrunarfræðinga hafa tekið miklum
breytingum á undanförnum áratugum. Skjól
stæðingar verða sífellt fleiri, eldri og veikari.
Með hækkandi meðalaldri í heiminum fjölgar
skjólstæðingum með langvinna sjúkdóma. Gert
er ráð fyrir að rúmlega 40% þeirra hafi samtímis
sjúkdóma í fleiri en einu líffærakerfi sem gerir
birtingarmyndir sjúkdómanna og meðferð þeirra
flóknari (Institute for Health & Aging, 1996).
Sjúkrahús sinna því stöðugt fleiri sjúklingum
en legutíminn hefur styst, legusjúklingar eru
veikari og þurfa æ meiri hjúkrun. Einnig gera
Vilborg Guðlaugsdóttir, vilborgg@mi.is
LEySIR KREPPAN MANNEKLU Í HJÚKRUN?
HVAÐ MEÐ STARFSUMHVERFIÐ?
Nú gengur betur en áður að manna stöður hjúkrunarfræðinga á
heilbrigðisstofnunum. En vandinn er ekki leystur því eftir er að takast
á við orsakirnar sem búa að baki. Stórir hópar hjúkrunarfræðinga
munu fara á eftirlaun á næstu árum og versnandi starfsumhverfi vegna
niðurskurðar gæti haft áhrif á aðsókn í hjúkrunarnám og nýliðun í
stéttinni.
Vilborg Guðlaugsdóttir lauk
BSgráðu í hjúkrunarfræði frá
HÍ árið 2008 og starfar nú á
deild 13G á Landspítala.