Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Page 40
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200936
ákvörðunum, stjórn og framtíðarstefnu
verða þeir ánægðari með leiðtoga sinn,
streita minnkar og þeir skynja meiri
réttlætiskennd. Hjúkrunarfræðingar vilja
að yfirmenn veiti forystu en skipi ekki
fyrir og leita einna helst eftir leiðtoga sem
fellur inn í fyrirmynd þjónustuleiðtoga
(Laschinger o.fl., 2001).
Rannsókn, sem Sigrún Gunnarsdóttir
gerði á Landspítala árið 2002, benti
til að margt væri gott í starfsumhverfi
hjúkrunarfræðinga þar. Fram kom að
Landspítali var talinn hafa mikilvæga
eiginleika styðjandi starfsumhverfis
segulsjúkrahúss. Samskipti við lækna voru
þar mest áberandi en hjúkrunarfræðingar
töldu stuðning innan deilda góðan sem
og hugmyndafræðina að baki hjúkruninni
og mönnun almennt fullnægjandi.
Það sem talið var ábótavant var
stuðningur yfirstjórnenda sjúkrahússins
(Gunnarsdottir o.fl., 2007). Nokkur ár eru
síðan rannsóknin var gerð og líklegt er
að aðstæður séu aðrar í dag og er það
verðugt rannsóknarverkefni.
Hvað er til ráða?
Augljóst er að neikvætt starfsumhverfi
hefur slæm áhrif á hjúkrunarfræðinga og
gæði og öryggi hjúkrunarþjónustunnar.
Skjólstæðingar verða óánægðari, ráðvilltir
og kvörtunum fjölgar. Enn fremur dregur úr
trausti almennings gagnvart sjúkrahúsum.
Ávinningur þess að bæta starfsumhverfi
hjúkrunarfræðinga er því gríðarlegur fyrir
heilbrigðiskerfið og getur skipt sköpum í
baráttunni við mannekluna.
Ljóst er að einstaklingar ráða sig fremur
til starfa þar sem hagstæðast er boðið
með tilliti til launa, starfsaðstöðu og
vinnutíma. Þeir leita þangað sem borin
er virðing fyrir þeim, þeir njóta ávinnings
vegna starfshæfni, fá verkefni sem reyna
hæfilega á kunnáttu þeirra og færni og
fá tækifæri til að þroskast sem persónur
og fagfólk. Nauðsynlegt er að kanna
betur starfsaðstæður á sjúkrastofnunum
hér á landi og bæta þær. Þá skiptir
sköpum að skapa heilbrigt, réttlátt og
öruggt starfsumhverfi svo hægt sé að
tryggja öryggi sjúklinga, auka líkur á
ráðningum, halda reyndara starfsfólki
í vinnu og viðhalda fjárhagslegri
hagkvæmni í rekstri og hafa þannig hemil
á mannekluvandanum. Hafa ætti sex
staðla heilbrigðs starfsumhverfis og líkan
segulsjúkrahúsa, sem áður hafa verið
nefnd, að leiðarljósi við slíkt. Einnig skiptir
máli að þekking hjúkrunarfræðinga,
starfshæfni þeirra og reynsla séu metin að
verðleikum og þeir fái hrós og uppörvun
frá yfirmönnum og samstarfsmönnum,
ekki síður þeir sem reyndir eru, en það
þykir ekki eins sjálfsagt.
Til að ná árangri við úrlausn vandans þarf
að taka heildrænt á honum. Leita þarf
nýrra leiða til að auka aðsókn í hjúkrun,
ná í hjúkrunarfræðinga sem ekki starfa við
fagið, halda hjúkrunarfræðingum lengur
við störf í faginu og gera hjúkrun sterkari
sem starfsgrein á samkeppnismarkaði.
Bætt starfsumhverfi hefur mikil áhrif
til að leysa vandann. Kanna mætti
hvað íslenskir hjúkrunarfræðingar telja
mikilvæga eiginleika í fari stjórnenda
og hvernig þeir telja að bæta megi
starfsumhverfið. Eins mætti kynna
betur eiginleika þjónustuleiðtoga fyrir
stjórnendum stofnana.
Sumar orsakir manneklu og hugsanlegar
aðgerðir til að leysa hana eru þekktar.
Flestar lausnirnar eru gerlegar en
krefjast í mörgum tilvikum fjármagns
eða mannafla. Hér er það sem skórinn
kreppir að. Fjármagn til úrlausna í
heilbrigðiskerfinu virðist vera af skornum
skammti. Stöðugt berast fréttir af of
miklum kostnaði sjúkrastofnana og að
skera þurfi niður eins og nýleg dæmi
sanna. Ekki er þó endalaust hægt að
spara og hagræða þegar sparnaðurinn
bitnar á heilbrigðisstarfsfólki, þjónustu
sjúkrastofnana og öryggi sjúklinga.
„Hjúkrunarfræðingar
geta ekki tekist á við
mannekluna einir sér.“
Hjúkrunarfræðingar geta ekki tekist á við
mannekluna einir sér. Mannekla snýst
ekki einungis um fjöldatölur heldur um
hvernig heilbrigðiskerfinu tekst að fá
hjúkrunarfræðinga til að nýta hæfileika sína
sem best. Hún snýst um það að hafa ekki
nægilegt bolmagn til að sinna sjúklingum
á öruggan hátt. Til að leysa úr vandanum
þurfa stjórnendur sjúkrahúsa og þeir
sem vinna að opinberri heilbrigðisstefnu
að víkka sjóndeildarhringinn og vera
frjóir í hugsun og einblína ekki á fáein
Fr
ét
ta
pu
nk
tu
r
Út er komin bókin „Nursing in the World“ með upplýsingum um aðstæður hjúkrunar í
130 löndum um allan heim. Það er stofnunin The International Nursing Fund í Japan
sem gefur bókina út. Þetta er 5. útgáfa bókarinnar en hún kom fyrst út 1977. Í bókinni
má finna ýmsar upplýsingar um hjúkrun en einnig er fjallað um landfræðilegar og
félagslegar staðreyndir og gerir það bókina að ágætisuppflettiriti. Aftast í henni eru
samanburðartöflur yfir helstu upplýsingar í einstökum köflum. Í bókinni er einnig að
finna stuttar frásagnir um sögu hjúkrunarmenntunar í mörgum löndum og er það
athyglisverður lestur. Bókin er til sýnis á skrifstofu FÍH.
Samantekt um hjúkrun í heiminum