Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Side 58
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200954
Fólk með sykursýki af tegund 1 finnur oft fyrir meiri streitu
heldur en fólk með sykursýki af tegund 2 (Snoek o.fl., 2000)
og fólk með tegund 2, sem meðhöndlað er með insúlíni, finnur
oft til meiri streitu heldur en aðrir með sama sjúkdóm sem fá
ekki insúlín (Delahanty o.fl., 2007). Rannsóknir sýna að konur
finna oft fyrir meiri streitu og þunglyndi en karlmenn og er það
sammerkt með rannsóknum í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum
(Asghar o.fl., 2007; Snoek o.fl., 2000). Aðrar lýðfræðilegar
breytur sýna mismunandi niðurstöður milli rannsókna.
SJÁLFSUMöNNUNARLÍKANIÐ
Tilgangurinn með þróun á sjálfsumönnunarlíkaninu var að
greina og skýra þætti sem áhrif hafa á sjálfsumönnun og
langtímablóðsykursgildi. Sjá yfirlitsgrein Sigurdardottir (2005)
um gerð líkansins en í töflu greinarinnar kemur vel fram hvers
konar rannsóknir eru notaðar við gerð þess. Eins og áður
hefur komið fram samanstendur sjálfsumönnun í sykursýki
að minnsta kosti af sjálfsumönnunarsviðunum fjórum sem
eru lituð af persónubundnu þáttunum þremur, og allt verður
að samþættast í daglegu lífi viðkomandi. Ef fólki tekst að
samþætta persónubundnu atriðin og sjálfsumönnunarsviðin á
jákvæðan hátt kalla Paterson o.fl. (1998) það að ná jafnvægi
í lífi með sykursýki. Það gerist þegar að sjúkdómurinn ræður
ekki yfir lífi fólks heldur lagar fólkið sjúkdóminn að lífi sínu.
Aðrir fræðimenn tala um sveigjanlega sjálfsumönnun (Price,
1993) sem bætir blóðsykurstjórn (Toljamo og Hentinen, 2001;
Weinger o.fl., 2005).
Eins og sjá má af mynd 1 hefur mat á eigin getu (selfefficacy)
áhrif á gæði sjálfsumönnunar og langtímablóðsykursgildið
(HbA1cgildið). Bandura (1986) segir að hugtakið mat á
eigin getu tengist ákveðinni athöfn og sé háð aðstæðum og
Mynd 1. Sjálfsumönnun í sykursýki.
umhverfi. Hann telur að mat á eigin getu fari ekki endilega eftir
hæfni einstaklingsins heldur sé það mat einstaklingsins á getu
hans til að ráða við ákveðin viðfangsefni eða jafnvel hugsanir
við ákveðnar aðstæður sem ráði því hvernig hann metur hæfni
sína. Meiri trú á eigin hæfni eða getu eykur líkur á að fólk
breyti hegðun sinni til samræmis við það sem er viðurkennt
sem æskileg hegðun og eykur þannig á samspil þekkingar og
hegðunar (Anderson og Funnell, 2000; Corbett, 1999). Góð
leið til að efla trú á eigin hæfni er að setja sér ákveðin markmið
en markmiðin verða að vera raunhæf og ögrandi að vissu
marki. Margar rannsóknir staðfesta að aukin trú á eigin hæfni
ýti undir sjálfsumönnun hjá fólki með sykursýki (Corbett, 1999;
Weinger o.fl., 2005) og bæti blóðsykurstjórn (Anderson o.fl.,
1995; Corbett, 1999; Weinger o.fl., 2005).
NOTAGILDI SJÁLFSUMöNNUNARLÍKANSINS
Heilbrigðisstarfsfólk getur notað líkanið til að minna sig á
hvort umönnun og fræðsla þess hafi tekið mið af öllum fjórum
sjálfsumönnunarsviðunum í hverjum persónubundna þættinum.
Hefur verið gengið úr skugga um að fólk noti niðurstöður
blóðsykurmælinga til að samþætta til dæmis hreyfingu og
mataræði? Mikilvægt er einnig að athuga hvort og hvernig
streita, sem tengist sykursýkinni, hefur áhrif á daglegt líf með
sykursýki. Fyrsta skrefið er að ræða um það við viðkomandi
einstakling og nota til þess hugmyndafræði sjálfseflingar þar
sem einstaklingurinn sjálfur veltir fyrir sér og ígrundar líf sitt
með sykursýki.
LOKAORÐ
Sykursýki er flókinn sjúkdómur að eiga við bæði fyrir fólk
með sykursýki og heilbrigðisstarfsfólk. Allt sem gert er til að
einfalda fólki með sykursýki sjálfsumönnun eykur líkur á bættri
Neikvæð fylgni milli atriða
Jákvæð fylgni milli atriða
Þekking
(mataræði, hreyfing, lyfjameðferð,
BSmælingar)
Góð
sjálfsumönnun
(sveigjanlega
sjálfsumönnun)
Lágt
HbA1c-
gildi
Lítil
sjálfsumönnun
(vanræksla á
sjálfsumönnun)
Líkamleg umhirða / færni
(mataræði, hreyfing, lyfjameðferð,
BSmælingar)
Andlegir þættir
(mataræði, hreyfing, lyfjameðferð,
BSmælingar)
Mat sjálfshæfni