Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 11

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 11
Fáein orð um georgískar bókmenntir síns tíma. Líkt og Súlkhan skrifaði Davit Gúramishvili heimspekileg kvæði sem fjalla um grunn heimspekinnar og voru skiljanleg börnum og ungling- um. Nítjánda öldin var erfiðasta öldin í sögu Georgíu. Tyrkir og Rússar kepptu um völd í landinu. Árið 1783 gerði Erekle konungur II samning við Katrínu miklu þar sem Rússland viðurkenndi Georgíu sem sam- bandsríki en sá samningur var fljótlega rofinn af Rússum og Georgía lenti aftur undir stjórn Rússa. Á þessum tíma koma fram höfundar á borð við Ilja Tsjavtsjavadze sem þótti mikill þjóðmálaskörungur og andlegur leiðtogi þjóðarinnar. Hann skrifaði merkilegar bókmenntir: skáldsögur, smásögur og ljóð og stóð einnig að útgáfu tímaritanna Tíðindi Georgíu og íveria. Árið 1873 þýddi hann ásamt Ivane Djavakhishvili (vísindamaður, stofnaði Háskóla Georgíu í Tbilisi) Lé konung eftir Shakespeare á georgísku. Ilja Tsjavtsjavadze skrifaði einnig merkilegar ritgerðir um bókmennt- ir og fræðslumál. Eins og margir vinsælir rithöfundar var hann myrtur vegna afskipta sinna af stjórnmálum; Tsjavtsjavadze var myrtur árið 1907. Annar merkur höfundur á þessum tíma var Akaki Cereteli. Hann skrifaði ljóð, smásögur og leikrit. Hann hefur verið kallaður „Lævirki Ge- orgíu“. Leikin kvikmynd og heimildarmynd hafa verið gerðar um ævi hans. Akaki Cereteli lést árið 1915. Skömmu á eftir Ilja Tsjavtsjavadze og Akaki Cereteli kom fram höf- undurinn Vazja Pshavela sem skrifaði sögur og ljóð en þó aðallega smá- sögur bæði fyrir börn og fullorðna. Einnig hafði hann mikinn áhuga á söfnun alþýðukveðskapar. Ekki varð hann þó frægur af verkum sínum í lifanda lífi. Verk eftir hann hafa verið þýdd á ensku, rússnesku, þýsku, frönsku og íslensku. Hann andaðist árið 1915. Aðrir merkir höfundar sem síðar komu fram voru t.a.m. Tsjola Lomta- tidze, Giorgi Leonidze, Konstantin Gamsakhúrdia og fleiri. Tsjola Lomtatidze skrifaði smásögur, tileinkaði sér marxisma ungur að árum og tók þátt í pólitísku starfi; hann lést árið 1915. Giorgi Leonidze var mikilvirkur smásagnahöfundur en tók einnig virkan þátt í þjóðmálum. Hann stofnaði Þjóðminjasafn Georgíu sem eft- ir dauða hans hefur borið nafn hans. Konstantin Gamsakhúrdia skrifaði skáldsögur og var merkur höfund- ur. Hann var meðlimur Vísindaakademíu Georgíu. Eftir stúdentspróf í Georgíu fór hann til Þýskalands til að stunda nám í Munchen og Leipzig og lauk árið 1919 háskólaprófi í bókmenntafræðum í Berlín. Ó' — Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina 9

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.