Jón á Bægisá - 01.12.2001, Qupperneq 11

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Qupperneq 11
Fáein orð um georgískar bókmenntir síns tíma. Líkt og Súlkhan skrifaði Davit Gúramishvili heimspekileg kvæði sem fjalla um grunn heimspekinnar og voru skiljanleg börnum og ungling- um. Nítjánda öldin var erfiðasta öldin í sögu Georgíu. Tyrkir og Rússar kepptu um völd í landinu. Árið 1783 gerði Erekle konungur II samning við Katrínu miklu þar sem Rússland viðurkenndi Georgíu sem sam- bandsríki en sá samningur var fljótlega rofinn af Rússum og Georgía lenti aftur undir stjórn Rússa. Á þessum tíma koma fram höfundar á borð við Ilja Tsjavtsjavadze sem þótti mikill þjóðmálaskörungur og andlegur leiðtogi þjóðarinnar. Hann skrifaði merkilegar bókmenntir: skáldsögur, smásögur og ljóð og stóð einnig að útgáfu tímaritanna Tíðindi Georgíu og íveria. Árið 1873 þýddi hann ásamt Ivane Djavakhishvili (vísindamaður, stofnaði Háskóla Georgíu í Tbilisi) Lé konung eftir Shakespeare á georgísku. Ilja Tsjavtsjavadze skrifaði einnig merkilegar ritgerðir um bókmennt- ir og fræðslumál. Eins og margir vinsælir rithöfundar var hann myrtur vegna afskipta sinna af stjórnmálum; Tsjavtsjavadze var myrtur árið 1907. Annar merkur höfundur á þessum tíma var Akaki Cereteli. Hann skrifaði ljóð, smásögur og leikrit. Hann hefur verið kallaður „Lævirki Ge- orgíu“. Leikin kvikmynd og heimildarmynd hafa verið gerðar um ævi hans. Akaki Cereteli lést árið 1915. Skömmu á eftir Ilja Tsjavtsjavadze og Akaki Cereteli kom fram höf- undurinn Vazja Pshavela sem skrifaði sögur og ljóð en þó aðallega smá- sögur bæði fyrir börn og fullorðna. Einnig hafði hann mikinn áhuga á söfnun alþýðukveðskapar. Ekki varð hann þó frægur af verkum sínum í lifanda lífi. Verk eftir hann hafa verið þýdd á ensku, rússnesku, þýsku, frönsku og íslensku. Hann andaðist árið 1915. Aðrir merkir höfundar sem síðar komu fram voru t.a.m. Tsjola Lomta- tidze, Giorgi Leonidze, Konstantin Gamsakhúrdia og fleiri. Tsjola Lomtatidze skrifaði smásögur, tileinkaði sér marxisma ungur að árum og tók þátt í pólitísku starfi; hann lést árið 1915. Giorgi Leonidze var mikilvirkur smásagnahöfundur en tók einnig virkan þátt í þjóðmálum. Hann stofnaði Þjóðminjasafn Georgíu sem eft- ir dauða hans hefur borið nafn hans. Konstantin Gamsakhúrdia skrifaði skáldsögur og var merkur höfund- ur. Hann var meðlimur Vísindaakademíu Georgíu. Eftir stúdentspróf í Georgíu fór hann til Þýskalands til að stunda nám í Munchen og Leipzig og lauk árið 1919 háskólaprófi í bókmenntafræðum í Berlín. Ó' — Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.