Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 5
Ritnefnd hefiir orðið
Á þessu ári er þess minnst að öld er liðin frá fæðingu breska skáldjöfursins
W.H. Audens (1907-1973) sem mörgum er kunnur hér á landi, ekki síst
fyrir tvær Islandsheimsóknir hans, bókina Lettersfrom Iceland og þýðingu
Magnúsar Ásgeirssonar á ljóðinu „Ferð til íslands“.
Þetta ellefta hefti Jóns á Bœgisá er tileinkað minningu Audens. Hér
fá ljóðaunnendur stóran og kærkominn skammt af áður óþýddum kvæð-
um skáldsins auk ítarlegrar umfjöllunar um æviferil þess og skáldskap.
Auk þess er hér að finna kafla úr bókinni Letters from Iceland sem ekki
hafa áður verið þýddir. Þýðandi og umsjónarmaður alls þessa efnis er
Ogmundur Bjarnason læknir og þýðandi. Hann var einn þriggja sigur-
vegara í ljóðaþýðingakeppni sem haldin var í tengslum við verkefnið
Menningarmiðlun í Ijóði og verki árið 2001, og birtust hinar verðlaunuðu
þýðingar hans á ljóðum þriggja danskra skálda í 8. hefti Jóns á Bœgisá.
Nú hefur hann semsé tekið að sér að kynna Wystan Hugh Auden fyrir
lesendum tímaritsins. Ritnefndinni þykir mikill fengur að þessu fram-
lagi Ögmundar og efast ekki um góðar viðtökur lesenda, enda er það
bjargföst trú okkar að Auden hafi aldrei áður fengið jafnviðamikla kynn-
ingu hér á landi.
Fleiri en Ögmundur koma við sögu: Sigurður A. Magnússon rithöf-
undur og þýðandi á greinina „Blaðamaður í bundnu máli“ þar sem segir
af fundi þeirra Audens í New York árið 1955. Sigurður hefur einnig þýtt
ljóðið „Önnur ferð til Islands" sem Auden orti 1964, þegar hann kom
hingað í boði íslensku ríkisstjórnarinnar.
„I fylgd með Auden“ heitir grein Ragnars Jóhannessonar cand.mag,
skólastjóra, revíuhöfundar og þýðanda (1913—1976). Ragnar var rúmlega
tvítugur þegar hann gerðist leiðsögumaður breska skáldsins í fyrri Is-
landsferð þess árið 1936.
Matthías Johannessen skáld átti fund með Auden í Reykjavík 1964 og
skráði þar um skemmtilegan samtalsþátt sem birtist fyrst í Morgunblaðinu
á .LJLœy/oá — Hann gat ekki hætt að ríma
3