Jón á Bægisá - 01.02.2007, Side 81

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Side 81
Maður má ekki Ijúga í Ijóði Hundurinn vaknaði aftur og urraði, hljóp fram í gang og hvarf. Auden kom inn í stofuna og heilsaði mér. Eg hafði áður hitt hann sem snöggvast í Ráðherrabústaðnum, en nú gat ég betur virt fyrir mér þetta einkenni- lega erlenda skáld, sem hafði sýnt af sér þá kurteisi og þjóðlegheit að ríma Vatnajökull á móti Auðunn skökull í einu ljóða sinna. Það var hreystilega gert. Eg fór að velta því fyrir mér, á hvern hann minnti mig. Ég leitaði lýs- inga í hans eigin verk: Kjarval? Olla Maggadon? Odd Sigurgeirsson eða Árna Pálsson? En þá allt í einu brauzt sólin fram í andlit hans, flest merki aldurs og reynslu hurfu eins og skuggar og þarna stóð hann fyrir fram- an mig: skáldið W. H. Auden. Nú þóttist ég vita, hvað það var sem dró hann til Islands ungan mann. Andstæðurnar í honum sjálfum. Þær voru áþreifanleg staðreynd í lífi þessa norðlæga lands, þessa fólks sem var í senn eldur og ís og gat fullyrt, ef það af einhverjum ástæðum var praktískt í orðræðum hverfullar stundar, að Golfstraumurinn væri ekki til. „Við skulum fara niður í kaffihúsið, þér hljótið að þekkja það,“ sagði skáldið. „Nei,“ sagði ég, „hvaða kaffihús?“ „Æ, þarna einhvers staðar — þar sem karlmennirnir sitja yfir kaffibolla og lesa dagblöðín.“ „Æjá, ætli það sé ekki Hressingarskálinn?" „Það hlýtur að vera,“ sagði Auden, og fór í hvíta lopapeysu innundir jakkann. Við ókum niður að Góðtemplarahúsinu og þar lagði ég bílnum. Á leiðinni í Hressingarskálann minntist Auden á Hammarskjöld. Þeir voru vinir. Hann sagðist vera á leið til Svíþjóðar að vinna að þýðingum á dagbók- um Hammarskjölds. Ég sagði að sumir, sem ég hefði hitt og hefðu lesið dagbækur hans og ljóð, væru þeirrar skoðunar, að Hammarskjöld hefði gengið með þá grillu að hann væri eins konar útsendari eða spámaður guðs á jörðinni. Auden sagði, að þessi skilningur væri algjörlega rangur. Hins vegar væri það rétt, að guð hefði verið óumdeilanleg staðreynd í lífi hans, þannig að þeir sem ynnu verk sín vel og af skyldurækni gengju á guðs veg- um. Auden var augsýnilega Ijúft að vinna að þýðingu á verkum Hammar- skjölds. Við hittum Tómas Guðmundsson í Austurstrætinu, hvar annars stað- ar? Þeir heilsuðust og tóku tal saman, og þá komst ég að því að skáld eru ekki eins ólík öðru fólki og ég hafði haldið: þeir töluðu um veðrið. Síðan sagði Auden: „Að hugsa sér hvað það er mikið af fínum bílum í Reykjavik. Hér voru fáir einkabílar þegar ég var hérna síðast. En mig langar á hestbak. Mér skilst það sé erfitt að komast á hestbak." „Það er hægt að fá leigða hesta,“ fullyrti ég. En Tómas sagði: „Ég hef á .j&œváá - Hann gat ekki hætt að ríma 79
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.