Jón á Bægisá - 01.02.2007, Side 105

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Side 105
SigurðurA. Magnússon Blaðamaður í bundnu máli NæstT.S. Eliot hefur ekkert enskumælandi skáld haft meiri áhrif á nútíma- ljóðlist en W.H. Auden. Þessir skáldbræður eru í senn andstæður og hlið- stæður. Glettni örlaganna réð því að Eliot sagði skilið við Amríku og gerðist breskur þegn, en Auden kvaddi Bretland og settist að í Bandaríkjunum. Þeir eiga það sammerkt að báðir voru þeir knúðir til sköpunar af örvænt- ingu og vantrú á menningu samtímans, en hafa báðir fundið svör við lífs- gátunni í kristnum trúarviðhorfum. Þó Auden hafi greinilega orðið fyrir sterkum áhrifum frá Eliot, þá eru þessi tvö höfuðskáld samtímans næsta ólík í öllum meginatriðum. Fjölhæfni Audens er viðbrugðið, og hefur hann í þeim efnum ekki átt sinn líka síðan Byron leið. Honum verður ekki skotaskuld úr því að bregða sér í ham háfleygra mælskuskálda, og af sömu lipurð semur hann nýtískulega slagara. Það ljóðform ku vart vera hugsanlegt sem Auden hefur ekki fengist við — og alstaðar sýnir hann ótvíræða yfirburði. Slík fjölhæfni getur samt verið til tjóns engu síður en gagns, meðþví slíkum snillingum hættir til að skrifa of mikið. Hefur sú orðið raunin með Auden engu síður en Byron. Magnið skyggir ef svo mætti segja á gæðin. Við könnumst við þetta hjá sumum íslenskum skáldum, til dæmis Matthíasi Jochumssyni. Eirðarleysið á Auden líka sameiginlegt með Byron, því hann hefur ver- ið ‘heimshornaflakkari’ í enn ríkara mæli en hinn aðalborni skáldbróðir, ferðast um alla Evrópu, Amríku og Asíu, síyrkjandi um það sem fyrir augu bar, stríð og ógnir í Kína og á Spáni, frið og sveitasælu á Islandi. Þegar ég hitti Auden hér í New York á dögunum var hann á leið til sumardvalar á Italíu einsog hans er árlegur vandi. Ég spurði hann um ferðalagið til Islands sumarið 1936, og lét hann vel yfir því, kvaðst hafa hrifist af stórbrotinni og ósnortinni náttúru landsins, og væri ísaíjörður einn þeirra staða á heimskringlunni sem hann mundi helst kjósa sér til langdvala. A hinn bóginn þótti honum lítið til hangikjöts koma, kvað það minna sig á ekkert frekar en skósvertu. Það er afturámóti haft fyrir satt af sumum málvinum hans heima á Islandi, að hann hafi gengið með hákarl uppá vasann hvar sem hann kom og vægast sagt lyktað ferlega! á Jffiœýr/tá — Hann gat ekki hætt að ríma 103
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.