Jón á Bægisá - 01.02.2007, Side 107

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Side 107
BlaðamaSur í bundnu máli skap, oft gneistandi af háði eða ádeilu, en best tekst honum upp þegar hann gleymir dægurmálum og gefur sig óskiptan á vald hinni lýrísku skáldgyðju. A öðru skeiði skáldferils síns var Auden enn róttækur, einskonar enfant terrible á skáldaþingi, en hann var aldrei opinberlega tengdur kommúnism- anum einsog skáldbróðir hans og vinur, Stephen Spender, var um eitt skeið. Það sem dró Auden í austurátt var hugsjón bróðurkærleikans, og stóð hann í því efni nær frumkristnum kenningum en kommúnisma samtímans. Þriðja skeið Audens mætti kalla ‘guðfræðilega skeiðið’, því það eru trúarleg rök fremuren trúarleg reynsla sem hann er upptekinn af. Hann hefur ekki hina ástríðuþrungnu trúartilfinningu Eliots eða Hopkins. Trú hans er fyrst og fremst af vitrænum toga: hann veltir fyrir sér hugtökum einsog sekt, náð, verund og verðandi. Dylan Thomas og Eliot skrifa fram- ar öðru af tilfinningu, hirða minna urn röklegar forsendur eða samhengi. Auden er bein andstæða þeirra og því oftlega ósannfærandi sem trúarskáld. Hann ferðast ævinlega í heiðríkju skynseminnar og forðast hið seiðmagn- aða rökkur trúarlegrar dulúðar. Það hugtak sem hafa mætti að yfirskrift yfir allan skáldskap Audens er hugtak kærleikans, elskunnar í öllum sínum myndum. Holdleg ást og and- legur, guðdómlegur kærleikur: eros og agape. Hann leitast við að sameina það holdlega því andlega, og agape verður í rauninni lykillinn að skáldskap hans: kærleikurinn sem umber allt og leitar ekki síns eigin. Auden er því í enn ríkara mæli en Eliot ‘jákvætt’ skáld. Yeats elskaði hinsvegar engan nema sjálfan sig og skáldgyðjuna. Ekkert nútíðarskáld hefur gert kærleikann að höfuðinntaki eða samnefnara skáldskapar síns í jafnríkum mæli og Auden. „Við verðum að elska hvert annað eða deyja“ er kannski sú ljóðlína sem skýrast túlkar þetta viðhorf, þó skáldið ætti síðar eftir að afneita henni sem rökleysu. Þróun Audens hefur legið frá félagslegri til persónulegrar lausnar á vanda mannsins. Hann áleit í öndverðu að hægt væri að lækna kærleiks- snautt mannkyn með þjóðfélagsumbótum, en komst að raun um þau dap- urlegu sannindi að ríkisvaldið getur ekki þvingað menn til að elska. Hver einstaklingur verður af sjálfsdáðum að glæða með sér hæfileikann til að elska, og umbætur í samfélaginu verða að spretta af kærleik, en ekki hatri milli manna eða stétta. I ljóðinu ‘New Year’s Letter’ (1940), sem er eitt fyndnasta og meistara- legasta kvæði enskrar tungu, fjallar Auden meðal annars um einstakling- inn og samfélagið. Hann kveður íjarstætt að tala um óháðan eða algeran einstakling, meðþví við séum hvert og eitt skilgreind eingöngu með tilliti til mannfélagsins sem við lifum og hrærumst í. Við verðum einstaklingar í samskiptum við annað fólk. Þessvegna eru einstaklingurinn og samfélagið hvort öðru ómissandi. á .ýjrrytíá — Hann gat ekki hætt að ríma 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.