Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Síða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Síða 29
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 2011 25 Helst er að nefna þrjár tegundir minninga vinnu. Minningameðferð: Þá er upprifjun minninga notuð með einstaklingum í því skyni að ráða bót á geðrænum vanda. Algengt form hennar er svonefnd æviyfirlit (life review) þar sem æviferillinn er skoðaður í heild og reynt er að vinna úr gömlum og nýjum flækjum. Flestir eru sammála um að þeir sem vinna slíka vinnu þurfi menntun og reynslu á sviði geðmeðferðar eða sálgæslu. Almenn minningavinna: Hún fer oftast fram í hópum, þó er það ekki algilt. Hún er stunduð í margvíslegum tilgangi en er oft skilgreind sem upp byggileg virkni og dægradvöl. Markmiðið getur verið að allir í hópnum eigi saman ánægjulega stund, kynnist og myndi tengsl. Ekki er síður mikilvægt að starfsfólk fái persónulega sýn á skjólstæðinga sína og fræðist um og fræði um lífshætti liðins tíma. Lífssögugerð: Þessi aðferð hefur verið vinsæl með fólki með heilabilun. Með aðferðinni er safnað upplýsingum um æviferilinn og þær eru síðan gjarnan settar fram sem úrklippumöppur eða veggspjald. Höfundur ræðir um nokkur atriði sem hafa ber í huga áður en vinna hefst með minningahópum. Afar mikilvægt er að þeir sem taka þátt í hópnum geri það af fúsum og frjálsum vilja. Fá þarf samþykki og stuðning yfirmanna og samstarfsfólks. Aldrað fólk, sem tekur þátt í minninga­ vinnu, er oft með einhverja fylgihluti, svo sem göngugrindur, hjólastóla og súrefniskúta. Starfsmenn, sem vinna þessa hópvinnu, þurfa að gæta þess að allir fái athygli og komist að og jafnvel að aðstoða fólk, einkum í byrjun. Þó má búast við að fólk sé misjafnlega virkt. Betra er að hafa frekar færri en fleiri í hóp, hæfilegur fjöldi er 6­8 manns. Oft er leitast við að hafa fólk í hóp sem er ekki mjög ólíkt. Að lokum þarf að íhuga hvað skal ræða í hópunum og fer það val oft eftir samsetningu hópsins. Höfundur leggur til að velja efni eftir aðstæðum. Bókin skiptist í nítján kafla og er ætlað að veita innsýn í daglegt líf Íslendinga á árunum 1925­1955. Efni kaflanna eru margvísleg, nefna má efni 1. kafla, Framfarir, sem skiptist í: Vegir og bílar, siglingar, flugið, rafmagnið kemur og síminn. Í 17. kafla er fjallað um stríðið og ástandið, Bretavinnuna og daglegt líf á stríðsárunum. Í lok hvers kafla eru nefnd hugsanleg umræðuefni og hugsanlegar minningakveikjur sem gætu þá verið ljósmyndir, bréf eða hlutir sem minna á umræðuefnið. Í bókinni er tekinn saman alþýðlegur fróðleikur og eru meginheimildir höfundar annálar tímabilsins, einkum úr bókunum Öldin okkar eftir Gils Guðmundsson og Ísland í aldanna rás eftir Illuga Jökulsson. Þessi bók er skrifuð sem leiðbeiningabók fyrir starfsfólk á heimilum og stofnunum þar sem aldrað fólk kemur eða býr. Það hefur ekki verið einfalt að finna hugðarefni sem henta öldruðu fólki sem komið er á hjúkrunarheimili. Með þessari bók er komið skemmtilegt tómstundaefni sem opnar fyrir betri samskipti fólks á öllum aldri, skilning og sjálfsvirðingu. Bókin er mjög fróðleg og skemmtileg aflestrar. Valgerður Jónsdóttir er hjúkrunar fræðingur, MSc, hætt störfum og býr á Akureyri. Ein af fyrstu ráðstefnunum, sem haldin verður í Hörpu, er 41. fundur Evrópufélagsins um atferlismeðferð (EABCT). Hið íslenska Félag um hugræna atferlismeðferð tekur þátt í undirbúningnum. Ráðstefnan verður haldin dagana 31. ágúst til 3. sept ember. Hugræn atferlismeðferð hefur reynst góð viðbót við starfsaðferðir hjúkrunarfræðinga og er hún sérstaklega notuð innan geðhjúkrunar. Nokkrir hjúkrunarfræðingar taka þátt í starfi Félags um hugræna atferlismeðferð. Á ráðstefnunni er gert ráð fyrir um þúsund þátttakendum. Stef ráðstefnunnar er forvarnir og verður fjallað um hvernig fyrirbyggja megi tilfinningavanda. Farið verður yfir árangur meðferðar og nýjustu rannsóknir á sviðinu kynntar. Fjölmargir af færustu fagmönnum heims á sviði hugrænnar atferlismeðferðar munu flytja þar erindi. Harpa, nýja tónleika- og ráðstefnuhúsið við höfnina í Reykjavík, verður formlega opnuð 13. maí nk. Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í nýjum heimkynnum verða reyndar 4. maí. Fyrsta ráðstefnan er bókuð í lok maí.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.