Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Qupperneq 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Qupperneq 30
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 201126 Forsaga fylgdar Í framhaldi af miklum umræðum um hina ýmsu þætti líknarmeðferðar var í júní árið 1997 farið af stað með fylgd fyrir aðstandendur þeirra sem misstu ástvin sinn á 11­E. Fylgd þýðir að syrgjendum er veittur stuðningur og fræðsla eftir andlát ástvinar. Allt frá greiningu sjúkdóms hefur fjölskyldan staðið sjúklingnum næst í umönnun og þekkir best þarfir hans og væntingar. Tíðar innlagnir og oft langar verða veruleikinn þegar sjúkdómur versnar og nær dregur ævilokum. Aðstoð og nærvera aðstandenda í sjúkrahúslegunni veitir sjúklingnum öryggi og leiðir til náinna tengsla við starfsfólk deildarinnar. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheil­ brigðismálastofnunarinnar (WHO) er litið á sjúklinginn og fjölskylduna sem eina heild og mikilvægur þáttur líknarmeðferðar er að veita aðstandendum fræðslu og stuðning í aðlögun að breyttum aðstæðum í lífinu eftir missi (WHO, 2010). Fylgd við syrgjendur er veitt með ólíkum hætti innan þjónustueininga Landspítalans sem sinna krabbameinssjúklingum sem og hjá hjúkrunar­ og ráðgjafaþjónustunni Karitas. Skipulag fylgdar á 11-E Meginmarkmið líknarmeðferðar er sam kvæmt skilgreiningu WHO „að stuðla að sem bestum lífsgæðum sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Unnið er að því að varðveita lífið, en jafnframt er litið á dauðann sem eðlileg þáttaskil. Áhersla er lögð á heildræna einkennameðferð til að hjálpa sjúklingnum að lifa innihaldsríku lífi. Einnig er mikilvægt að styðja fjölskylduna til sjálfsbjargar í sjúkdómsferlinu og sorginni.“ Í júní árið 1997 var fyrsta fylgdarsamveran haldin. Sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur og Svandís Íris Hálfdánardóttir hjúkrunarfræðingur SYRGJENDUM FYLGT EFTIR OG MIKILVÆGI FJÖLSKYLDUHJÚKRUNAR Á krabbameinslækningadeild Landspítalans, deild 11E, höfum við spurt aðstandendur látinna: Hverjar eru þarfir þeirra sem mæta sorginni? Þegar svörin við spurningunni liggja fyrir, þá er fyrst hægt að leita leiða til að uppfylla þær þarfir. Sigrún Anna Jónsdóttir og sr. Bragi Skúlason, sigranna@landspitali.is Sigrún Anna Jónsdóttir er hjúkrunarfræðingur á krabbameinslækningadeild 11E á Landspítala. Sr. Bragi Skúlason er sjúkrahúsprestur á Landspítala.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.