Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Side 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Side 45
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 2011 41 með að aðlaga sig nýjum aðstæður, eru hamingjusamari, líður betur andlega, gengur betur í skóla og eru almennt sáttari við líf sitt og aðstæður en hinir sem hafa lakari sjálfsmynd (Mann o.fl., 2004). Unglingar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir áliti annarra og eru því líklegri til þess að láta undan hópþrýstingi og stunda áhættuhegðun til þess að falla inn í hópinn (Sebastian o.fl., 2008). Hvernig hefur starf félagsins gengið fyrir sig? Nemendur á þriðja og fjórða námsári hafa séð um forvarnarfræðsluna á vegum félagsins en þó er öllum nemendum deildarinnar velkomið að gerast meðlimir Skjaldar. Fræðsla félagsins var fyrst hugsuð fyrir nýnema í framhaldsskólum en Skjöldur hefur til dæmis átt gott samstarf við Menntaskólann við Hamrahlíð og Kvennaskólann í Reykjavík síðustu tvö skólaár. Þar að auki hefur félagið verið með fræðslu í grunnskólanum Hamraskóla í Grafarvogi og í fermingarundirbúningi hjá fermingarbörnum Óháða safnaðarins. Í framhaldsskólunum hefur Skjöldur fengið að koma í lífsleiknikennslu og verið með einnar klukkustundar langa fræðslu um sjálfsmynd. Fræðslan er þannig uppbyggð að nemendurnir taka mikinn þátt með hópavinnu og umræðum en myndbönd eru til dæmis nýtt sem kennslugagn. Nemendurnir fá spurningar sem krefjast þess að þeir velti fyrir sér mikilvægi sjálfsmyndar og einnig eru þeir beðnir um að nefna sínar eigin sterku hliðar. Markmiðið er að kennslustundin sé skemmtileg og að nemendur njóti sín og taki til sín boðskap kennslunnar. Skjöldur hefur á tveimur starfsárum hitt um þúsund framhaldsskólanemendur og hefur það gengið vel að sögn hjúkrunarnema. Fræðslan hefur ekki einungis jákvæð áhrif á unglinga heldur er hún mjög gefandi og lærdómsrík fyrir hjúkrunarnemana sjálfa. Fræðsla og forvarnir eru mikilvægur þáttur í hjúkrun og það er gríðarlega góð reynsla fyrir hjúkrunarnema að fá að taka þátt í slíku starfi. Hjúkrunarnemarnir, sem hafa verið þátttakendur í starfinu, hafa talað um hvað það sé skemmtilegt hvort sem það er fræðslustarfið eða vinnuferð félagsins. Það hefur verið gaman að tala við unglinga sem margir hverjir eru mjög ánægðir með framtakið. Skemmtilegast er þó að fá sjónarhorn og skoðanir þeirra því unglingar eru mjög opnir og tilbúnir til þess að ræða málin og gaman er að heyra frá þeim sjálfum að efnið sé mikilvægt. Á krossgötudegi 4. árs hjúkrunarnema við H.Í., sem fjallar um starfsvettvang hjúkrunarfræðinga og nema, var félagið kynnt fyrir samnemendum, kennurum og öðrum gestum. Félagsmenn kynntu um leið nýtt bókamerki og nýuppsetta heimasíðu félagsins. Framtíð félagsins Framtíðarsýn Skjaldarmanna er að félagið festist í sessi innan hjúkrunarfræðideildar H.Í. og þannig geti hjúkrunarnemar kynnst forvarnarstarfi og verið sýnilegir í samfélaginu. Starf félagsins hefur bæði kosti fyrir samfélagið sem og hjúkrunarnemana sjálfa sem bæði kynnast innbyrðis, auka þekkingu sína á forvörnum og vinnu tengdri þeim. Hjúkrunarnemar og félagar framtíðarinnar fá það verkefni að viðhalda góðum tengslum við samstarfsaðila Skjaldar sem vonandi verða fleiri með tíð og tíma. Reynsla okkar er sú að Skjöldur er virkur og lifandi starfsvettvangur hjúkrunarnema sem felur í sér frábært tækifæri til að láta í sér heyra í samfélaginu, taka þátt í forvarnarstarfi, fá góða reynslu í því að ræða við ungmenni auk þess að styrkja sína eigin sjálfsmynd. Ragnheiður Halldórsdóttir er formaður Skjaldar og Kristín Rún Friðriksdóttir er gjald keri Skjaldar. Báðar eru þær hjúkrunar fræði nemar á fjórða ári. Heimildir Mann, M., Hosman, C.M.H., Schaalma, H.P., og de Vries, N.K. (2004). Self­esteem in a broad­spectrum approach for mental health promotion. Health Education Research, 19 (4), 357­372. Meadus, R.J., og Johnson, B. (2000). The experience of being an adolescent child of a parent who has a mood disorder. Journal of Psychiatric and Mental Health Nursing, 7 (5), 383­390. Sebastian, C., Burnett, S., og Blakemore, S.J. (2008). Development of the self­concept during adolescence. Trends in Cognitive Sciences, 12 (11), 441­446. Stanhope, M., og Lancaster, J. (2000). Community and public health nursing. St. Louis: Mosby. Vertu ævinlega fyrsta flokks útgáfa af sjálfum þér, en ekki annars flokks útgáfa af einhverjum öðrum. (Judy Garland) www.skjoldur.net skjoldurforvarnir@gmail.com Í síðasta tölublaði Tímarits hjúkrunar- fræðinga var fjallað um nýja heima- síðu Skjaldar en þar var gefin upp röng vefslóð. Hin rétta er www.skjoldur.net.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.