Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Síða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Síða 46
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 201142 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga stóð fyrir kjarakönnun á meðal félagsmanna sinna í nóvember 2010. Stærð úrtaksins var 3.282 hjúkrunarfræðingar, heildarfjöldi svarenda var 635. Flestir svarendur starfa á kjarasamningi FÍH við fjármálaráðherra. Markmið könnunarinnar var að kanna launakjör hjúkrunarfræðinga. Könnunin var lokuð vefkönnun þar sem þátttakendur fengu sendan póst með aðgangsorði að svarsíðu á netinu. Könnunin var framkvæmd dagana 2. til 16. nóvember 2010. Ekki reyndist marktækur munur á könnuninni 2009 og 2010. Samkvæmt könnuninni haldast grunnlaun óbreytt á milli ára. Það voru ákveðin vonbrigði að þátttaka í könnuninni var ekki eins og vænst hafði verið þrátt fyrir að þetta væri í annað skipti sem könnunin var framkvæmd og er það von okkar að þátttakan í næstu könnun verði betri. Engu að síður tel ég könnunina gefa glöggva mynd af kjörum stéttarinnar. Þegar spurt var um ábyrgðarsvið í starfi reyndust 57,1% svarenda vera almennir hjúkrunarfræðingar, 8,9% voru aðstoðar­ deildarstjórar, 10,9% deildar stjórar og 6,4% verkefnastjórar. Þá voru 3,4% yfirhjúkrunarfræðingar eða hjúkrunar­ forstjórar, 2,5% hjúkrunarstjórar en 10,9% í öðru óskilgreindu starfi. Fyrri könnun félagsins staðfesti þá tilfinningu að hjúkrunarfræðingar hefðu aukið við sig starfshlutfall frá því sem var árið 2008, þetta starfshlutfall hefur haldist óbreytt á milli áranna 2009 og 2010. Þar tel ég fyrst og fremst tvennt ráða mestu, annars vegar breytt áhersla í kjarasamningnum árið 2008, þar sem dagvinnulaunin hækkuðu á kostnað yfirvinnutaxtans, og hins vegar áhrif kreppunnar á kjör og atvinnuöryggi. Eins ber að geta þess að það er einkar ánægjulegt að sjá hversu vel menntuð stéttin er eins og sjá má af fjölda þeirra sem hafa lokið formlegu viðbótarnámi. Atvinnuleysi á meðal hjúkrunarfræðinga er ákveðið áhyggjuefni en hlutfall þeirra sem hefur verið sagt upp starfi í könnuninni og fjöldi þeirra sem er á atvinnuleysisskrá er sambærilegur. Það er alveg ljóst að árið 2011 er og verður erfitt og búast má við áframhaldandi erfiðleikum á árinu 2012 miðað við þann niðurskurð sem þá þarf að eiga sér stað í opinberum rekstri. Kannanir af þessu tagi eru því félaginu afar mikilvægar svo standa megi vörð um kjör og réttindi okkar félagsmanna. Cecilie B.H. Björgvinsdóttir er sviðstjóri kjara­ og réttindasviðs hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Cecilie B.H. Björgvinsdóttir, cissy@hjukrun.is KJARAKÖNNUN HAUSTIÐ 2010 Í kjarakönnun, sem var gerð sl. haust, komu í ljós áhugaverðar upplýsingar um laun, starfshlutfall og menntun hjúkrunarfræðinga. Þetta var í annað skipti sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga framkvæmdi slíka könnun á meðal félagsmanna sinna en sagt var frá kjarakönnuninni 2009 í Tímariti hjúkrunarfræðinga, 2. tbl. 2010.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.