Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Page 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Page 16
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201012 Rannsakendur í þrjátíu löndum Við meðferð á geðfötluðum geta niður­ stöður komið að góðum notum til að mynda við gerð meðferðaráætlana, árangursmælinga, kostnaðargreininga og gæða vísa. Einnig eru klínískar leið­ beiningar í vinnslu hjá interRAI og munu nýtast við gerð leiðbeininga hér á landi. InterRAI er hópur rannsakenda í yfir 30 löndum sem stefna að því að bæta heilbrigðis­ og félagsþjónustu fyrir aldrað fólk, langveika og fatlaða einstaklinga að sögn Rakelar. Heilbrigðisráðuneytið er yfir interRAI kerfum á Íslandi og hefur séð um að fjármagna vinnu við uppsetningu kerfanna hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Stika. Landlæknisembættið er eftirlitsaðili. Leiðandi í faglegri þróun Yfirmenn geðsviðs Landspítala hafa verið leiðandi í faglegri þróun interRAI Mental Health matstækisins eftir sameiningu Sigurður Bogi Sævarsson, sigbogi@simnet.is MEÐFERÐ OG MARKMIÐ FÁ STERKARI STOÐ TIL ÁRANGURS „Sá árangur sem við höfum náð með notkun heildræns geðheilbrigðismats, interRAI Mental Health, er mjög góður nú þegar. Sjúklingar verða meira meðvitaðir um þá þætti sem takast þarf á við þegar þeir eru þátttakendur í upplýsingaöflun og eigin meðferðaráætlunum ásamt því að þekkja þau markmið sem þeir hafa sett sér í samvinnu við meðferðaraðilana. Á endurhæfingu geðsviðs hafa niðurstöður styrkt okkur í að meta hvar þjónustuþörfin er mest og hefur verið að nokkru hægt að breyta áherslum í samræmi við það. Í framtíðinni verður hægt að forgangsraða enn þá betur inn á deildirnar og í önnur úrræði, miðað við eðli og einkenni sjúkdóma,“ segir Rakel Valdimarsdóttir verkefnastjóri og hjúkrunarfræðingur á geðsviði Landspítala. sjúkrahúsanna árið 2000. Fyrstu skrefin að innleiðingu interRAI kerfa á Íslandi tók Pálmi Jónsson öldrunarlæknir sem kom með hugmyndina á öldrunarsvið um 1991. Árið 1999 var stofnaður samstarfshópur með þremur hjúkrunarfræðingum og lækni við geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur til að vinna að þróun interRAI Mental Health matskerfisins fyrir geðfatlaða. Halldór Kolbeinsson, yfirlæknir og geð læknir, hefur verið þátttakandi í verkefninu frá 1999 og er félagi í interRAI alþjóðasamtökunum ásamt Rakel og Pálma en Pálmi situr einnig í stjórn interRAI. Í október 2009 var árleg ráð stefna interRAI Network of Excellence in Mental Health haldin á Íslandi í umsjón geðsviðs Landspítala. Stefna að auknum lífsgæðum Matstækið InterRAI Mental Health and Care Planning System hefur verið í notkun á geðsviði Landspítala undanfarin ár. Á árinu 2002 var innleidd skráning á nokkrum deildum þar sem notast var við hand skráða upplýsingaöflun. Í maí 2007 hófst síðan rafræn skráning á legudeildum endurhæfingar geðsviðs og í ágúst sama ár á legudeildum bráðaþjónustu geðsviðs við Hringbraut. Brátt kom í ljós að matstækið var of veigamikið fyrir þá sem liggja stutt inni á bráðadeildum og er í uppsetningu annað styttra matstæki sem áætlað er að innleiða á bráðadeildir fyrir þá sem hafa stutta innlögn. Matskerfi interRAI eru um það bil fimmtán og hafa fjögur þeirra verið í rafrænni notkun á Íslandi, tvö hafa verið notuð í rannsóknarvinnu, eitt er í uppsetningu og tvö eru í forprófun. Á geðsviði er auk interRAI Mental Health verið að setja upp kerfi hjá Stika fyrir bráðaþjónustu geðsviðs (interRAI Emergency Screener for Psychiatry, ESP). Einnig eru í forprófun matstæki fyrir samfélagsgeðþjónustu,

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.