Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Qupperneq 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Qupperneq 24
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201020 þá skoðun heldur er hún einnig algeng meðal heilbrigðisstarfsfólks. Bæði kynin fá yfirleitt svipuð einkenni hjarta­ og heilaáfalla og þekkjum við þau flest. Konur eru hins vegar líklegri til að fá ósértæk og almenn einkenni, til dæmis þreytu, slappleika, kvíða, streitu og meltingartruflanir. Þetta gerir að verkum að erfiðara er að átta sig á einkennum kvenna og það seinkar greiningu og meðferð sjúkdómsins. Það leiðir síðan til verri árangurs þegar meðferð er loks hafin. Yfirleitt koma fram nokkur dæmi á ári um ungar konur sem fá kransæðastíflu en eru greindar með fjölda annarra kvilla, til dæmis bakflæði og gigt, áður en rétta greiningin fæst. Það er því mikilvægt að breyta þeim staðalímyndum sem við höfum um þennan sjúklingahóp. Bæði kynin hafa einnig sömu áhættuþætti fyrir hjarta­ og æðasjúkdómum en Árið 2004 hófst heimsátak á vegum Bandarísku hjartasamtakanna sem kallast GoRed fyrir konur. Um langtímaverkefni er að ræða og bætast fleiri lönd í hópinn á hverju ári. Ísland hefur verið þátttakandi í verkefninu frá 2009 og er ætlunin að gera það að föstum lið hér á landi. Febrúarmánuður er í huga okkar skipuleggjenda rauður og kvenlegur mánuður þar sem hann inniheldur bæði konudaginn og Valentínusardaginn. Sá mánuður varð því fyrir valinu sem átaksmánuður hér á landi og konudagurinn valinn sem hinn íslenski GoRed­dagur. Þann dag hvetjum við konur til að klæðast rauðu, hugsa um heilsuna og dagskrá GoRed­dagsins er flutt. Einnig er næla verkefnisins, sem er rauður kjóll, seld til fjáröflunar. Markmið átaksins er að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta­ og æðasjúkdóma og hvernig draga megi úr líkum á þeim. Jafnmargar konur og karlar deyja árlega af völdum hjarta­ og æðasjúkdóma og er dánartíðni vegna þeirra meðal kvenna meiri en þeirra fimm sjúkdóma sem á eftir koma samanlagt. Það hefur lengi verið vitað að þessir sjúkdómar eru algengasta dánarorsök karlmanna en lítið hefur verið rýnt í tíðni meðal kvenna þar til nýlega. Konur gera sér oft ekki grein fyrir eigin áhættu þar sem sjúkdómarnir hafa verið viðurkenndari í gegnum tíðina hjá körlum sem komnir eru um og yfir miðjan aldur. Það er ekki bara almenningur sem hefur hjá konum vega þessir áhættuþættir yfirleitt þyngra. Til dæmis er kona, sem reykir, í mun meiri hættu en karlmaður sem reykir. Margir áhættuþættir valda heldur ekki einkennum fyrr en þeir hafa valdið skaða, til dæmis getur háþrýstingur verið einkennalaus, hátt kólesteról einkennalaust og fæstir finna fyrir áhrifum reykinga fyrr en í óefni er komið. Margar þjóðir hafa tileiknað sér árlegar læknisskoðanir þar sem fylgst með þessum áhættuþáttum og tel ég að Íslendingar þyrftu að taka sér þær þjóðir til fyrirmyndar. Íslensk fyrirtæki hafa sum hver tekið upp heilsufarseftirlit starfsmanna og er vonandi að því góða starfi verði haldið áfram þrátt fyrir samdrátt. Mælt er með því að konur fari í mat og greiningu á áhættuþáttum um fertugsaldur, fyrr ef hjarta­ og æðasjúkdómar eru í ættinni eða ef þær eru með hátt kólesteról. Hjartavernd býður upp á slíkt mat og er kostnaður við það oft niðurgreiddur af stéttarfélögum. En það er ekki bara almenningur sem þarfnast fræðslu og hvatningar. Verkefnið miðast einnig við að fræða heilbrigðisstarfsfólk og þá sem sinna rannsóknarvinnu. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk sé meðvitað um sérstöðu kvenna með tilliti til einkenna og líðanar, að það veiti öllum óháð kyni og aldri þá greiningaraðstoð sem við á. Við erum ekki aðeins að greina og meðhöndla skjólstæðinga sem leita til okkar á heilbrigðisstofnanir. Allir hjúkrunarfræðingar kannast við að til þeirra leita fjölskyldumeðlimir, vinir og ÞANKASTRIK „GO RED“ FYRIR KONUR Hjarta­ og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. GoRed­átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta­ og æðasjúkdóma og hvernig draga megi úr líkum á sjúkdómunum. Fríða Björk Skúladóttir er hjúkrunar­ fræðingur á hjartadeild 14­E/G á LSH og meðlimur í undirbúningshópi GoRed á Íslandi. Fríða Björk Skúladóttir, fridabs@landspitali.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.