Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Page 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Page 38
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 201034 Á sjúkrahúsum erlendis vill það oft brenna við, að starfsfólkið er hjákátlega fastheldið við gamlar venjur og siði. Ókunnugir reka augun fljótt í sumt af þessu, eins og til dæmis búning hjúkrunarkvenna og sjúklinga, sem víða er mjög afkáralegur og á engan hátt miðaður við nútímakröfur heilsufræðinnar um klæðaburð. Á sumum enskum sjúkrahúsum er hreinlætið fremur bágborið, vegna þess að einhverntíma hefir þótt fínast að hafa alla hluti gljáandi. Þar er allt fægt; veggir, húsgögn og salerni, en minni áhersla lögð á þvottinn. Fáar kredduvenjur á Íslandi Hér á landi ber lítið á slíkum erfðavenjum, enda er það ekki þakkandi, þar sem sú hjúkrunarkvennakynslóð, sem hér starfar nú, er í raun og veru fyrsta kynslóð íslenskra Jóhanna Knudsen Gamlar perlur HJÚKRUN Á ÍSLANDI Umræðan um sjúkrahússkipulag er ekki ný. Jóhanna Knudsen ræðir hér um hvort skipulagið á að miðast við sjúklingana eða starfsfólkið og gefur dæmi um slæmar venjur. Greinin birtist fyrst í Hjúkrunarkvennablaðinu 1939 en er að miklu leyti ágætt innlegg í umræðu dagsins. hjúkrunarkvenna, og varla er hægt að tala um íslenska hjúkrun fyrr en 1930, þegar hjúkrunarkvennaskólinn tók til starfa. Í fljótu bragði virðist því ótrúlegt að um nokkuð slíkt geti verið að ræða hér, en því miður er ekki að öllu leyti hægt að sverja fyrir það. Flestar eldri hjúkrunarkonurnar hafa að meira eða minna leyti lært hjúkrun erlendis, og hefir þeim þá hætt við að drekka í sig ýmsar hugmyndir og flytja þær heim með sér án nægilegrar gagnrýni. Þetta er illa farið, því ef vel væri á haldið, sé eg ekki betur en að við höfum sérstaklega góða aðstöðu til þess að skapa fyrirmyndar hjúkrunarfyrirkomulag á Íslandi. Sjúkrahúsin eru flest tiltölulega ný og á næstu árum verður ekki komist hjá því að reisa fleiri. Hjúkrunarkonurnar hafa tækifæri til þess að kynna sér hjúkrun á Norðurlöndum, í Englandi og víðar, og ættu að geta fært okkur allar helstu nýjungar þaðan, og á sjúkrahúsunum hér ætti ekki að geta verið við neinar rígbundnar kredduvenjur að berjast. Enginn vafi er á því, að með góðum vilja og samtökum er hægðarleikur að lagfæra það, sem aflaga hefir farið hjá okkur í þessum efnum, og þeim mun auðveldara er það, sem meinin fá skemmri tíma til þess að festa rætur. Það hefir mikla þýðingu fyrir heilbrigðismál Íslendinga í framtíðinni, hvernig af stað er farið með hjúkrunarkennslu og sjúkrahúsafyrirkomulag þessi fyrstu ár hjúkrunarkvennaskólans, og þær hjúkrunarkonur, sem nú starfa hér á landi, þyrftu að gera sér grein fyrir því, að töluverð ábyrgð hvílir á þeim. Við þurfum því vel að vanda okkur, og eg vek máls

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.