Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 43
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 2010 39 staðfest með myndgreiningu og því oft nefnt dulið samfallsbrot. Sérstaklega er vikið að samfallsbrotum í hrygg síðar í þessari grein. Mjaðmabrot er aldrei þögult eða dulið og orsakar bráðan verk, skerta hreyfigetu og innlögn á sjúkrahús. Í 90% tilfella verða mjaðmabrot við byltur. Dánartíðni þeirra sem mjaðmabrotna er marktækt hærri, en um það bil 20­25% sjúklinga, sem mjaðma­ brotna, deyja innan árs eftir mjaðma brotið (Johnell og Kanis, 2005). Konur og beinþynning Beinþynning hefur oft verið talin kvenna­ sjúkdómur enda talsvert algengari hjá konum en körlum. Þetta er aðallega af tveim ástæðum, þ.e. að konur ná lægri hámarksbeinþéttni (beinmagni) en karlar og að við hormónabreytingar tapast u.þ.b. 10­15% af beinþéttni fyrsta áratuginn eftir tíðahvörf hjá konum. Tíðahvörf verða oftast á aldrinum 51­52 ára (42­60 ára). Eftir tíðahvörf lækkar östrógenmagn blóðsins verulega. Ekki er að fullu ljóst hvernig östrógen hefur áhrif á beinþéttni, þó er það talið viðhalda beinþéttninni með því að minnka þroska og virkni beinbrjóta og auka virkni beinbyggja (Burke, 2001). Við tíðahvörf verður því mikið tap á beinvef sem er helsta orsök þess að konur fá fyrr beinþynningu en karlar (sjá mynd 2). Eftir tíðahvörf er fituvefur aðaluppspretta östrógens og það skýrir kannski af hverju þéttholda konur fá síður beinþynningu en grennri konur. Konum, sem fara snemma í tíðahvörf, þ.e. fyrir 43 ára aldur, er hættara við að fá beinþynningu. Karlar og beinþynning Umræðan um beinþynningu hefur lengi verið nær eingöngu um konur og þekkingin um beinþynningu hefur aðallega verið byggð á rannsóknum á konum (Werner, 2005). Það er ekki ýkja langt síðan beinþynning var viðurkennd sem alvarlegt heilsufarsvandamál hjá körlum og samkvæmt rannsókn Qaseem o.fl (2008) er beinþynning hjá körlum vangreind, illa meðhöndluð, vanskráð og of lítið rannsökuð. Beinþynning verður síðar hjá körlum en konum, meðal annars vegna þess að karlar ná hærri hámarksbeinþéttni og bein þeirra eru stærri og með þykkari beinskel. Beinmagnið byrjar ekki að minnka fyrr en við 65­70 ára aldur hjá körlum. Einn af áhættuþáttum beinþynningar hjá körlum er skortur á kynhormónum og rannsóknir hafa sýnt að testósteróngjöf getur dregið úr beinþynningu hjá karlmönnum sem hafa testósterónskort (Aðalsteinn Guðmundsson o.fl., 2002). Þekking á beinþynningu hjá körlum hefur farið vaxandi og upplýsingar úr Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar sýna að 20 af hverjum þúsund 60­69 ára reykvískum körlum og 50 af hverjum þúsund 85 ára og eldri körlum beinbrotna árlega (Jonsson o.fl., 2004). Erlendar rannsóknir hafa sýnt að körlum farnast verr en konum eftir beinbrot því færni þeirra til sjálfsbjargar skerðist meira en kvenna og dánartíðni þeirra er einnig hærri miðað við jafnaldra sem ekki brotna (Poór, 1995). Samfallsbrot í hrygg Samfallsbrot á hryggjarliðum eru algengustu beinbrotin sem tengjast beinþynningu. Þau byrja að gera vart við sig strax upp úr tíðahvörfum hjá konum og fer fjölgandi með aldri. Brotin eru oft ógreind og því vert að geta þeirra sérstaklega. Þar sem beintap verður fyrst í frauðbeins­ hluta beinagrindarinnar eykst hættan á samfallsbrotum hlutfallslega mest þar sem meginuppistaða hryggjar liðbolanna er frauðbein. Í fyrstu geta samfallsbrotin verið örsmá og ekki sjáanleg á röntgen­ mynd. Þessi smábrot veikja enn frekar stöðugleika hryggjarbolanna sem með tímanum geta fallið saman að hluta eða öllu leyti. Samfallsbrot af völdum bein­ þynningar verður fyrst og fremst í neðri hluta brjósthryggjar og í efri lendaliðsbolum. Með endurteknum brotum myndast svokallaður herðakistill. Við upprétta stöðu líkamans verður óhagstæð þyngdar­ dreifing á aðliggjandi liðboli (sjá mynd 3) og hún getur leitt til enn frekara samfalls á fleiri en einum liðbol og einstaklingurinn lækkar enn frekar í lofti. Einkenni samfallsbrota í hrygg eru stundum smellur eða skyndilegur verkur í baki, en í upp hafi geta einkennin verið svo lítil að þau leiða ekki til læknis heimsóknar og er þá brotið dulið eða ógreint. Jafnvel þó um verulegt samfall sé að ræða er talið að lítill hluti fyrstu samfallsbrota fái rétta greiningu og meðferð. Bakverkur er algengur og ekki óvanalegt að eldra fólk telji bakverki tilheyra aldrinum; að um eðlilegt slit sé að ræða og leiti þess vegna ekki til heilbrigðiskerfisins eftir hjálp með greiningu eða verkjastillingu. Mynd 3. Breytt líkamsstaða af völdum samfallsbrota í hrygg. Oft greinast samfallsbrot í hrygg þegar verið er að taka röntgenmynd af öðrum ástæðum, til dæmis þegar hjarta eða lungu eru mynduð en þá kemur Mynd 2. Aldurstengdar breytingar á beinmassa karla og kvenna. Beinauki Hámarksbeinþéttni Aldur í árum B ei nþ ét tn i Karlar Konur Beintap
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.