Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Síða 57
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 2010 53
Ritrýnd fræðigrein
tryggingamálaráðherra heimild sveitarfélaga og dvalarheimila
til að fjölga meðal annars hvíldarinnlagnarrýmum fyrir aldraða
en fjöldi hvíldarinnlagnarrýma hefur verið breytilegur milli ára
(Félagsmálaráðuneytið, 2008b).
Hvíldarinnlagnir eru þjónustuúrræði sem stendur öldruðum
einstaklingum og aðstendum þeirra til boða. Þeir sem nýta
sér þær eru aldraðir einstaklingar sem búa heima og þurfa
mikla aðstoð eða eftirlit við daglegar athafnir. Þá hvílir jafnan
mikil umönnunarbyrði á aðstandendum (Molyneux o.fl., 2008).
Aldraðir í heimahúsum geta átt erfitt með að kalla eftir þjónustu
sem þeir þarfnast, því er mikilvægt að starfsmenn heilbrigðis
og félagsþjónustunnar veiti upplýsingar um hvaða þjónusta
og stuðningur er í boði (Ekwall o.fl., 2007). Í könnun, sem
Landlæknisembættið lét gera meðal aldraðra einstaklinga (N=
242) sem voru á biðlista eftir að komast á hjúkrunarheimili í lok
september 2006, kom fram að um 47% þeirra sem svöruðu
sögðust hafa nýtt sér hvíldarinnlögn og þriðjungur hafði nýtt
sér dagvistun. Flestir þeir sem sögðust ekki hafa nýtt sér þessa
þjónustu vildu það ekki eða töldu sig ekki þurfa á þjónustunni
að halda (Landlæknir, 2006).
Breytingar á líkamlegu og andlegu atgervi hins aldraða
geta haft áhrif á getu hans til að sinna grundvallarþáttum
sjálfsumönnunar (Ebersole o.fl., 2005, Tooth o.fl., 2008).
Öldrunarbreytingar geta ásamt sjúkdómum valdið hrörnun á
skynjun, hreyfigetu og hugrænni getu. Þessar breytingar geta
leitt til þess að aldraðir eigi erfiðara með að sinna daglegum
athöfnum á öruggan og þægilegan hátt (Fielo og Warren,
2001). Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) (2001) hefur sett
fram hugmyndafræði sem tekur til færni og fötlunar en það er
„The International Classification of Functioning, Disability and
Health“ (ICF). Þessi hugmyndafræði lýsir því hvernig færni og
fötlun einstaklingsins skýrist af mörgum samverkandi þáttum,
svo sem heilsu, umhverfi og einstaklingsbundnum þáttum
(WHO, 2001). Með hvíldarinnlögnum er sérstaklega hægt
að styrkja tvo þætti sem hjálpa öldruðum að dveljast lengur
heima, annars vegar heilsu hins aldraða með endurhæfingu og
hins vegar umhverfi hans með því að hvíla aðstandendur sem
koma að umönnun.
Líkamlegar, andlegar og félagslegar þarfir þeirra sem nýta sér
hvíldarinnlagnir hafa lítið verið skoðaðar og rannsakendur að
mestu einblínt á þarfir aðstandenda (Shaw o.fl., 2009). Þekking
á þörfum og væntingum aldraðra og aðstandenda þeirra sem
bíða eftir hvíldarinnlögn er mikilvæg við skipulagningu og
framkvæmd slíkrar þjónustu. Tilgangur þessarar rannsóknar
var að fá lýsandi mynd af líkamlegri, andlegri og félagslegri
færni og þörfum aldraðra sem biðu eftir hvíldarinnlögn á
öldrunarsviði Landspítala vorið 2007. Einnig var leitast við að
kanna væntingar aldraðra og aðstandenda til þjónustunnar.
AÐFERÐ
Rannsóknin var megindleg þverskurðarrannsókn með lýsandi
sniði auk eigindlegs þáttar sem fól í sér eina opna spurningu
þar sem leitað var eftir væntingum hins aldraða og nánasta
aðstandanda hans til hvíldarinnlagnar. Notað var matstækið
RAIHome Care sem er staðlað form spurninga þar sem
upplýsingum er aflað með viðtölum og mati hjúkrunarfræðings.
Í þverskurðarrannsókn er fyrirbærum eða sambandi milli
fyrirbæra lýst á ákveðnum tímapunkti (Polit og Beck, 2006).
Lýsandi snið er notað þegar athuga á tíðni ákveðinna þátta
eða einkenna (Polit o.fl., 2001). Rannsóknarvinnan hófst í lok
árs 2006 og lauk í maí 2007. Þátttakendur voru heimsóttir á
tímabilinu janúar til mars 2007.
Þátttakendur
Úrtakið var þægindaúrtak 30 aldraðra einstaklinga, 67
ára og eldri, af biðlista eftir hvíldarinnlögn á öldrunarsviði
Landspítala. Heildarfjöldi á biðlista var um 50 einstaklingar.
Hjúkrunarfræðingur á göngudeild öldrunarsviðs á Landakoti
hafði milligöngu um að hringja í fólk á biðlista og óska eftir
þátttöku þeirra. Af þeim 30 einstaklingum, sem samþykktu
þátttöku, féllu sex út af ýmsum ástæðum. Einn var kominn með
pláss á hjúkrunarheimili, tveir lágu á bráðadeildum sjúkrahúsa,
einn hafði fengið pláss í hvíldarinnlögn annars staðar, einn var
hættur við og einn vissi ekki til þess að hann væri á biðlista eftir
hvíldarinnlögn. Matstækið var var því lagt fyrir 24 einstaklinga
í allt. Þátttakendur voru á aldrinum 70 til 97 ára, 13 karlar og
11 konur.
Matstæki
Við öflun gagna var notað RAIHome Care matstækið (RAIHC),
8. útgáfu, en það er gert fyrir heimaþjónustu (Pálmi Jónsson,
2003) til þess að meta þarfir viðkomandi fyrir heilbrigðis
og félagsþjónustu (Morris o.fl., 2003). RAIHCmatstækið
skiptist í 20 kafla (AT) þar sem fjallað er um eftirfarandi þætti:
persónuupplýsingar; bakgrunnsupplýsingar; vitræna getu;
tjáskipti og sjón; hugarástand; andlega og félagslega líðan;
líkamlega færni; stjórn á þvagi og hægðum; sjúkdómsgreiningar;
heilsufarsástand; munn og næringarástand; ástand húðar;
lyfjanotkun; meðferð og aðgerðir; ábyrgð og yfirlýsingar;
félagslegt stuðningskerfi; umhverfisaðstæður; möguleika á
útskrift og almennt ástand; útskrift; upplýsingar um matið.
Kaflarnir skiptast síðan í um 230 atriði sem metin eru en í
flestum tilfellum er um nafn eða raðbreytur að ræða. (InterRAI,
e.d.). RAIHC var fyrst áreiðanleikaprófað og notað hérlendis
árið 1997. Áreiðanleikaprófunin sýndi að 50% af breytunum
höfðu næstum fullkomið samræmi (kappagildi≥0,81), 38%
höfðu í meðallagi til þó nokkuð samræmi (kappagildi =
0,410,80) og í 12% af breytunum var samræmi einungis
lítið eða undir meðallagi (kappagildi≤0,40) (Anna Birna
Jensdóttir o.fl., 1999). Nú er þetta matstæki notað af Miðstöð
heimahjúkrunar og Félagsþjónustunni í Reykjavík við samræmt
mat á þjónustuþörf skjólstæðinga þeirra (Siv Friðleifsdóttir,
2006). Hugtakið daglegar athafnir (hér eftir skammstafað sem
ADL) felur í sér grundvallarþætti sjálfsumönnunar, svo sem að
matast, klæðast, fara á salernið, baða sig og geta hreyft sig
um (Ebersole o.fl., 2005; Morris o.fl., 1999). Flóknari daglegar
athafnir (hér eftir skammstafað sem IADL) fela í sér hæfni til
að sjá um fjármál, innkaup, heimilisstörf, að ferðast á milli
staða, nota síma og geta séð sjálfur um lyfjatöku, það er að
taka rétt lyf í réttum skammti á réttum tíma (Lawton og Brody,
1969). Með formlegum stuðningi er átt við heilbrigðis og