Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Síða 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Síða 61
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 2010 57 Ritrýnd fræðigrein Áhugavert er að bera saman niðurstöður úr þessari rannsókn við niðurstöður tveggja íslenskra rannsókna á öldruðum sem bjuggu heima þar sem notað var matstækið RAI­HC. Annars vegar nutu þátttakendur þjónustu heimahjúkrunar (N=257) (Anna Birna Jensdóttir o.fl., 1999) og hins vegar var um að ræða rannsókn á langlífum Íslendingum (N=539) (Hlíf Guðmundsdóttir, 2004). Við mat á ADL­færni þeirra sem bíða hvíldarinnlagnar mátti sjá að böðun var það verk sem flestir þurfa aðstoð við en enginn var sjálfbjarga með böðun og flestir þurftu mikla aðstoð. Einungis þriðjungur hópsins var sjálfbjarga við að klæða sig og sinna eigin hreinlæti og rúmur helmingur við að fara á salernið. Bæði í niðurstöðum rannsóknar Hlífar Guðmundsdóttur (2004) og Önnu Birnu Jensdóttur og félaga (1999) kom í ljós að það verk sem flestir áttu erfitt með, var að baða sig sjálfir. Í samanburði við báðar þessar rannsóknir var sjálfsbjargargeta þeirra sem voru á biðlista eftir hvíldarinnlögn töluvert lakari en meðal hinna hópanna. Í 70% tilfella þurftu þeir sem nutu heimahjúkrunar aðstoð við böðun (Anna Birna Jensdóttir o.fl., 1999) en 41% heilbrigðra aldraðra (Hlíf Guðmundsdóttir, 2004). Aðrar rannsóknir hafa sýnt að böðun, persónulegt hreinlæti, geta til að klæða sig og salernisnotkun eru þeir þættir sjálfsumönnunar sem fyrst fara þegar sjálfsbjargargetan skerðist (Morris o.fl., 1999; Sigrún Bartmarz, 2006). Þegar skoðuð var geta til flóknari athafna daglegs lífs (IADL) voru fæstir algerlega sjálfbjarga með máltíðir, heimilisstörf, lyfjanotkun, ferðir, innkaup og fjármálaumsýslu en þessar athafnir krefjast töluverðrar líkamlegrar og andlegrar færni. Enginn þátttakenda ók bíl og fæstir gátu nýtt sér almenningssamgöngur. Þeir voru því að mestu upp á aðra komnir með ferðir milli staða. Við samanburð á íslensku rannsóknunum sést að skerðing á sjálfsbjargargetu við ADL og IADL fylgir sama mynstri. Það er umhugsunarvert að helmingur þátttakenda bjó í húsnæði þar sem ekki var gott aðgengi fyrir fólk með hreyfiskerðingu. Í okkar rannsókn töldu 7 af 24 hinna öldruðu sig vera við lélega heilsu en það var töluvert minni hluti en í rannsókn Önnu Birnu Jensdóttur og félaga (1999) þar sem 47% álitu heilsufar sitt lélegt. Þessi munur á niðurstöðum kemur á óvart þar sem sjálfsbjargargeta var mun minni meðal þeirra sem biðu hvíldarinnlagnar. Við mat á eigin heilsu vegur hreyfigeta þungt því skerðing á henni hefur áhrif á sjálfstæði og sjálfræði fólks (Gama o.fl., 2000). Meðal þess hóps, sem bíður eftir hvíldarinnlögn, hafði aðeins helmingurinn fulla stjórn á þvagi. Rannsóknir hafa sýnt fylgni milli þvagleka og annarra heilsufarsvandamála, svo sem minnkaðrar hreyfigetu, fleiri sjúkrahúsinnlagna, þvagfærasýkinga, þrýstingssára og þunglyndis (Zarowitz og Ouslander, 2006). Ekki var algengt meðal einstaklinga í þessum hópi að hafa ekki stjórn á hægðum enda hefur verið sýnt fram á að þar sem slík vandamál eru til staðar meðal einstaklinga sem búa heima geta þau verið óbærileg fyrir aðstandendur sem annast þann aldraða og aukið þörf fyrir formlegan stuðning (Nakanishi o.fl., 1999). Notkun svefnlyfja og geð­ eða þunglyndislyfja var algeng meðal þeirra sem biðu eftir hvíldarinnlögn. Fjöllyfjanotkun var algeng meðal hinna öldruðu og tók helmingur þeirra tíu eða fleiri lyf sem er mjög hátt hlutfall samanborið við lyfjanotkun aldraðra almennt (Kaufman o.fl., 2002). Hjá Önnu Birnu Jensdóttur og félögum (1999) tóku 35% þátttakenda níu lyf eða fleiri. Bent hefur verið á að mikil lyfjanotkun geti átt þátt í heilsufarsvandamálum aldraðra, eins og byltum, minni hreyfifærni, skertri vitrænni getu og óráði og skerði þar af leiðandi lífsgæði þeirra (Ólafur Samúelsson o.fl., 2000). Vitræn geta til ákvarðanatöku við daglegar athafnir var skert hjá stórum hluta þeirra sem biðu hvíldarinnlagnar og hafði tæplega helmingi farið aftur síðustu mánuðina. Átján þátttakendur af 24 voru með minnisvandamál og þurftu af þeim sökum mikinn stuðning og eftirlit frá aðstandendum. Í rannsókn Önnu Birnu Jensdóttur og félaga (1999) var hlutfallið aftur á móti mun lægra því þar áttu einungis um 40% við minnisvanda að etja. Nauðsynlegt er að skoða vísbendingar um andlega vanlíðan því það er alvarlegt ástand að búa stöðugt við slíkt og eykur líkur á öðrum sjúkdómum (Morris o.fl., 2003). Andleg vanlíðan á borð við kvíða og depurð var algeng meðal þeirra sem biðu hvíldarinnlagnar en þekkt er að þunglyndi getur leitt af sér líkamlega vanlíðan og dregið úr virkni einstaklings (Ugarriza, 2002). Meðal aldraðra er þunglyndi almennt 8–15% (Coperland o.fl., 1999) en meðal aldraðra á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum er þunglyndi algengara, allt upp í 45% (Lebowitz o.fl., 1997). Minnisskerðing, þunglyndi og kvíði hjá þeim sem bíða eftir hvíldarinnlögn er þess vegna nær því sem gerist meðal íbúa hjúkrunarheimila en aldraðra almennt. Það voru hins vegar aðeins 6­20% einstaklinga, sem nutu heimaþjónustu, sem fundu fyrir einkennum depurðar og kvíða (Anna Birna Jensdóttir o.fl., 1999). Velta má fyrir sér hvað sé orsök og hvað afleiðing varðandi einangrun, einmanaleika og þunglyndi. Þunglyndur einstaklingur dregur sig í hlé og á í minni félagslegum samskiptum en slíkt leiðir til einangrunar og einmanaleika. Leiða má að því líkur að einstaklingur, sem einangrast vegna heilsufars eða félagslegra aðstæðna, finni fyrir einmanaleika og depurð. Því er mikilvægt að komast að því hvort einmanaleikinn er af tilfinningalegum eða félagslegum toga (Ekwall o.fl., 2005). Með hrakandi heilsu getur fólk átt erfiðara um vik í félagslegum samskiptum. Ekwall og félagar (2005) benda á að mikilvægt sé að hjúkrunarfræðingar finni þá einstaklinga sem eiga fáa að og eiga á hættu að finna fyrir einmanaleika, til að aðstoða þá við að efla félagslega þátttöku. Nánast allir í okkar rannsókn nutu einhverrar aðstoðar frá óformlegum stuðningsaðilum og fundu flestir fyrir miklum stuðningi frá fjölskyldu sinni. Helmingur þessa hóps þarfnaðist stuðnings og eftirlits allan sólarhringinn. Braithwaite (1998) komst að þeirri niðurstöðu í rannsókn sinni að umönnunarbyrði aðstandenda væri meiri þegar um væri að ræða heilabilunarsjúkdóm eða afleiðingar heilablóðfalls. Í okkar rannsókn fékk aðeins rúmur helmingur heimahjúkrun þrátt fyrir mikla þörf fyrir aðstoð. Þegar litið er til þess að 16 af 24 hinna öldruðu hafði farið aftur í ADL­færni og heildarumönnunarþörf hafði aukist í yfir helmingi tilfella síðustu mánuði má velta því

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.