Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Síða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Síða 17
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 2013 13 mín benti mér á að tala við prófessorinn sem hún var þá í doktorsnámi hjá.“ Þórdís fékk vinnu sem rannsóknar­ hjúkrunar fræðingur í teymi sem rannsakar líkamleg og sálfélagsleg langtíma einkenni hjá krabbameinssjúklingum. Hún hefði gjarnan viljað halda áfram að skoða ristil­ krabbamein en engin slík rannsókn var þá í gangi. Í staðinn var henni boðið að taka þátt í að hleypa af stokkunum rannsókn á sjúklingum með blöðru hálskrabbamein. Rannsóknarvinna í Svíþjóð Í þessari rannsókn var hugmyndin að bera saman reynslu sjúklinga sem höfðu annars vegar farið í hefðbundna opna aðgerð og hins vegar í aðgerð með svokölluðum aðgerðaþjark. „Þessi aðgerðaþjarkur hefur í rauninni bara flætt inn í heilbrigðiskerfið með mikilli sölumennsku og allir farnir að nota hann. Hins vegar er ekki vitað hvort það er betra fyrir sjúklinginn til langs tíma litið því þetta hefur lítið verið rannsakað. Það vill oft verða þannig í heilbrigðiskerfinu að það kemur nýtt tæki og menn byrja að nota það án þess að vita hvort það er betra en gamla tækið. Þetta er öfugt við það sem er gert við lyf, þar eru alltaf gerðar samanburðarrannsóknir,“ segir Þórdís. Hún var beðin um að búa til spurningalista en að lokum urðu þeir fjórir handa sjúklingunum ásamt sex skráningarblöðum fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Þórdís byrjaði á að taka viðtöl við sex karlmenn sem höfðu farið í blöðruhálskirtilsaðgerð og samdi svo spurningar eftir að hafa greint viðtölin. Fyrir utan hefðbundnu spurningarnar um þvageinkenni og kynlífsvandamál gat hún einnig bætt við spurningum um tilfinningalega líðan. Upphaflega áttu fjögur sjúkrahús að taka þátt í rannsókninni en þau urðu á endanum fjórtán. Vonir stóð til að Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg myndi leggja til flesta sjúklingana sem færu í opna aðgerð. Rétt áður en rannsóknin átti að fara af stað var hins vegar byrjað að nota aðgerðaþjark þar þannig að bæta þurfti við hóp af minni sjúkrahúsum sem notuðu opnu aðferðina. Byrjað var að safna gögnum haustið 2008 og eftir þrjú ár voru sjúklingarnir orðnir tæplega fjögur þúsund. Þetta er nú stærsta rannsókn sem gerð hefur verið í heiminum á árangri af notkun aðgerðaþjarks við blöðruhálskrabbamein. Upplýsingasöfnun lýkur ekki fyrr en á næsta ári en þá eru tvö ár síðan síðustu sjúklingarnir fóru í aðgerð og þeir svara þá síðasta spurningalistanum. Rannsóknin er því mjög umfangsmikil og vandað er til verksins. Á skrifstofu rannsóknarinnar vinna að jafnaði fjórir eða fimm við að slá inn gögn sem berast. Einnig unnu fjórir ritarar, þegar mest var, við að senda út spurningalista og hringja í þátttakendur til að minna á. „Þetta eru sérvaldir einstaklingar sem eiga auðvelt með að tala við fólk í síma. Fyrst er sent út bréf sem segir að nú séu þrír mánuður liðnir frá aðgerð og við viljum senda til sjúklingsins spurningalista. Eftir nokkra daga muni þessi nafngreinda manneskja hringja í sjúklinginn. Svo hringir hún og spyr: Fékkstu bréfið, hefur þú farið í eftirlit, ertu tilbúinn að taka við spurningalistanum? Svo sendir hún spurningalistann. Sjúklingarnir eru eftir smátíma farnir að þekkja Kristínu, eða hvað sem ritarinn heitir, og segja henni alls konar hluti og spyrja ráða. Svona var farið að því að hringja í alla sjúklinga vegna þriggja spurningalista,“ segir Þórdís. Mikið var lagt í útlit spurningalistanna til þess að þeir myndu ekki týnast í pósthrúgunni hjá þátttakendum og einnig var sent út þakkar­ og áminningarkort með sömu myndinni og var á forsíðu spurningalistans. Þannig náðist yfir 90% þátttaka en 40­60% eru álitin viðunandi svarhlutfall í póstlistakönnunnum. „Okkur finnst þetta skila sér í betri rannsóknargögnum þó að mörgum finnist miklu til kostað. Að hafa náð háu svarhlutfalli gefur svo meiri pening í kassann þegar sótt er um rannsóknarstyrki. Þannig er hugmyndafræðin hjá prófessornum mínum. Hann hefur gert slíkar rannsóknir í 20 ár og fengið gott svarhlutfall og því fínar birtingar,“ segir Þórdís. Doktorsnám Eftir smátíma sem starfsmaður rann­ sókn ar innar skráði Þórdís sig í doktors­ nám við læknadeild Gautaborgar háskóla. Hún gat nú einbeitt sér að því að vinna úr gögnum eins og hún hafði mestan áhuga á. „Ég notaði í ritgerðinni gögn úr spurningalistunum fyrir aðgerð og þrem mánuðum eftir aðgerð. Það er að mínu áliti mikilvægasti tíminn út frá hjúkrun aðgerðar sjúklinga, á meðan þeir eru enn þá í miklum tengslum við heilbrigðiskerfið. Spurningin er hvað við getum gert fyrir þessa menn og hvaða þáttum við eigum að skima eftir varðandi sálræna líðan. Þá rannsakaði ég sérstaklega áráttuhugsanir þeirra um krabbameinið, hversu oft svona hugsanir kæmu og hversu íþyngjandi þær væru. Svo skrifaði ég líka eitt handrit um hugsanir um eigin dauða og önnur sálræn einkenni tengd þeim,“ segir Þórdís. Ein grein, um aðferðafræðina við að búa til spurningalista og safna gögnum, hefur fengið birtingu. Hin handritin skarast yfir fjögur fræðasvið og tímaritin vísa hvert á annað. Þórdís reynir því núna að laga handritin betur að ákveðnum tímaritum. Hún gat hins vegar varið doktorsritgerðina í október 2011 og gekk sú vörn ágætlega. Doktorsnematíminn var erfiður á köflum með þrjú lítil börn og eiginmann sem vann mikið. „Þetta er ekki verkefni sem maður skilur eftir í vinnunni. Ég var ekki með ákveðinn vinnutíma en fór að jafnaði úr vinnu um fjögur eða hálffimm til þess að sækja krakkana og lenti þá í umferðinni og sat 45 mínútur stressuð við stýrið. Svo gat ég verið áfram með hugann við vinnuna eftir að ég kom heim. En auðvitað var ég í algjörum lúxus. Fyrst fékk ég borguð laun sem rannsóknarhjúkrunarfræðingur og svo eftir að ég var tekin inn formlega í doktorsnámið fékk ég borgað sem doktorsnemi frá háskólanum. Það voru bara ágætislaun. Prófessorinn minn er það öflugur og með það mikla styrki að hann borgar mönnum góð laun. Ég tók þátt í að sækja um styrki, lagði vissulega vinnu í það og lærði ferlið, en hann var alltaf aðalumsækjandinn. Þá erum við að tala um risastórar upphæðir, fleiri milljónir sænskar á ári. Þannig að doktorsnámið var ekki peningalegt basl en það þurfti að helga sig vinnunni algjörlega. Ég sá að miklu leyti um skipulagningu rannsóknarinnar. Við vorum tveir hjúkrunarfræðingar sem unnum mjög náið saman í þessu en ég sá að mestu um sjúklingagagnagrunninn og skipulagið við að taka á móti spurningalistunum.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.