Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Side 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Side 23
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 2013 19 Elsa B. Friðfinnsdóttir afhendir Ólafi G. Skúlasýni lyklavöldin að formannsskrifstofunni. Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar FÍH um breytingu á félags gjöldum. Félagsgjöld verða 1,4% af dagvinnulaunum hjúkrunarfræðinga í stað 1,5% og hámarksgreiðsla á ári fyrir hvern félagsmann verður aldrei hærri en 80 þúsund krónur. Félagsgjöld fagaðila verða 10 þúsund krónur á ári og félagsgjöld aukaaðila 5 þúsund krónur. Markmið og starfsáætlun næsta starfsárs Markmið og starfsáætlun næsta starfs­ árs félagsins voru samþykkt. Helstu áherslur og verkefni í starfi félagsins á næsta starfsári verða úrvinnsla og eftirfylgd verkefnisins Ímynd og áhrif sem unnið hefur verið að undanfarin tvö ár. Áhersla er lögð á endurskoðun á starfsemi, verkefnum og útgáfumálum félagsins, bæði tímariti og vefsvæði, auk þess sem samþykkt var að fara í heildarendurskoðun á lögum félagsins sem verða lögð fyrir aðalfund árið 2014. Stofnun styrktarsjóðs Félags íslenskra hjúkrunar fræðinga Tillaga um stofnun styrktarsjóðs Félags íslenskra hjúkrunar fræðinga (SFÍH) var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Sjóðurinn er stofnaður á grunni bráða ­ birgða styrktar­ og sjúkra sjóða FÍH. Allar eignir þeirra sjóða og skuldir færast yfir í SFÍH, auk þess sem hann tekur við þeim skuldbindingum sem þessir tveir sjóðir hafa gagnvart sjóðs félögum sínum. Sjóðnum skal varið til þess að styrkja sjóðsfélaga með fé og koma þannig til móts við tekju tap vegna ólaunaðrar fjarveru sjóðs félaga frá vinnu vegna veikinda sjóðsfélaga, nákominna eða vegna annarra persónu legra aðstæðna. Sjóðurinn veitir einnig fæðingar styrki. Sjóðstjórn setur úthlutunar reglur sem samþykktar eru af stjórn FÍH. Skulu þær vera aðgengilegar félags mönnum á vefsvæði félagsins og á skrifstofu þess. Starfsreglur nefnda og sjóða Breyttar starfsreglur orlofssjóðs voru samþykktar á fundinum. Breytingin felst í því að svokallað ævigjald lífeyrisþega og gjald, sem öryrkjar og atvinnuleitendur gátu greitt til að viðhalda sjóðsaðild, er fellt niður. Þess í stað er þessum aðilum gert mögulegt að viðhalda sjóðsaðild sinni á meðan þeir eiga punkta en um frekari punktaávinnslu er ekki að ræða. Þeir geta þá notað þá punkta, sem þeir eiga inni, en um leið og þeir klárast lýkur sjóðsaðild viðkomandi. Þá var einnig samþykkt tillaga stjórnar orlofssjóðs þess efnis að félagsmenn, þ.e. félagsmenn með fulla aðild, fagaðild og aukaaðild, geta leigt bústaði og íbúðir félagsins, sem ekki hafa leigst út, með skömmum fyrirvara (miðað við viku) þó svo þeir eigi ekki punkta. Fulltrúar svæðisdeilda í stjórn félagsins Svæðisdeild höfuðborgarsvæðisins – enginn Vesturlandsdeild – Sigrún Jóhannesdóttir Vestfjarðadeild – Svanlaug Guðnadóttir Norðurlandsdeild – Sigríður Kjartansdóttir Austurlandsdeild – Ragnhildur Rós Indriðadóttir Suðurlandsdeild – Fjóla Ingimundardóttir Suðurnesjadeild – Brynja Dögg Jónsdóttir Siða­ og sáttanefnd 3 aðalmenn og 2 til vara Guðbjörg Svava Ragnarsdóttir Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal Þórgunnur Hjaltadóttir Varamenn: Hildur Helgadóttir Edda Ýr Þórsdóttir Ritnefnd 4 fulltrúar Bergþóra Eyjólfsdóttir Kolbrún Albertsdóttir Vigdís Hrönn Viggósdóttir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir Skoðunarmenn reikninga 2 fulltrúar Herdís Herbertsdóttir Þórgunnur Hjaltadóttir Stjórn orlofssjóðs 5 fulltrúar Birna Jónsdóttir Guðrún Ágústsdóttir Ingibjörg Rósa Friðbjörnsdóttir K. Hjördís Leósdóttir Ólöf Sigurðardóttir Kjörnefnd 3 aðalmenn og 1 til vara Ásta Möller Margrét Tómasdóttir Unnur Þormóðsdóttir Varamaður: Margrét Blöndal Stjórn styrktarsjóðs 3 aðalmenn og 2 til vara Fríða Björg Leifsdóttir Guðbjörg Pálsdóttir Gunnar Helgason Varamenn: Aðalheiður D. Matthíasdóttir Sigrún Barkardóttir Stjórn Minningarsjóðs Hans Adolfs Hjartarsonar Hrund Scheving Thorsteinsson Eftirtaldir aðilar voru kosnir í stjórn félagsins, nefndir og sjóði.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.