Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 36
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201332 ríkjanna. Lífshlaup þessara tveggja kvenna er merkilega líkt. Ottar var sjö árum yngri en Margaret. Hún var frá Noregi en giftist Svía og bjó lengst af í Svíþjóð. Faðir hennar var prestur þannig að hún ólst ekki upp í fátækt. En viðhorfin til barnseigna voru hin sömu og móðir hennar varð ófrísk 18 sinnum eins og móðir Margaretar. Systir hennar varð ófrísk 16 ára en foreldrar þeirra neyddu hana að gefa frá sér barnið. Hún tók því svo illa að hún var sett á geðveikrahæli og lést þar nokkrum árum seinna. Það varð kveikjan að áhuga Ottar á kynfræðslu og takmörkun barneigna. Hún skrifaði greinar um getnaðarvarnir í róttækum blöðum og var í framhaldinu boðið að halda fyrirlestra. Eins og í Bandaríkjunum var þetta ólöglegt athæfi og Ottar var margsinnis nálægt því að lenda í fangelsi. Ottar og Margaret Sanger áttu eftir að hittast nokkrum sinnum og þær tóku báðar þátt í að stofna International Planned Parenthood Federation í Bombay 1952. Margaret Sanger varð fyrsti formaður þeirra samtaka en Ottar tók svo við og veitti samtökunum forystu 1959­1963. Hún lést 1973. Margaret Sanger lést 1966, nokkrum dögum fyrir 87. afmælisdaginn sinn. Árið áður fékk hún að sjá það leitt í lög í Bandaríkjunum að hjónum leyfðist að nota getnaðarvarnir. Margaret hefur lokið ævidögum sínum en baráttu hennar er ekki lokið því enn eru mörg lönd þar sem staða kynfræðslu og getnaðarvarna er eins og hún var í okkar löndum á fyrri helmingi tuttugustu aldar. Margret Sanger á safni í Boston. Hún var oft handtekin þegar hún hélt erindi um getnaðarvarnir. Henni var bannað að koma fram opinberlega í Boston og límdi hún þá fyrir munnin í mótmælaskyni. Nokkrir lesendur hafa gert athugasemd við myndatexta á bls. 40 í síðasta tölublaði en þar er talað um fleirnota vökvagjafarsett. Sagt er að orðið fleirnota sé ekki til og það er reyndar rétt. Þess er ekki getið í neinum af þeim orðabókum sem ritstjóri hefur aðgang að. Samsetningin er þó alveg rétt mynduð en vanalega er talað um margnota. Margnota saltvatnstæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.