Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Síða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Síða 44
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201340 ÚTDRÁTTUR Gerviliðaaðgerðir á hné og mjöðm eru algeng og árangursrík meðferð við einkennum slitgigtar og geta bætt heilsutengd lífsgæði sjúklinga. Sjúklingafræðsla gegnir veigamiklu hlutverki í að hjálpa sjúklingum að gera sér raunhæfar vonir um árangur aðgerðar innar og aðgerðarferlisins og undirbúa þá fyrir þá sjálfs­ umönnun sem er nauð synleg eftir aðgerð. Tilgangur rannsóknar­ innar var að kanna hvernig væntingum sjúklinga, sem fara í gerviliða aðgerð á mjöðm og hné, til fræðslu er sinnt á íslenskum sjúkra húsum og tengslum þess við heilsutengd lífsgæði. Aðferðin var framvirk, lýsandi samanburðarrannsókn með þremur mæli punktum: tími 1 fyrir aðgerð og fyrir formlega fræðslu um aðgerðina; tími 2 við útskrift eftir aðgerð á sjúkra­ húsinu, eftir formlega útskriftarfræðslu; tími 3 6­7 mánuðum eftir aðgerð. Úrtakið var sjúklingar sem fóru í skipulagðar gerviliðaaðgerðir á mjöðm og hné frá janúar til nóvember 2010, á þeim þremur sjúkrahúsum á Íslandi sem framkvæma gerviliðaaðgerðir. Þrjú matstæki voru notuð: Hospital Patients’ Knowledge Expectations (HPKE), Hospital Patients’ Received Knowledge (HPRK), sem meta væntingar sjúklinga til fræðslu og fengna fræðslu, og EQ­5D sem metur heilsutengd lífsgæði. Á tíma 1 svöruðu 279 sjúklingar, á tíma 2 svöruðu 220 og á tíma 3 svöruðu 210 spurningalistunum. Meðalaldur var 65,4 ár og aldursbilið frá 37 til 87 ára. Meðallegutími var 6,6 dagar. Þátttakendur höfðu miklar væntingar til fræðslu en þeir töldu sig fá minni fræðslu en þeir væntu og jókst sá munur frá tíma 2 til tíma 3. Heilsutengd lífsgæði batna frá því fyrir aðgerð til 6­7 mánaða eftir aðgerð. Eftir því sem væntingar um fræðslu voru betur uppfylltar því betra var heilsufar metið á tíma 3 og var það samband marktækt. Það er ályktað að þörf sé á að endurskoða mat á fræðsluþörfum og innihaldi sjúklingafræðslu sjúklinga sem fara í gerviliðaaðgerðir á Íslandi. Lykilorð: Heilsutengd lífsgæði, sjúklingafræðsla, skurðaðgerð, væntingar. INNGANGUR Gerviliðaaðgerðir á hné og mjöðm eru gerðar í síauknum mæli á Vesturlöndum og árið 2009 voru 896 slíkar aðgerðir framkvæmdar á Íslandi (Embætti landlæknis, e.d.). Þær eru árangursrík meðferð við einkennum slitgigtar, svo sem verkjum, skertri hreyfifærni og þeirri andlegu vanlíðan sem oft fylgir sjúkdómnum, og geta þannig bætt heilsutengd lífsgæði sjúklinga (Ethgen o.fl., 2004). Sjúklingafræðsla gegnir veigamiklu hlutverki í að hjálpa sjúklingum að gera raunhæfar væntingar til árangurs aðgerðarinnar og aðgerðarferlisins svo og til að undirbúa þá fyrir nauðsynlega sjálfsumönnun eftir aðgerð. Fræðsla Sjúklingafræðslu má skilgreina sem ferli sem felur í sér að breyta þekkingu, viðhorfum eða færni í þeim tilgangi að hafa áhrif á Árún K. Sigurðardóttir, Háskólanum á Akureyri Gunnhildur H. Gunnlaugsdóttir, Sjúkrahúsinu á Akureyri Brynja Ingadóttir, skurðlækningasviði Landspítala og hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands VÆNTINGAR TIL FRÆÐSLU OG HEILSUTENGD LÍFSGÆÐI SJÚKLINGA SEM FARA Í GERVILIÐAAÐGERÐ ENGLISH SUMMARY Sigurdardottir, A.K., Gunnlaugsdottir, G.H., and Ingadottir, B. THE ICELANDIC JOURNAL OF NURSING (2013), 89 (3), 40­47 KNOWLEDGE EXPECTATIONS, RECEIVED KNOWLEDGE AND HEALTH­RELATED QUALITY OF LIFE AMONG PATIENTS UNDERGOING ARTHROPLASTIC SURGERY Hip and knee arthroplasties are a common and effective treatment for symptoms of arthritis and can improve patients’ health­related quality of life. Patient education plays an important role in helping patients to create realistic expectations of the outcome of surgery and the perioperative process and to prepare them for the self­care which is needed after surgery. The aim of the study was to examine how the knowledge expectations of arthroplastic patients are being met in Icelandic hospitals and the relationship between knowledge expectations and patients’ self­reported health­related quality of life. The method was a prospective, descriptive and comparative follow­up design with three measurement points; time 1 before surgery and any formal education, time 2 at discharge from hospital and after formal discharge education and time 3 6­7 months after discharge. The sample consisted of patients undergoing elective hip or knee arthroplasty from January to November 2010 in all three Icelandic hospitals which perform this type of surgery. Three instruments were used: Hospital Patientsʼ Knowledge Expectations (HPKE) and Hospital Patientsʼ Received Knowledge (HPRK) measure expected knowledge and received knowledge, respectively, and EQ­5D measures health­related quality of life. On time 1, 2 and 3, 279, 220 and 210 patients participated, respectively. Their average age was 65.4 years (range 37 to 87 years). The average hospital stay was 6.6 days. The participants reported high expectations for knowledge but they perceived that they received less knowledge than they expected and even less so when asked 6 months after surgery. Health­related quality of life improved after the operation, as measured after 6­7 months. A significant relationship was detected between patients’ assessment of their health and how well their knowledge expectations were met. It is concluded that there is a need to reconsider how the knowledge expectations of patients are being assessed and the content of patient education for arthroplasty patients in Iceland. Keywords: Health­related quality of life, patient education, surgery, expectations. Correspondance: arun@unak.is

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.