Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Þegar árrisulir norðanmenn risu úr rekkju í gær var veturinn kominn vestan megin fjarðar enda best geymdur þar, vetraríþróttamegin. Vaðlaheiðin hins vegar enn sum- arleg að sjá.    Veður hefur verið gott við Pollinn upp á síðkastið, í það minnsta fal- legt, og verður áfram um tíma ef marka má spá.    Leikritið Býr Íslendingur hér? var frumsýnt af Leikfélagi Akureyr- ar í Samkomuhúsinu um síðustu helgi í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfs- sonar, leikhússtjóra LA. Það er byggt á samnefndri bók Garðars Sverrissonar, þar sem Leifur Muller segir óhugnanlega sögu sína af vist í útrýmingarbúðum nasista í Sach- senhausen.    Sagan lét engan ósnortinn þegar bókin kom út 1988 og sama verður án efa upp á teningnum nú, þegar fólk sér leikritið. Sagan jafn hrylli- leg í samtímanum og á enn erindi.    Leifur Muller er á sviðinu allan tímann og meira segja tveir frekar en einn. Benedikt Karl Gröndal túlk- ar hann ungan en Arnar Jónsson horfir til baka í ellinni. Sýningin er róleg, ekki hasar og læti og mér, ómenntuðum manninum í þessum fræðum, finnst það vel til fundið; þarna er verið að segja mjög sterka sögu og mikilvægt að hún komst vel til skila. Það tekst.    Frumsýningin var alls ekki hnökralaus og verkið hefði líklega þolað nokkra æfingadaga í viðbót en það er varla aðalatriðið heldur magnað verk og sterk upplifun áhorfandans.    Brynja, ísbúðin landsþekkta við Aðalstræti, er ekki lengur í eigu hjónanna Fríðar Leósdóttur og Júl- íusar Fossberg. „Já, búin að selja. Nýir eigendur taka við 1. október,“ sagði Fríður við Morgunblaðið í gær. Aðdáendur íssins þurfa þó engu að kvíða, að hennar sögn. „Ég rek Brynju áfram og ekkert breyt- ist. Ísinn verður alveg eins.“    Ekki verður upplýst um nýja eig- endur fyrr en um mánaðamót en það er „frábært fólk fyrir sunnan“, segir Fríður, athafnafólk sem ekki hefur komið nálægt ísbransanum til þessa.    Fríður staðfesti orðróm þess efnis að til stendur að selja Brynjuís í Reykjavík frá og með næsta ári. Það gleður án efa að ísinn óvenjulegi, sem notið hefur fádæma vinsælda, verði í boði á borgarhorninu.    Þriðja starfssumar hvalaskoð- unarbátsins Ambassadors er langt komið og velgengnin slík að eig- endur hafa ákveðið að kaupa annað ámóta skip, sem tekur um 100 far- þega. Þá á að kaupa nokkra hrað- skreiða gúmmíbáta, svokallaða RIB báta, til hvalaskoðunar og annarrar afþreyingar í firðinum.    Þrjár ferðir voru á áætlun Am- bassadors á dag í sumar en ásóknin slík að iðulega varð að bæta þeirri fjórðu við og um tíma leigðu þeir Ambassadorar trébátinn Húna II að auki til hvalaskoðunar. Öðruvísi var ekki hægt að anna eftirspurn.    Magnús Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Ambassadors, segir ásókn í hvalaskoðun heldur meiri en gert var ráð fyrir í áætlun fyrirtæk- isins þegar starfsemin hófst. „Fjölg- un ferðamanna hefur verið meiri en við gerðum ráð fyrir þegar við hóf- um starfsemi.“ Útlendingar eru í yf- irgnæfandi meirihluta viðskipta- vina.    Hvalaskoðun hefur gengið æv- intýralega vel í sumar, eins og Magnús orðar það. „Síðan 29. maí hefur verið 100% sýningarhlutfall; við höfum séð hval í hverri einustu ferð, að jafnaði sjö til fimmtán í hverri ferð.“ Allt er það hnúfubakur.    Boðið verður upp á hvalaskoð- unarferðir út október en í þessari viku hófu þeir Ambassadorar að bjóða upp á Norðurljósasiglingar og tókst einkar vel til. Magnús er bjart- sýnn á framhaldið á þeim vettvangi.    Jón Kristinn Þorgeirsson, sem er aðeins 16 ára, er skákmeistari Norðlendinga og skákmeistari Skákfélags Akureyrar í ár. Skák- þing Norðlendinga, hið 81. í röðinni, fór fram um síðustu helgi.    Jón Kristinn gerði sér lítið fyrir og lagði tvo alþjóðlega meistara úr Reykjavík á mótinu, þá Guðmund Kjartansson og Einar Hjalta Jens- son. Fyrirfram var gert ráð fyrir að slagurinn um sigur á mótinu yrði fyrst og fremst milli þeirra tveggja en Jón Kristinn snéri á þá. Af hörmungum, hval og Brynju-ís Morgunblaðið/Skapti Býr Íslendingur hér? Benedikt Gröndal og Arnar Jónsson, Gunnar I. Gunn- steinsson, framkv. stjóri Menningarfélags Akureyrar, og Jón Páll Eyjólfsson. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Haust Haustlitir trjánna og drifhvít áminning um að vetur nálgast tónuðu bærilega saman á Akureyri í gær. Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is Stóðréttir eru víða í Skagafirði og Húnavatnssýslum á föstudag og laugardag. Laufskálarétt sem kölluð er drottning íslenskra stóðrétta verður á laugardag. Skagfirðingar gera mikla hátíð úr Laufskálaréttinni enda dregur hún að sér þúsundir gesta á hverju ári. Haldnir eru dansleikir og skemmt- anir í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki og í danshúsum, hót- elum og menningarhúsum. Tilboð eru á veitingum úti um allt hérað. Margir hrossaræktendur eru með opið hús enda blómstra hrossa- viðskiptin. Landsmót hestamanna kynnir á laugardag, milli kl. 15 og 17, framkvæmdir við nýjan lands- mótsstað á Hólum í Hjaltadal. Á laugardagsmorgni fer fjöldi fólks ríðandi í Kolbeinsdal til að reka stóðið til réttar á Laufskálaholti. Stóðið er rekið til réttar uppúr klukkan 11.30 og réttastörfin hefjast um klukkan 13. Á föstudag verða stóðréttir í Ár- hólarétt, Deildardalsrétt og Una- dalsrétt í Skagafirði. Á laugardag verður Auðkúlurétt, Undirfellsrétt og Þverárrétt í Húnavatnssýslum. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Stóðrétt Laufskálaréttir eru þekktustu stóðréttir í landinu. Drottning stóðrétta  Skagfirðingar og gestir gera sér glaðan dag um Laufskálaréttarhelgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.