Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Gjafir sem gleðja Líttu við og skoðaðu úrva lið Glæsilegir skartgripir á frábæru verði Verð 45.400,- Demantur 6p. Verð 37.900,- Demantur 2p. Verð 69.000,- Demantur 11p.Verð 47.000,- Verð 35.900,- Verð 33.900,- BAKSVIÐ Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Fleiri hafa haft samband við okkur í gegnum Hjálparsíma Rauða kross- ins 1717 undanfarið en mesta aukn- ingin er í gegnum netspjallið 1717.is,“ segir Hjálmar Karlsson, verkefnisstjóri Hjálparsíma Rauða krossins spurður um árangur af sýn- ingum forvarnarmyndbandsins Út- með’a um sjálfsvíg ungra karla. Myndbandið var frumsýnt á Al- þjóðadegi sjálfsvígsforvarna hinn 10. september. Í kjölfar sýningar myndbandsins hefur umferð inn á netspjall Hjálp- arsímans aukist um 33% en frá ára- mótum hefur Hjálparsímanum bor- ist að meðaltali 1,3 símtal eða spjall á dag vegna eigin sjálfsvígshugsana eða annarra. Útmeð’a er samstarfsverkefni Rauða kross Íslands, Geðhjálpar og 12 manna hlaupahóps undir merkj- um Útmeð’a. Hópurinn hljóp hring- inn í kringum landið til að safna fyrir gerð myndbandsins og efna til vit- undarvakningar um sjálfsvíg ungra karla í sumar. Tilgangur átaksverk- efnisins er að vekja athygli á því að sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök íslenskra karla á aldrinum 18 til 25 ára og hvetja þá, sem og alla aðra, til að bæta líðan sína með því að deila áhyggjum sínum með öðrum. „Við fórum af stað með netspjallið til að vera nær ungu fólki og veita því tækifæri til að nýta sér tæknina og þá leið sem það á mögulega auðveld- ara með að nota,“ segir Hjálmar. Hann tekur fram að reyndir sjálf- boðaliðar taki við öllum símtölum og svari erindum í netspjallinu í fullum trúnaði allan sólarhringinn. 10.000 deilingar á viku Í Útmeð’a myndbandinu er m.a. fjallað um reynslu ungs manns af peningaáhyggjum, ástarsorg og ein- manaleika. Þessar ástæður vega þungt í sjálfsvígum ungra karla á Ís- landi. Viðbrögðin við myndbandinu hafa farið fram úr björtustu vonum aðstandenda átaksverkefnisins. Myndbandinu var deilt 10.000 sinn- um á einni viku á samfélagsmiðl- unum eða oftar en nokkru öðru kynningarmyndbandi á yfirstand- andi ári. Í gær nálgaðist deilingin 12 þúsund. Þegar myndbandinu er dreift fylgja deilingunni oft sögur um eigin tilfinningalegan vanda og/ eða einhverra nákominna. Þá er einnig lifandi umræða víða á sam- félagsmiðlunum, t.d. á twitter og fa- cebook undir myllumerkinu #út- meða. „Við viljum að fólk haldi áfram að tala tæpitungulaust um tilfinninga- legan vanda en af ábyrgð og virð- ingu,“ segir Hjálmar. „Við viljum hvetja unga karlmenn til að setja til- finningar sínar í orð og ekki bera harm sinn í hljóði. Af hverju ekki að leita sér hjálpar við andlegri vanlíð- an eins og líkamlegum kvillum. Þetta er ekkert sem fólk á að þurfa að skammast sín fyrir,“ segir Hjálmar. Hann bendir einnig á að eitt af markmiðum myndbandsins sé að hjálpa aðstandendum að greina vís- bendingar um tilfinningavanda og sjálfsvígshugsanir. Sjálfsvígsforvarnir áskorun „Sjálfsvígsforvarnir eru töluverð áskorun því umfjöllunarefnið er bæði mikilvægt og viðkvæmt. Með myndbandinu vildum við í senn hreyfa við fólki og senda því upp- byggileg skilaboð. Þess vegna dettur áhorfandinn inn í ráðgjöf um hvert hann geti leitað á höfuðborgarsvæð- inu og úti á landi vegna tilfinninga- og geðræns vanda í lok myndbands- ins,“ segir Anna Gunnhildur Ólafs- dóttir, framkvæmdastjóri Geð- hjálpar. „Við erum mjög ánægð með út- komuna enda lögðust allir strákarnir í Tjarnargötunni á eitt við sjálfa sköpunina eftir að hafa fengið fræðslu frá okkur og helstu sérfræð- ingum um umfjöllunarefnið.“ Því hefur stundum verið haldið fram að opinber umræða um sjálfs- víg sé varasöm. „Við veltum þessu talsvert fyrir okkur og leituðum ráða hjá sérfræðingum. Niðurstaða okkar var sú að reynslan hefði sýnt fram á að opin umræða væri af hinu góða og skilaði árangri eins og sýnt var fram á í átakinu Þjóð gegn þunglyndi,“ segir Anna Gunnhildur. „Við vonumst líka til að átakið skili því að fleiri verði óhræddir við að leita sér hjálpar við að létta af sér andlegum byrðum og finna sínar eig- in leiðir til að takast á við öldudali lífsins.“ Þjónusta í fjársvelti Anna Gunnhildur bendir á að þörf- in fyrir aukna þjónustu vegna tilfinn- ingavanda og geðræns vanda sé brýn. „Það þarf fleiri úrræði, sér- staklega fyrir ungt fólk. Geðsvið Landspítalans þarf fleira fólk og meira fjármagn til að geta tekist bet- ur á við hlutverk sitt. Á sama tíma og geðsviðið hefur þurft að skera niður um 20 til 25% hefur eftirspurn eftir þjónustu auk- ist í svipuðum mæli á síðustu fjórum til fimm árum,“ segir Anna Gunn- hildur og bendir á að Alþjóðaheil- brigðisstofnunin hafi gefið út að þunglyndi verði önnur stærsta heilsufarsvá í heiminum árið 2020. „Þessi vandi minnkar ekki og því fyrr sem hægt er að hjálpa fólki því árangursríkara verður það,“ segir hún að lokum. Æ fleiri tjá sig frekar á netspjalli  Eftir sýningu forvarnarmyndbandsins Útmeð’a um sjálfsvíg ungra karla hefur umferð inn á netspjall Hjálparsíma Rauða krossins aukist um 33% frá áramótum  Ungir karlar í mikilli hættu Morgunblaðið/RAX Forvarnir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, og Hjálmar Karlsson hjá Rauða krossinum. Sjálfsvíg á Íslandi » Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök karlmanna á aldr- inum 18 til 25 ára á Íslandi. » Karlar eru þrisvar til fjórum sinnu líklegri en konur til að fyrirfara sér. » Fjórir til sex ungir karlar fyr- irfara sér á Íslandi á hverju ári. » Að meðaltali fyrirfara 35 manns sér á Íslandi á hverju ári. » Ríflega 100 manns eru lagð- ir inn á sjúkrahús vegna vísvit- andi sjálfsskaða á hverju ári. » Fleiri konur en karlar eru lagðar inn á sjúkrahús vegna vísvitandi sjálfsskaða. » Alvarleg áföll, vímu- efnaneysla, hvatvísi og ýmiss konar geðraskanir hafa verið tengd sjálfsvígum. Ríflega eitt símtal til Hjálp- arsíma Rauða krossins 1717 snýst um sjálfsvíg, eigið eða annarra, á hverjum einasta degi allan ársins hring. » Símtöl til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 um sjálfs- víg voru 42% fleiri fyrrihluta ársins 2015 en fyrrihluta árs- ins 2014. » Erindum til Hjálparsíma Rauða krossins fjölgaði um 16% á sama tímabili. „Allir hér innandyra þekkja ein- hvern, beint eða óbeint, sem hef- ur tengingu við þetta málefni, því miður. Það er því ekki orðum aukið þegar ég segi að þetta hafi verið verkefni sem tók á mann- skapinn því allir sem einn tóku þátt í því; allt frá hugmyndavinnu yfir í eftirvinnslu og skil. Það var jafnframt einstaklega lærdóms- ríkt og gefandi að vinna með öll- um þeim frábæru fagaðilum sem komu að verkinu, geðlæknum, hjúkrunarfræðingum o.s.frv., þar sem nauðsynlegt var að setjast ítrekað niður saman í leit að þess- um hárfína millivegi. Hvernig koma skal öllum upplýsingum, staðreyndum og skilaboðum til skila en á sama tíma hrekja fólk ekki frá, vekja samhug og útbúa markaðsefni sem er það sláandi að fólk finnur sig knúið til að deila því áfram. Sem heldur betur lukkaðist,“ segir Einar Ben., ann- ar eigandi og framkvæmdastjóri Tjarnargötu framleiðslufyr- irtækis. thorunn@mbl.is Allir þekkja einhvern sem tengist málefninu  Krefjandi verkefni sem lukkaðist vel Ljósmynd/M. Flóvent Myndband Tjarnargata framleiðslufyrirtæki sem vann myndbandið Til- raun til sjálfsvígs fyrir Útmeð’a. Á myndina vantar Hauk Karlsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.