Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Aðsókn að nýju ísgöngunum í Lang-
jökli er umfram áætlanir og er útlit
fyrir að 16-17 þúsund gestir skoði
þau fyrsta rekstrarárið. Áætlanir
gerðu ráð fyrir 15 þúsund gestum í
ár og hefur þeim fjölda verið náð.
Ísgöngin, sem eru manngerð,
voru opnuð fyrir gestum 1. júní sl.
Boðið er upp á ýmsa þjónustu en
fyrir utan hinar hefðbundnu ferðir
með 8 hjóla jöklatrukkum og leið-
sögn í gegnum göngin gefst fólki
m.a. kostur á að gifta sig í ískapellu
og leigja íshelli undir samkomur.
Stendur til að auka gæði þjónust-
unnar frekar, lengja skoðunarferð-
irnar og fjölga afþreyingarkostum.
Þær hugmyndir eru í þróun.
Félagið Into the Glacier ehf.
stendur fyrir ferðum í göngin.
Sigurður Skarphéðinsson, fram-
kvæmdastjóri félagsins, segir leið-
sögumönnum verða fjölgað á næsta
ári til að mæta eftirspurn. Ísgöngin
verða opin allt árið, eða eftir því sem
veður leyfir. Ferðum er fækkað yfir
veturinn og er þá farið að göngunum
fjóra daga vikunnar frá og með 1.
október, en daglega yfir sumarið.
Umfjöllun erlendis hjálpaði til
„Aðsóknin hefur farið fram úr
björtustu vonum. Við búumst við
enn fleiri gestum næsta sumar. Ef
áætlanir okkar ganga eftir gætu
gestirnir orðið 25 þúsund á næsta
ári. Það var mikið fjallað um ísgöng-
in í erlendum fjölmiðlum áður en
þau voru opnuð. Það hjálpaði mikið
til, enda tekur að jafnaði 2-3 ár að
koma nýrri afþreyingu á koppinn.
Við höfum verið afar heppin með
veður. Sumarið var kalt og þurrt og
lítil bráðnun í jöklinum. Þetta er
fyrsta árið í mörg ár sem Langjökull
stækkar. Fyrir vikið eru göngin að
lengjast og það eru hvorki sprungur
né svelgir að opnast að neinu ráði.
Við erum líka heppin að því leyti að
inni í ísgöngunum er náttúruleg
sprunga. Hún er það magnaðasta
þar inni,“ segir Sigurður.
Hann segir gesti í göngunum
einkum skiptast í fjóra hópa.
Í fyrsta lagi fólk sem kemur sér að
þjónustuhúsi fyrirtækisins við jökul-
rönd og fer þaðan í ferð með 8 hjóla
trukkum félagsins. Fólkinu er svo
ekið upp jökulinn að ísgöngunum og
tekur aksturinn að jafnaði 30 til 40
mínútur. Á áfangastað bíða leið-
sögumenn sem sýna fólkinu göngin í
10 til 15 manna hópum. Slík ferð
kostar 17.900 krónur á mann. Hún
tekur að jafnaði um tvo og hálfan
tíma. Leiðsögnin um göngin tekur
um klukkutíma. Frá opnun hefur
þessi ferð verið sú vinsælasta.
Í öðru lagi kaupa gestir sér dags-
ferð frá Reykjavík. Eru ísgöngin þá
einn af áfangastöðum ferðarinnar en
einnig er komið við hjá Hraun-
fossum, Deildartunguhver og á fleiri
stöðum. Bæði Reykjavik Excursions
og Grayline bjóða upp á slíkar ferðir
en verðið er 29.900 krónur á mann.
Sigurður spáir því að þessar ferðir
verði vinsælli í vetur, enda veigri
ferðamenn sér oft við að keyra á
bílaleigubílum um Ísland á veturna.
Allt að 160 þúsund á mann
Í þriðja lagi er boðið upp á lúxus-
ferðir með þyrlum frá Reykjavík.
Slíkar ferðir geta kostað allt að
159.900 þúsund á mann.
Í fjórða lagi koma gestir að munna
ganganna með öflugum jeppum en
mörg jeppafyrirtæki bjóða upp á
slíkar ferðir fyrir sína viðskiptavini.
„Þá erum við reglulega með stóra
sérhópa og fyrirtækjahópa þar sem
Mikil aðsókn í nýju ísgöngin
Þegar hafa um 15 þúsund manns skoðað nýju ísgöngin í Langjökli Markmiðinu fyrir árið náð
Leiðsögumönnum verður fjölgað vegna mikillar aðsóknar Spáð er 25 þúsund gestum næsta ár
Ljósmynd/Into the glacier/Birt með leyfi
Sprungan mynduð Ísgöngin ná um 200 metra inn í jökulinn. Um 35 metra íslag er fyrir ofan göngin þar sem þau
eru dýpst undir yfirborði jökulsins og undir þeim eru 200 metrar af ís. Jökullinn verður mest 680 metra þykkur.
Ljósmynd/Into the glacier/Birt með leyfi
Íslög inni í jöklinum Gönguleiðin í ísgöngunum er um 600 metrar og er
gengið í hring. Nokkrir hellar hafa verið grafnir út í göngunum.
Ljósmynd/Into the glacier/Birt með leyfi
Jöklatrukkur Kostnaðurinn við að grafa göngin, kaupa tæki og skipuleggja
reksturinn var um 360 milljónir króna. Ending ganganna er áætluð 15 ár.
boðið er upp á léttar veitingar, fyrir-
lestra og skemmtiatriði. Tilefnin eru
mörg en fyrsta brúðkaupið er fyrir-
hugað seint í haust.“
Sigurður segir hafa verið stíganda
í heimsóknum hópa sem þiggja veit-
ingar og kynningu á Húsafelli. Ís-
göngin muni því skapa afleidd störf
á Húsafelli og víðar.
Starfsmenn á skrifstofu félagsins í
Reykjavík eru fimm. Leiðsögumenn
eru um 30 og eru 6 til 12 hverju sinni
á vakt. Sumarumferðin er að baki og
eru nú að jafnaði fjórir til sex starfs-
menn á vakt. Farnar eru þrjár ferðir
á dag frá jökulrönd, klukkan ellefu,
eitt og hálffjögur. Tveir átta hjóla 36
farþega trukkar flytja gesti að göng-
unum og fara því að hámarki 72 far-
þegar í hverri ferð, eða í mesta lagi
216 á dag. Hafa mest 300 manns
skoðað göngin á einum degi í sumar.
Sigurður segir til skoðunar að
fjölga trukkunum um einn til að
anna frekari eftirspurn. Trukkarnir
voru áður eldflaugabílar hjá NATÓ
og hefur þeim verið breytt svo þeir
henti fyrir akstur á jökli.
Fjárfestingasjóðurinn Iceland
tourism fund (ITF) fjármagnaði
verkefnið að mestu og er
stærsti hluthafi ísganganna. ITF
er í eigu nokkurra íslenskra líf-
eryrissjóða, Icelandair Group og
Landsbankans.
Verkefnið var undirbúið með
rannsóknum á árunum 2010 til
2014. Sjóðurinn keypti svo hug-
myndina í lok árs 2013 og hóf-
ust boranir fyrir göngin í mars í
fyrra. Erfiðlega gekk að bora í
fyrstu en verkið sóttist betur
eftir að ítalskir borar, sem eru
hannaðir til að brjóta niður
berg, meðal annars í Ölpunum,
voru teknir í gagnið.
Sigurður Skarphéðinsson
segir það von félagsins að ís-
göngin muni eiga þátt í því að
ferðamenn muni í auknum mæli
skoða Vesturland.
Borar sem
brjóta berg
GÖNGIN BORUÐ