Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 71
inu fyrir SÍBS, Samband ís- lenskra berklasjúklinga. Sú barátta heyrir nú að mestu for- tíðinni til en varð ljóslifandi í frá- sögn Rannveigar. Hún hafði mikla frásagnargáfu, var ein- staklega fróðleiksfús og skemmtileg og gaf mikið af sér í samskiptum við samferðafólk sitt á öllum aldri. Okkur þótti af- ar vænt um hana. Utan samtakanna hittumst við Rannveig stundum í Lyngási í Garðabæ. Hús Fjölbrautaskól- ans í Garðabæ lágu beggja meg- in við byggingu sem hýsti Fræðsluskrifstofu Reykjaness þar sem hún starfaði og ég átti stundum leið þar framhjá. Hún heilsaði mér þá ætíð með virkt- um, og við áttum stundum stutt spjall. Minnisstæður er jólafund- ur Gamma-deildarinnar sem haldinn var á heimili mínu í des- ember 2012. Í stað þess að halda heim á leið eftir fundinn bað Rannveig mig um að sýna sér myndir mínar og muni. Við gleymdum okkur saman í ys og þys frágangs og jólakveðja. Ým- islegt bar á góma og við vorum sammála um að við vildum ekki verða svo gamlar að hafa þyrfti ofan af fyrir okkur. Þá var hún 92 ára. Síðastliðið ár hefur Rannveig notið hjúkrunar í Sunnuhlíð í Kópavogi og nú er hún öll. Gamma-systur færa henni inni- legar þakkir fyrir áralangan fé- lagsskap og vináttu og votta börnum hennar og fjölskyldum þeirra samúð á skilnaðarstundu. Kristín Bjarnadóttir formaður Gamma-deildar. Rannveig Löve hefur kvatt okkur, vinátta í 65 ár er rofin. En minningarnar lifa og þær eru margar og skemmtilegar. Rannveig var litríkur per- sónuleiki. Sterkustu drættirnir voru baráttuvilji, kjarkur og menntaþrá sem hún fékk svalað í margskonar námi. Þekkingunni skilaði hún út í samfélagið í kennslu og samdi fjölda náms- bóka fyrir byrjendur í lestri ásamt starfsfélögum sínum. Bækurnar voru að mörgu leyti brautryðjandaverk. Hún var mikil sögukona og átti auðvelt með að segja sögu á svo einföldu máli að byrjendur gætu lesið sér til gagns. Og komin á eftirlaun hélt hún áfram að semja létt- lestrarbækur, sem alltaf var þörf fyrir. Árið 2000 kom út ævisaga Rannveigar: Myndir úr hugskoti, unnin með syni hennar, Leó. Þetta er mjög fróðleg og lifandi frásögn af því hvernig var að alast upp í byrjun 20. aldar, bar- áttunni við mannskæða berkl- ana, menntun hennar og störf- um. Rannveig var alla tíð virk í SÍBS og bar hag félagsins mjög fyrir brjósti. Einu sinni á lands- fundi samtakanna stóð hún upp og hélt blaðalaust magnaða hvatningarræðu. Hún kom frá hjartanu og hitti beint í mark. Hún „átti salinn“. Þegar við kynntumst fyrir 65 árum var ég heima að gæta bús og barna en hún komin út í at- vinnulífið og þátttakandi í ýms- um menningarviðburðum og samtökum. Hún var fyrir mig gluggi út í hræringar í samfélag- inu og ég naut þess í ríkum mæli. Einhvern tíma komum við á þeirri venju að hittast í Norræna húsinu eftir að vinnu hennar í skólanum lauk og þá var púlsinn tekinn á því sem efst var á baugi, kíkt í nýútkomnar bækur og málin rædd. Önnur venja varð til seinna. Við hittumst á sunnu- dagsmorgnum. Hún var þá kannski löngu komin á fætur og búin að baka eitthvað gómsætt, sem hún kom með og við nutum með kaffisopanum. Síðan fórum við út í gönguferð meðan steikin mallaði hjá mér í ofninum. Þetta voru yndislegir morgnar og al- veg ómissandi. Þessir sunnu- dagsmorgnar héldust lengi – en gönguferðirnar lögðust smám saman af. Systir hennar Jóna bættist í hópinn og við hittumst til skiptis hver hjá annarri. Rannveig varð 95 ára í vor og var haldið upp á það með ýmsum hætti. Sigrún, dóttir hennar, hélt veislu á heimili sínu fyrir systur hennar, afkomendur og vini. Það var yndislega vel heppnuð veisla. Rannveig mætti prúðbúin í hjólastól, því hún hafði lærbrotn- að nokkru áður, og var að sjálf- sögðu miðpunktur samkomunn- ar. Hún naut þess greinilega að hitta svona marga úr fjölskyldu sinni og sýndi engin þreytumerki þótt margt væri um manninn og mikið skvaldur. Hún hélt reisn sinni fram til hins síðasta. Þegar ég kom til hennar þremur dögum fyrir andlátið mókti hún mest og tók ekki und- ir mas mitt. En þegar ég stóð upp til að kveðja sagði hún heil- lega setningu, sem ég svaraði með einhverju sem fékk hana til að brosa. Þetta bros mun alltaf geymast í minningunni. Ég sendi börnum hennar, Sig- rúnu og Leó, og afkomendum öll- um innilegar samúðarkveðjur. Pálína Jónsdóttir. Við kynntumst í kvennabók- menntakúrsi hjá Helgu Kress í Háskóla Íslands fyrir meira en þrjátíu árum. Síðan höfum við haldið hópinn, tólf konur, hist reglulega og rætt kvennabók- menntir. Rannveig Löve var elst okkar, rúmum þrjátíu árum eldri en við flestar, og lét okkur hinum alltaf líða eins og við værum ung- ar stúlkur. Þegar við kynntumst átti Rannveig að baki langan og far- sælan kennsluferil þar sem hún sérhæfði sig í lestrarkennslu, einna fyrst kvenna hér á landi. Hún miðlaði okkur af reynslu sinni þegar við vorum flestar ungar og óreyndar kennslukon- ur. Til dæmis laumaði hún þeirri hugmynd inn hjá okkur að ekki væri nóg að kennarinn kenndi og kenndi, það tryggði ekki endi- lega að nemendur lærðu. Fyrst og fremst var Rannveig þó sögukona, í anda Karenar Blixen. Eftirminnilegastar eru sögur Rannveigar af uppvextin- um í stórum systrahópi og af berklunum. Rannveig var ung móðir þegar hún smitaðist af berklum og þurfti að dvelja lengi lífshættulega veik á Vífilsstöð- um, fjarri lítilli dóttur sinni. Þær sögur snertu okkur djúpt. Rannveig gat verið óborgan- lega fyndin og háðsk, hún var róttæk og réttsýn og alltaf var gaman að vera með henni. Í veislum á stórafmælum og öðr- um tímamótum leshringskvenna hélt Rannveig ræður þar sem hún hrósaði leshringnum í há- stert og talaði um hvað hún væri heppin og þakklát fyrir að fá að vera með „þessum ungu stúlk- um“. Samt hlýtur hún að hafa vitað að heppnin og þakklætið var okkar, „ungu stúlknanna“. Í ógleymanlegri Parísarferð leshringsins fyrir nokkrum árum tók Rannveig fullan þátt í dag- skránni þótt hún hefði kannski ekki alveg heilsu til þess. Hún vildi ekki missa af neinu og hún vildi alls ekki láta taka tillit til sín, sagðist bara myndu leggja sig þegar hún kæmi heim. Frásagnargáfa Rannveigar nýtur sín vel í endurminningum hennar, Myndir úr hugskoti, sem komu út árið 2000. Þar eru lýs- ingar hennar á dvöl á berklahæl- inu á Vífilsstöðum einstaklega áhrifamiklar, nákvæmar og fal- legar. Ég hef hvergi lesið betri lýsingar á lífinu á hælinu. Ég hitti Rannveigu í síðasta sinn í byrjun júlí. Þótt hún væri skemmtin að vanda leyndi sér ekki að hún var orðin södd líf- daga. Hún sagðist ekkert skilja í því af hverju hún þyrfti að lifa svona lengi. Rannveig skrifaði þessi orð inn í eintak mitt af Myndum úr hugskoti: Með þakklæti fyrir óteljandi ánægjustundir. Með sömu orðum kveð ég Rannveigu Löve. Fyrir hönd leshringsins, Ragnhildur Richter. Lokið er löngu og ríku lífi Rannveigar Löve, fyrrum tengdamóður minnar. Ég kynnt- ist henni ung og hún hafði sterk áhrif á mig. Rannveig var mikil baráttu- og hugsjónakona með sterka réttlætiskennd og stál- vilja. Uppeldið í stórum og sam- heldnum systrahópi mótaðist af ástríki og vinnusemi, sögum, kvæðum, söng og gleði sem markaði allt hennar líf. Rannveig vissi ung að hún vildi læra, öðlast menntun sem gæfi starfsréttindi og jöfn laun á við karla. Skólagangan hófst á Vatnsleysuströnd þar sem fjöl- skyldan bjó uppvaxtarárin. Kennarinn, Viktoría Guðmunds- dóttir, vakti umhverfisvitund Rannveigar og lauk upp heimi mennta og fræða. Hún hvatti til þess að Rannveig fengi að halda áfram námi en efnin voru lítil og ómegðin mikil, full þörf fyrir all- ar vinnufærar hendur heima. Foreldrunum hefur þó verið ljóst hvað í dótturinni bjó og ferming- arárið var hún einn vetur í Mið- bæjarskóla og síðar annan vetur í Flensborg. Eftir að fjölskyldan flutti að Réttarholti í Sogamýri var Rannveig í vist á vetrum en við bústörf á sumrin. Námsþráin hvarf henni þó ekki og með út- sjónarsemi fann hún leið til að komast í Kennaraskólann. Hún átti þó eftir eitt ár þegar hún giftist vorið 1941 skólabróður sínum, Guðmundi Löve, og eign- aðist frumburðinn, Sigrúnu. Því varð bið á að hún lyki prófi. Auk þess smituðust þau Rann- veig bæði af berklum og við tók áralöng vist á Vífilsstöðum og Reykjalundi. Eftir fæðingu sonarins, Leós, vildi Rannveig ljúka náminu. Guðmundur var ekki heilsu- hraustur, hún þekkti vel hve berklar voru óvægnir og vildi geta séð fyrir sér og börnunum ef illa færi. Hún sótti því um og fékk styrk til að ljúka kennara- prófi. Á þessum árum nægði ekki að vera hæfur heldur þurfti líka að geta talað sínu máli. Rannveig vílaði það síst fyrir sér en fékk þó ekki fasta kennarastöðu fyrr en 1954. Rannveig var mikill fræðari og dáð af nemendum sín- um. Hún fræddi börnin um nátt- úruna og umhverfi sitt auk hefð- bundinna námsgreina. Áhuginn beindist fljótt að lestrarkennslu seinfærra barna og enn beitti hún viljastyrk sínum til að fá árs- leyfi til sérnáms í Noregi og síð- ar í Danmörku. Er heim kom leiðbeindi hún öðrum og samdi lestrarbækur meðfram kennslu. Á sextugsaldri settist Rann- veig enn á skólabekk, nú í Há- skóla Íslands til að nema dönsku og bókmenntir. Að því námi loknu naut hún þess að vera í bókaklúbbi með 40 árum yngri skólasystrum sínum og veit ég að þær nutu ekki síður góðs af visku og víðsýni Rannveigar. Áhugasvið Rannveigar spann- aði auk bókmennta einnig tón- list, leiklist og myndlist. Kvenna- barátta var henni hjartans mál og hún sinnti margvíslegum fé- lags- og menningarstörfum. Hugðarefnin voru mörg en samt hafði hún alltaf tíma fyrir fólkið sitt. Barnabörnin nutu frásagnar- gáfu ömmu sinnar og þeim kynnti hún æskuslóðirnar á Ströndinni og lónin fallegu við Straum eru „lónin hennar ömmu“. Hún kenndi þeim að þekkja blómin, fuglana og fjöllin á Þingvöllum og gaf þeim fræð- andi bækur með fallegri áritun. Ég kveð kæra tengdamóður mína með söknuði og votta af- komendum hennar og systrum djúpa samúð. Eygló Guðmundsdóttir. HINSTA KVEÐJA Langamma er hjá okkur öllum. Hún dó sunnudaginn 13. september 2015 og er hjá Guði og elskaði okkur út af líf- inu. Hún er hetjan okkar allra og við elskuðum hana líka. Andri Þór, níu ára.  Fleiri minningargreinar um Ranjnveigu I. E. Löve bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 ✝ Auður Frið-riksdóttir fæddist í Reykjavík 16. september 1949. Hún lést 10. september 2015. Foreldrar Auðar voru Friðrik H. Sigurðsson, f. 11. febrúar 1914, d. 29. febrúar 2000, og Guðríður Lilja Guð- mundsdóttir, f. 13. ágúst 1924, d. 22. janúar 2010. Eiginmaður Auðar var Jón Einarsson, f. 9. júní 1948, d. 5. maí 2011. Dóttir Auðar og Jóns er María Ósk, f. 31. október 1976, hennar maki er Stefán Kjart- ansson, f. 23. nóv- ember 1968. Börn þeirra eru Daníel Þór, f. 10. maí 1997, Auður Jóna, f. 14. júlí 2005, Einar Ingi, f. 19. júlí 2011, og Ingibjörg Lilja, f. 10. desember 2012. Auður vann ýmis störf gegnum ævina en síðustu 18 árin vann hún á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ. Útförin fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins í dag, 24. september 2015, kl. 14. Í dag verður borin til grafar Auður Friðriksdóttir, starfsmað- ur í Skógarbæ. Ár er síðan Auður fór í leyfi þar sem hún átti að byrja í lyfjameðferð vegna veik- inda sinna. Fyrstu mánuðina virtist sem meðferðin hefði tilætl- uð áhrif, Auður bar sig vel og var full bjartsýni, en í lok sumars var ljóst að ekki yrði ráðið við meinið og meðferð var hætt. Ég hitti Auði skömmu áður en hún lést, hún ræddi við mig um sjúkdóm- inn og vissi greinilega að hverju stefndi. Auður kom til starfa í Skóg- arbæ fljótlega eftir að starfsemi hófst 1997, hún byrjaði að vinna við ræstingar en var síðan með umsjón þvottahúss frá því að það var opnað allt til dauðadags. Á tímabili stjórnaði hún bæði þvottahúsi og ræstingum. Auður var mjög vinnusöm og ósérhlífin, nákvæm í sínum störfum og skil- aði vel öllu því sem henni var falið að gera. Hún gerði kröfu til starfs- manna sinna um að vinna vel þau verk sem þeim voru falin en hún hlúði líka vel að þeim, ef þannig stóð á gengu þeir fyrir og hún lét sjálfa sig mæta afgangi. Auður var mjög hreinskilin, lá ekki á skoðunum sínum og lét heyra í sér ef hún var ekki sátt við hlut- ina en hún tók vel á málum og fann lausnir. Auður missti eigin- mann sinn, Jón, fyrir fjórum ár- um en hann hafði þá verið sjúk- lingur til marga ára. Lífið hennar snerist um að hlúa að og hugsa um Jón, hún stóð eins og klettur við hlið hans í veikindum hans. Einkadóttir þeirra er María og voru þær mæðgur mjög nánar, Auður var alltaf reiðubúin að rétta henni hjálparhönd með börnin, en barnabörnin eru fjög- ur. Tvö elstu hafa verið mikið hjá ömmu sinni en henni þótti miður að hafa ekki haft heilsu til að kynnast betur þeim yngri. Það er skrítið að kveðja sam- starfskonu eftir öll þessi ár. Ég vil þakka Auði fyrir hennar góðu störf gegnum árin; það var gott að geta treyst henni fyrir þeim verkefnum sem hún sinnti og hún var sannarlega traustsins verð. Ég votta Maríu og fjölskyldu hennar samúð mína á þessari erf- iðu stundu. Hrefna Sigurðardóttir. Auður Friðriksdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNASÍNA ÞRÚÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Fremri-Hjarðardal í Dýrafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Grund 17. september. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 29. september kl. 13. . Steinar Gunnarsson Margrét Björgvinsdóttir Styrmir Gunnarsson Börkur Gunnarsson María Jónsdóttir Gunnar Steinarsson Janne Andreasen Þrúður Steinarsdóttir Orri Steinarsson Hlynur Steinarsson Johanna Stumm Gunnar Freyr Barkarson Freyja Barkardóttir Steinar Stefánsson Mette Dahlman Christensen Ísey Orradóttir Lightart Salka Sofie H. Steinarsd. Nói Orrason Ligthart Merle Röttger Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA GRÓA SIGURÐARDÓTTIR, fyrrverandi borgarfulltrúi, Sléttuvegi 31, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 17. september síðastliðinn. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 29. september klukkan 13. . Guðmundur Jónsson, Ingunn G. Guðmundsdóttir, Magnús Andrésson, Sigurður Guðmundsson, Guðný Ívarsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Jóhann Gíslason, Auður Björk Guðmundsdóttir, Ægir Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KETILL VILHJÁLMSSON, fyrrv. bifreiðastjóri, Túngötu 5, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 21. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 1. október klukkan 13. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á styrktarsjóð Kirkjuvogskirkju í Höfnum, 0542-26-2902, kt. 690169-0299. . Magnús Ketilsson, Auður Tryggvadóttir, Sigurgísli Ketilsson, Halldóra Jóhannesdóttir, Páll Ketilsson, Ásdís B. Pálmadóttir, Valur Ketilsson, Hjördís Hilmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR, GULLÝ, Hamraborg 14, Kópavogi, lést á heimili sínu sunnudaginn 20. september. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 30. september klukkan 13. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. . Gunnar Már Óskarsson, Brynhildur S. Óskarsdóttir, Óskar Elvar Óskarsson, Charlotte Vest Pedersen, Óskar Finnur Gunnarsson, Harpa Sif Arnarsdóttir, Bryndís Gunnarsdóttir, Steingrímur Sigurðarson, Daði Freyr Gunnarsson, Leifur Óskarsson, Karen Ósk Björnsdóttir, Kristján Már Óskarsson, Ísak Funi, Hrafn og Hjörtur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.