Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015
Bergljót Friðriksdóttir
beggo@mbl.is
„Í mínum huga er fiskur lang-
bestur í einfaldleika sínum, þegar
honum er ekki drekkt í sósu, og
því skemur sem hann stoppar á
pönnunni þeim mun ljúffengari er
hann,“ segir Þórir Bergsson mat-
reiðslumaður sem opnaði veitinga-
staðinn Bergsson RE á 2. hæð í
húsi Íslenska sjávarklasans við
Grandagarð síðastliðið sumar.
„Hér við höfnina leggjum við höf-
uðáherslu á fisk og sjávarfang og
matseðillinn mótast af því hvað er
ferskast hverju sinni. Fiskinn fæ
ég beint frá fisksala, hann er ein-
göngu af línubátum og handflak-
aður og gæðin leyna sér ekki.“
Fiskur dagsins er eðli málsins
samkvæmt alla daga í aðal-
hlutverki á matseðlinum á Bergs-
son RE, en krabbahamborg-
ararnir njóta líka mikilla
vinsælda, að sögn Þóris. „Þeir eru
gerðir úr sérveiddum íslenskum
grjótkrabba sem er mikið lostæti.
Við matreiðum hann í fleiri út-
færslum og bjóðum til dæmis upp
á krabbasamlokur, ásamt „surf
and turf“ þar sem krabbinn mætir
rifnum svínabóg. Meðlætið með
fisknum og rétti dagsins skiptir
ekki síður máli og nú fer í hönd
skemmtilegur tími með haust-
uppskerunni frá íslenskum græn-
metisbændum; nýuppteknum
kartöflum og brakandi fersku rót-
argrænmeti sem við framreiðum
ýmist eldað eða hrátt.“
Heillandi umhverfi
Þórir hefur rekið veitingastað-
inn Bergsson mathús í Templ-
arasundi frá 2013 og aðspurður
segir hann Bergsson RE byggja
á sömu hugmyndafræði, þar sem
hráefnið sé hollt, ferskt og úr
nærumhverfinu. „Hér snýst auð-
vitað allt um fisk og það gefur
tóninn í eldhúsinu í byrjun dags
að horfa á eftir bátunum á leið-
inni á veiðar. Út um gluggann
blasir við lífið í Reykjavíkurhöfn
og það er frábært að vinna í
þessu umhverfi.“
Bergsson RE er kaffihús og
hádegisverðarstaður, opinn alla
virka daga frá klukkan 10 til 16.
Jafnframt er veitingastaðurinn
leigður út með allri þjónustu fyrir
einkasamkvæmi, á kvöldin og um
helgar.
„Á morgnana bjóðum við upp á
léttan morgunverð, meðal annars
grænan djús og gríska jógúrt, að
ógleymdu súrdeigsbrauðinu sem
við bökum sjálf og er algjörlega
ómissandi. Á hádegismatseðlinum
er auk fiskrétta alltaf réttur
dagsins, spínatlasagne, súpa og
salat.
Staðurinn er hugsaður fyrir
vinnandi fólk sem hefur takmark-
aðan tíma í hádeginu, vill fá góð-
an mat afgreiddan fljótt og njóta
hans í notalegu umhverfi með
besta útsýnið í bænum. Það er
mjög ánægjulegt hvað viðtökur
hafa verið góðar. Í hádeginu
koma hingað allt frá 70 og upp í
100 manns og langflestir setjast
niður og njóta matarins; einstaka
viðskiptavinur er á hraðferð og
tekur matinn með sér úr húsi.
Mér finnst gaman að segja frá
því að við gerum vel við okkar
kúnna, maturinn er vel útilátinn
og við reynum að halda verðinu
sanngjörnu.“
Vínyll á fóninum
Hönnun veitingastaðarins
Bergsson RE er einföld og stíl-
hrein, þar sem skírskotað er til
útgerðar og lífsins við höfnina
með ýmsum hætti og mikið lagt
upp úr þægilegu og afslöppuðu
andrúmslofti. „Við hönnuðum
staðinn í sameiningu, ég og for-
svarsmenn Íslenska sjávarklas-
ans, og nutum ráðgjafar Milju
Korpela, sem er þeirra yfirhönn-
uður,“ segir Þórir.
„Langborðin hér inni setja
sterkan svip á veitingastaðinn en
hugmyndin er fengin úr frysti-
húsum landsins. Púðar í sófum,
sérhannaðir Milja fyrir Bergsson
RE, en þeir minna á siglingafána
og eru unnir úr efni sem er notað
í skipaiðnaði, og loftljósin, eftir
Kristbjörgu Guðmundsdóttur leir-
listakonu, eru postulínsafsteypur
af gömlum nótakúlum.“
Úti í einu horninu á Bergsson
RE má sjá forláta plötuspilara
sem Þóri áskotnaðist fyrir mörg-
um árum og hefur ákveðnu hlut-
verki að gegna. „Við skellum
gjarnan vínylplötu á fóninn, þann-
ig skapast ljúf og þægileg stemn-
ing sem matargestir kunna vel að
meta. Tónlistin er úr ýmsum átt-
um en við spilum þó aðallega
franska harmonikkutónlist,
Johnny Cash, Police og gömlu
plöturnar með Rolling Stones.“
Gott í jólabröns
Aðspurður segir Þórir von á
nýjungum á Bergsson RE því nú
styttist í jólin. „Við ætlum að
bjóða upp á jólabröns frá og með
20. nóvember, alla föstudaga,
laugardaga og sunnudaga, milli
klukkan 11.30 og 16. Við setjum
þá saman glæsilegt jólahlaðborð
sem er sniðið fyrir alla fjölskyld-
una, bæði börn og fullorðna, og
hægt verður að panta borð fyrir
hópa.
Fiskmeti verður auðvitað áber-
andi í jólabrönsinum, svo sem
síld, lax og humarpaté, ásamt
ýmsu öðru sjávarfangi. Einnig
verðum við með fjöldann allan af
hátíðlegum réttum, bæði kjöt og
grænmeti. Við höfðum líka hugsað
okkur að hefja rækjukokteilinn
aftur til vegs og virðingar, þenn-
an klassíska með sítrónusneið og
bleikri sósu.“
Matur á Hlemmi
Þórir hefur áralanga reynslu af
veitingahúsarekstri, þar sem hann
hefur alltaf haldið sig á hollustu-
línunni, og hann segir miklar já-
kvæðar breytingar hafa orðið á
matarvenjum Íslendinga hin síð-
ari ár. „Nú eru nýir og spennandi
tímar. Fólk gerir miklu meiri
kröfur en áður um hollan, hreinan
og góðan mat og helst þarf hann
að vera úr nærumhverfinu. Við
viljum vita hvað við látum ofan í
okkur og hvaðan maturinn kemur.
Það er einmitt þetta sem við höf-
um haft að leiðarljósi í Bergsson
RE; matargestir vilja ferskan
fisk, íslenskt grænmeti, innlenda
framleiðslu.
Hugmyndin að stofnun matar-
markaðar á Hlemmi er í takt við
breytta matarmenningu á Íslandi.
Markaðurinn er spennandi verk-
efni í þróun á vegum Reykjavík-
urborgar, sem ég vinn að í sam-
starfi við Íslenska sjávarklasann,
Ólaf Örn Ólafsson framreiðslu-
mann og Leif Welding hönnuð.
Þetta nýjasta verkefni mitt er af-
ar skemmtilegt og skref í þá átt
að breyta matarinnkaupum í per-
sónulega og ánægjulega upp-
lifun.“
Sjórinn í seilingarfjarlægð
Á Bergsson RE, nýjum veitingastað Þóris Bergssonar matreiðslumanns við Grandagarð, geta matargestir átt notalega stund
og gætt sér á nýveiddum fiski, grjótkrabba og ýmsu góðgæti um leið og þeir virða fyrir sér lífið við höfnina og njóta útsýnisins
Hnossgæti „Á morgnana bjóðum við upp á léttan morgunverð,
meðal annars grænan djús og gríska jógúrt, að ógleymdu súr-
deigsbrauðinu sem við bökum sjálf og er algjörlega ómissandi.“
Sjávarstíllinn Hönnun veitingastaðarins Bergsson RE er
einföld og stílhrein, þar sem skírskotað er til útgerðar og
lífsins við höfnina með ýmsum hætti, eins og hér má sjá.
Morgunblaðið/Eggert
Stemning „Hér snýst allt um fisk; út um gluggann blasir við lífið í Reykja-
víkurhöfn og það gefur tóninn í eldhúsinu í byrjun dags að horfa á eftir bát-
unum á leiðinni á veiðar,“ segir Þórir Bergsson matreiðslumaður og eigandi
Bergsson RE um reksturinn og lífið á Grandagarði.
Meðlætið „Það skiptir ekki síður máli og nú fer í hönd
skemmtilegur tími með haustuppskerunni,“ segir Þórir Bergs-
son um meðlætið sem setur fullkomnar góða máltíð.
MATUR
Verið alltaf velkomin í Kolaportið!
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17.
Næg bílastæði við
Kolaportið
Það liggja allar leiðir til okkar – veldu þína!
Kolaportið
er umkringt af
bílastæðahúsum.
Vesturgata · Mjóstræti
Fjöldi stæða 106
Ráðhúsið · Tjarnargata 11
Fjöldi stæða 130
Traðarkot · Hverfisgata 20
Fjöldi stæða 270
Kolaportið · Kalkofnsvegur 1
Fjöldi stæða 270
K
V
IK
A