Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 82
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Það er efnafræðitími í eyði-mörkinni. Hópur mannahefur safnast saman. Þeirblanda saman efnum. Gufur stíga upp úr stórri tunnu. Þeir eru að búa til metamfetamín. Eitrið er ætlað á markað í Banda- ríkjunum. Mennirnir eru með grímu eða klút fyrir andlitinu. Einn hefur orðið. Við erum venjulegir menn, bara fátækir, segir hann. Bætir við að annars væri hann sennilega í venjulegri vinnu eins og myndatöku- maðurinn, sem er að mynda hann. Þeir vita að það sem þeir gera veld- ur tjóni. Aðstæður bjóða bara ekki upp á annað og þannig verður það, ef guð lofar. Áhorfandinn fær nánast samúð með þessum unga efnafræðingi. Hann er hins vegar hluti af glæpa- hring, sem er eins og ríki í ríkinu og hefur sett lífið í héraðinu Michoacan í Mexíkó á annan endann. Þeir kalla sig Los Caballeros Templarios, Musterisriddarana. Kvikmyndin Cartel Land ein- blínir hins vegar ekki á glæpahring- ina, heldur tvo einstaklinga, sem hafa ákveðið að spyrna við fótum og taka lögin í eigin hendur fyrst verðir laganna hafa brugðist. Tóku lögin í sínar hendur Tim „Nailer“ Foley er fyrrverandi hermaður og eiturlyfjafíkill. Nú leit- ar hann uppi eiturlyfjasmyglara við landamæri Mexíkó og leitast við að „framfylgja lögunum þar sem eru engin lög“, eins og hann orðar það. Í upphafi fór hann af stað til að stöðva för þeirra, sem smygla sér yfir landamærin í leit að vinnu, eftir að hann gat sjálfur ekki fundið sér vinnu vegna þess að störfin fóru til ólöglegra innflytjenda. Þegar hann sá ítök eiturlyfjagengjanna ákvað hann hins vegar að beina kröftum sínum gegn þeim. Foley er oftast einn og hann og félagar hans virðast vera algerlega út af fyrir sig og fara sínu fram óá- reittir og einir á báti. Þeir þurfa hvorki að hafa áhyggjur af lögreglu né öðrum íbúum í strjálbýlinu. Öðru máli gegnir með hreyfingu læknisins Joses Manuels Mireles Valverde í Michoacan, Autodefensa eða Sjálfsvörn. Hann á harma að hefna. Musterisriddararnir rændu honum og myrtu nokkra ættingja hans. 2013 fór hann af stað og undir forustu hans hafa borgarar snúið bökum saman um að ráðast gegn eiturlyfjahringnum, sem er með samfélagið í herkví. Mireles verður þjóðþekktur, en hreyfing hans er ekki óumdeild og liðsmenn hans gagnrýndir fyrir að hegða sér eins og gengin. Baráttan gegn spillingu er ekki ónæm fyrir spillingu. „Við megum ekki verða glæpamennirnir, sem við berjumst gegn,“ segir hann. Cartel Land er mögnuð mynd. Leikstjóri myndarinnar, Matthew Heineman, hefur litlar áhyggjur af hinu stóra samhengi. Hann þylur ekki upp tölur látinna í stríðinu gegn eiturlyfjum. En hryllingurinn skín í gegn. Sýnt er frá jarðarför hátt á annan tug manna, sem gengið myrti vegna þess að plantekrueigandi vildi ekki borga verndartoll. „Þeir gripu um litla fætur smábarnanna og slengdu þeim í grjótið,“ segir að- standandi grátandi. Stjórnvöld eru ráðþrota, almenn- ingur fullur örvæntingar og hvað er þá til bragðs? Í einu atriði myndarinnar sést hvar mexíkanski herinn ætlar að af- vopna sjálfsvarnarliðið. Almenning drífur að og gerir hróp að hernum. Að endingu láta hermennirnir liðs- menn Mireles fá vopnin sín aftur og hverfa á braut. Óhugnaður og spenna Í öðru atriði þegar samtökin eru orðin fjölmennari og blettur kominn á orðsporið ætlar staðgengill Mir- eles, sem hefur viðurnefnið „Pabbi Strumpur“, að ávarpa bæjarbúa. Einn þeirra hefur upp raust sína og segir að sjálfsvarnarliðið geti ekki tekið lögin í sínar hendur, það fari með yfirgangi og sé á endanum engu betra en glæpamennirnir. Rík- ið eigi að tryggja að lögunum sé framfylgt. Þessi atriði gætu verið beint úr grískum harmleik. Cartel Land er bæði óhugnanleg og spennandi. Hinir sjálfskipuðu laganna verðir, Mireles og Foley, eru báðir forvitnilegir. Mireles hefur þokka stjórnmálamannsins, sem getur hrifið fólk með sér. Foley er einfarinn, með stingandi augnaráð og meitlaða andlitsdrætti, og gæti rétt eins verið hetja úr gömlum vestra, en nærtækara er að setja hann í flokk með þeim jaðar- mönnum, sem sagt hafa sig úr lög- um við samfélag og einangrað sig með alvæpni. Í Cartel Land er sögð saga úr öm- urlegu stríði, sem hefur kostað allt of mörg mannslíf og ekkert virðist geta stöðvað. Sagan af baráttu Mir- eles er sérlega sterk og hefur Heineman náð ótrúlegum myndum af vettvangi. Gerð myndarinnar hef- ur ekki verið hættulaus, en útkoman er sérlega áhrifarík. Vígaslóðir Liðsmaður mexikönsku sjálfsvarnarsamtakanna Autodefensa, sem skorið hafa upp herör gegn eiturlyfjahringnum Musterisriddararnir í héraðinu Michoacan í Mexikó, stendur vörð með brugðna byssu. Riff Bíó Paradís Land glæpahringjanna/Cartel Land bbbbn Leikstjóri: Matthew Heineman. Tungumál: Enska og spænska. Mexíkó, Bandaríkin. 98 mín. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Gegn valdi glæpahringja Bíó Paradís: Fim 24. sept., kl. 21:30, mán 28. sept., kl. 19:30, spurt og svarað, fös 2. okt., kl. 22:15. Á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, er sérstakur flokkur íslenskra stuttmynda. Sýndar verða sextán kvikmyndir eftir unga leikstjóra af báðum kynjum, og er í öllum tilvikum um að ræða frumsýningu stutt- myndanna á Íslandi. Aðstand- endur bestu íslensku stuttmynd- arinnar hljóta viðurkenningu sem veitt er í minningu Thors Vil- hjálmssonar. Valdar myndir úr flokki íslenskra stuttmynda verða síðan kynntar af RIFF á erlend- um hátíðum. Stuttmyndir á RIFF Verðlaunamynd Þórður Pálsson hlaut hin virtu Nordic Talent Prize fyrir stuttmynd sína Brothers sem er ein íslensku stuttmyndanna á RIFF. Skráðu þig í Safnarann og þú gætir eignast eigulegt listaverk að andvirði allt að 400.000 kr. Svona eignast þú listaverk • Þú leggur inn 1.000 kr. eða meira í Safnarasjóðinn mánaðarlega. • Þú ferð í pottinn og á Menningarnótt eru heppnir safnarar dregnir út. • Í úrvalspottinum er fjöldi listaverka eftir marga af fremstu listamönnum þjóðarinnar. • Heildarverðmæti listaverkanna er á þriðju milljón króna. • Þú getur margfaldað líkurnar á að komast í úrvalspottinn með því að greiða hærri upphæð. • Sé númerið þitt ekki dregið út getur þú notað inneignina til að fá listaverk eða tekið inneignina þína út í formi gjafabréfs. • Upphæðin sem þú leggur inn tapast aldrei. Frekari upplýsingar og skráning á heimsíðunni okkarwww.safnarinn.is Samstarfsaðilar Safnarans eru:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.