Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 84
84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 ER KOMINN TÍMI Á SJÓNMÆLINGU? Traust og góð þjónusta í 19 ár Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18 ERNA Skipholti 3 - Sími: 552 0775 www.erna. is Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Það er nú eða aldrei! 1ct demantshringur (IP1) 1.000.000,- 0.50ct demantshringur (HS1) 400.000,- 0.25ct demantshringur (HS1) 200.000,- „Það verður engin lognmolla á þessum tónleikum. Það verður teflt á tæpasta vað,“ segir Sigrún Eð- valdsdóttir fiðluleikari sem kemur fram á fyrstu tónleikum Kammer- músíkklúbbsins í vetur í Norður- ljósasal Hörpu nk. sunnudag kl. 19.30. Með Sigrúnu koma fram Pascal La Rosa á fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu og Sigurgeir Agnarsson á selló. Á efnisskránni eru strengjakvartett í d-moll op. 56 eftir Jean Sibelius og strengja- kvartett nr. 6 í f-moll op. 80 eftir Felix Mendelssohn. Spurð um valið á strengjakvart- ettunum tveimur segir Sigrún að stjórn Kammermúsíkklúbbsins hafi valið kvartettinn eftir Sibelius en hún hafi valið kvartettinn eftir Mendelssohn. „Í desember nk. verða liðin 150 ár frá fæðingu Sib- eliusar og því fannst stjórninni til- valið að flytja verk eftir hann. Þessi kvartett er mikið virtúósastykki. Á köflum hljómar verkið ólíkt öðru höfundarverki Sibeliusar, en stund- um er hins vegar eins og við séum að spila sinfóníu nr. 7 eftir hann,“ segir Sigrún og rifjar upp að hún hafi spilað kvartettinn fyrir um áratug. „Þá var Youtube ekki kom- ið í gagnið eins og nú og því urðum við að finna upp hjólið varðandi hvað virkaði best í útfærslu. En í dag er hægt að leita sér innblásturs bæði á Youtube og Spotify, sem er mikill munur því áður voru upp- tökur bara aðgengilegar á plötum og diskum.“ Að sögn Sigrúnar heldur stjórn Kammermúsíkklúbbsins nákvæmt bókhald yfir þau verk sem flutt hafa verið á vegum klúbbsins. „Samkvæmt þeirra bókhaldi hefur aðeins einn kvartett eftir Mendels- sohn verið fluttur og því bað stjórn- in mig að velja verk eftir hann,“ segir Sigrún og bendir á að hún sé alveg heilluð af verkinu sem flutt verður á tónleikunum. „Þessi kvart- ett er æðislegur, en líka rosalega erfiður og krefjandi,“ segir Sigrún og tekur fram að bæði verk tón- leikanna séu mjög áheyrileg. silja@mbl.is Kammermúsík Þórunn Ósk Marinósdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Sigurgeir Agnarsson og Pascal La Rosa koma fram á fyrstu tónleikum klúbbsins. „Engin lognmolla“ Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Teiknimyndasögur eru vanmetin listgrein á Íslandi en hingað til hafa fáar íslenskar sögur komið út á þessu áhugaverða formi. Jón Páll Halldórsson, betur þekkt- ur sem Jón Páll flúrari, og félagi hans Þórhallur Arn- órsson ætla að bæta úr því en þeir vinna um þessar mundir að teiknimyndasögunni Vargöld. „Þetta er svo kölluð „graphic novel“, þ.e. við gefum þetta út í harðkápu og stíllinn er nær því formi sem þekkist í Evrópu en Bandaríkj- unum,“ segir Jón Páll en munurinn er helst sá að teikningarnar eru ná- kvæmari og meira lagt upp úr smá- atriðum en í hinni klassísku banda- rísku teiknimyndasögu. „Kannski má lýsa þessu með þeim hætti að við séum að taka skáldsögu og segja hana á myndrænan hátt þar sem við leyfum teikningunum að sýna aðstæður og svipbrigði sögu- persóna og gefa innsæi í tilfinningar þeirra. Þetta form lendir því kannski mitt á milli hefð- bundinnar teiknimyndasögu og skáldsögu.“ Heildstæð saga goðanna Vargöld er saga norrænu guðanna eða goðanna en sagan fjallar um norræna goðafræði á eins heild- stæðan hátt og höfundunum er auðið að sögn Jóns Páls. „Þórhallur hefur lokið ýmsu námi við Háskóla Ís- lands og nú síðast lagði hann þar stund á norræna goðafræði. Hann tryggir að sagan sé sem heildstæðust og nákvæmust. Unnið er út frá þeim frumheimildum sem liggja fyrir í fornritunum og reynt að halda eins mikla tryggð við þær frásagnir og mögulegt er auk þess sem skapaðar persónur eru notaðar til aðstoðar,“ segir hann. Áhersla á nákvæma frásögn og tryggð við fornar heimildir er svo mikil að þeir Jón Páll og Þórhallur veltu því fyrir sér á hvoru auganu Óðinn væri blindur. „Já, það er rétt. Við veltum því fyrir okkur en heim- ildir segja ekkert um það svo við getum í raun ákveðið það sjálfir. Þá er kannski rétt að nefna að við sköpum persónur sem eru notaðar til aðstoðar og hjálpa okkur að segja söguna. Lesendur byrja t.d. að sjá söguna frá sjónarhóli gamals víkings, sem deyr í orrustu og fer til Valhallar.“ Nokkurra binda saga Ætlunin er að segja alla sögu goðafræðinnar frá byrjun til endaloka. Það er ekki gert í einu hefti eða einni bók að sögn Jóns Páls. „Hver bók er um sextíu síður og hefur miklu verið varið í að gera söguna eins vandaða og auðið er. Því má búast við að þetta verði fjórar eða fimm bækur og kemur sú fyrsta út núna í haust.“ Útgáfan er ekki gefins og til að fjármagna bæði út- gáfu sögunnar og markaðssetningu hafa þeir félagar komið af stað hópfjármögnun. Það er mikið verk að gefa út margra binda verk sem þetta en Jón Páll von- ar að fjármögnunin komi þeim eitthvað áfram svo og reynsla þeirra í auglýsinga- og tölvuleikjaheiminum. „Við sækjum í reynslu okkar bæði í agulýsinga- og tölvuleikjaheiminum. Ég starfaði sjálfur hjá CCP við EVE online-tölvuleikinn en þar vann ég við hönnun og útlit persóna. Einnig vann ég um árabil hjá Latabæ sem yfirhönnuður,“ segir Jón Páll en hann er þó kannski þekktastur fyrir að vera einn lengst starfandi húðflúrlistamaður landsins en hann starfar við þá iðn á Spáni í dag, nánar tiltekið Barcelona. Þórhallur hefur heldur ekki setið auðum höndum og getur sótt í reynslubankann eins og Jón Páll í þessu verkefni. „Þórhallur liggur ekki bara yfir norrænu goðafræð- inni. Hann hefur lengst af fengist við skrif og hug- myndavinnu við auglýsingar og starfað við það hjá nokkrum af auglýsingastofum bæjarins. Þá starfaði hann um árabil sem vörumerkisstjóri Latabæjar. Núna er hann búsettur í Berlín og starfar við mark- aðssetningu á tölvuleikjum fyrir samskiptamiðla.“ Dramatík Mikið er lagt upp úr myndefninu. Íslensk teiknimynda- saga í nokkrum bindum  Jón Páll flúrari og Þórhallur Arnórsson vinna saman að fyrstu stóru íslensku teiknimyndasögunni, Vargöld Þrumuguðinn Þór er mikið heljarmenni í Vargöld. Jón Páll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.