Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 73
MINNINGAR 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 ✝ Birgir Eydalfæddist 1. nóv- ember 1925 á Ak- ureyri. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 14. sept- ember 2015. Foreldrar hans voru Ingimar Ey- dal, kennari og rit- stjóri, f. 7. apríl 1873, d. 28. desem- ber 1959, og kona hans Guðfinna Jónsdóttir húsmóðir, f. 17. september 1881, d. 23. september 1956. Birgir var yngstur sinna prentverki allan sinn starfsferil, m.a. í Prentverki Akraness, Prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri og Félags- prentsmiðjunni, en lengst af starfaði hann hjá prentsmiðju Þjóðviljans og prentsmiðju Sam- bandsins, þar sem hann lauk starfsferli sínum. Árið 1958 kvæntist Birgir Selmu Jóhannsdóttur, f. 1937, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Agnes, f. 1958, líffræðingur. 2) Hákon, f. 1959, múrarameistari. 3) Þorvaldur (Orri), f. 1963, kjöt- iðnaðarmaður. 4) Stefán, f. 1972, tölvunarfræðingur. Barnabörnin eru níu og langafabarn er eitt. Útförin verður gerð frá Foss- vogskapellu í dag, 24. september 2015, kl. 13. systkina, en þau voru: Hörður Ólaf- ur, f. 1909, d. 1976, Margrét Hlíf, f. 1910, d. 1977, Brynjar Víkingur, f. 1912, d. 1995, Þyri Sigfríður, f. 1917, d. 2009. Birgir nam prentnám í Prent- verki Odds Björns- sonar á Akureyri og lauk þar námi sem prentari 1943. Hann sótti einnig nám- skeið Bókiðnskólans í Kaup- mannahöfn 1948. Birgir vann að Pabbi minn hafði þá náðargáfu að geta sagt skemmtilega frá mönnum og málefnum, hann gerði frásagnir lifandi og oft spaugilegar. Gott skap og kímni- gáfa voru hans aðal. Því var það oftar en ekki að fólk settist niður með honum með kaffibolla eða eitthvað sterkara til þess að hlusta á sögur og gera að gamni sínu. Hann vann við prentverk alla sína tíð og oft var glatt á hjalla í vinnunni, kjallarinn í gamla Sam- bandshúsinu var vinsæll við- komustaður margra, en þar réðu pabbi og Brandur ríkjum og skemmtu sér og gestum og gang- andi. Pabbi var mjög liðtækur bridge-spilari og tók þátt í liða- keppnum og mótum á sínum tíma. Hann bjó á Lindargötunni áður en hann fór á hjúkrunar- heimilið Sunnuhlíð. Þar voru miklir bridge-spilarar á sama tíma og var oftar en ekki spilað klukkutímum saman daglega með tilheyrandi athugasemdum og endurskoðun eftir hvern hring. Þegar litið er yfir farinn veg er margs að minnast og upp úr standa tjaldútilegur víða um land og sumarbústaðaferðir í Laugar- dalinn. Alltaf var gott veður í end- urminningunni, nema þegar við þurftum að pakka saman í hvelli um miðja nótt í Hljóðaklettum þar sem gerði úrhellisrigningu og vegurinn upp á þjóðveginn var moldarvegur sem varð fljótt að einu allsherjar foraði og ófær, við rétt sluppum, þetta var líka æv- intýri. Akureyrarferðirnar að sumri standa þó alveg upp úr og hafa yfir sér ákveðinn ljóma, að hitta allt frændfólkið, það var allt- af glatt á hjalla, yndisleg matar- boð og endalaus hlýja og gleði. Pabbi var reffilegur á velli og bar sig alla tíð mjög vel. Hann kom ávallt til dyranna eins og hann var klæddur en þrátt fyrir galsa og glettni út á við var hann í raun mikill prívatmaður með sig og sitt. Það hefur gengið á ýmsu á langri ævi, en upp úr standa góð- ar stundir og glettinn svipur. Hafðu þökk fyrir allt, blessuð sé minning þín. Agnes. Hann Birgir tengdafaðir minn er allur. Hann hlaut friðsælt and- lát hinn 14. september sl. Birgir var borinn og barn- fæddur Akureyringur og sleit þar barnsskónum. Sem ungur maður stundaði hann íþróttir og útivist og þótti mjög efnilegur sundmað- ur og gekk yfir Kjöl svo eitthvað sé nefnt. Tónlistin var honum í blóð borin og lærði hann á klarin- ett og lék í lúðrasveitum, bæði norðan og sunnan heiða. Hann tók þátt í síldarævintýrinu og stundaði sjóinn um tíma. Aðal- starf hans var þó alla tíð prent- verk og lærði hann þá iðngrein á Akureyri en vann að henni að mestu í Reykjavík. Ég kynntist Birgi fyrst fyrir rúmum aldar- fjórðungi þegar við Agnes dóttir hans fórum að vera saman og varð seinna konan mín en mestu kynni mín af honum voru þó ekki fyrr en Birgir var kominn á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð hér í Kópavoginum. Þangað lágu oft leiðir okkar Agnesar og þar ræddum við Birgir um alla heima og geima enda vel fróður um flest málefni mannsandans. Hann var ævinlega hnyttinn í tilsvörum og kunni að segja skemmtilega frá og gera frásögnina vel lifandi. Hann vissi vel að hverju stefndi og tók því með sinni stóísku ró og talaði um ferðina löngu sem hann væri að fara í. Og nú er hann far- inn í ferðina löngu og sofnaður svefninum langa eftir nær níutíu ára veru hér á þessari jörð. Hvíl í friði Birgir minn. Sigurkarl (Kalli) tengdasonur. Vorið sem ég útskrifaðist úr skóla fór ég að vinna á Þjóðvilj- anum. Meðal annarra verkefna sem ég hafði var símavarsla. Eitt sinn var hringt og spurt um Lilla Ingimars, ég kannaðist ekkert við þá persónu en fékk að vita að Lilli Ingimars og Birgir Eydal væru einn og sami maður. Daginn eftir kom Birgir upp á skrifstofu til að gera grein fyrir sér. Þar sem hann stóð í dyrunum vissi ég allt í einu að þarna stóð maðurinn í lífi mínu, maðurinn sem ég mundi lifa lífinu með. Og þannig varð það. Við gengum í hjónaband og eignuðumst fljótt þrjú börn, seinna kom fjórða barnið. Við keyptum íbúð í Vesturbænum til- búna undir tréverk, eins og þá tíðkaðist. Með hjálp vina og vandamanna og handlagni Birgis var hægt að flytja inn og hefja dagleg störf. Birgir vann mikið, prentaði t.d. Þjóðviljann á nótt- unni og seinna Alþýðublaðið. Hann var flinkur í sínu fagi og gjarnan kallaður til ef vel átti að vanda til verka, t.d. vegna útgáfu betri tímarita o.fl. Lífið gekk sinn vanagang við leik og störf og af- borganir af lánum og standa í skilum við hússjóðinn og annað sem viðkemur heimilisrekstri og allt gekk upp. Lífið var gott. Seinna eignuðumst við Skoda og fórum að ferðast um landið í sum- arfríum. Með börnin í aftursæt- inu, Belgjagerðartjaldið og prím- us nutum við lífsins í útilegum. Þessar ferðir enduðu alltaf á Ak- ureyri hjá systrunum á Gils- bakkaveginum þar sem gist var í góðu yfirlæti og svo hófust matar- og kaffiboð hjá bræðrunum og þeirra fjölskyldum. Saman fóru svo fjölskyldurnar á þremur eða fleiri bílum í „konvoj“ í Mývatns- sveit. Oft var gist og dvalið í Vaglaskógi. Þá var sól í hjarta og sól í sinni, gleði og gaman. En svo komu brestir í hjónabandið og eftir tuttugu ára sambúð slitum við sambúðinni. Með fjögur börn og hóp af barnabörnum hlutum við að hittast í afmælum og á há- tíðis- og tyllidögum og alltaf var gaman að hittast, segja sögur og hlæja. Ég kveð góðan mann með þakklæti fyrir allar þær ljúfu og skemmtilegu stundir sem við átt- um saman. Selma. Birgir Eydal ✝ Ásthildur Al-freðsdóttir fæddist 5. mars 1954. Hún lést 14. september 2015 á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi. Foreldrar henn- ar voru Alfreð Jústsson, f. 17. nóvember 1912, d. 8. febrúar 1985, og Hulda Helgadóttir, f. 7. september 1915, d. 28. sept- ember 2000. Eftirlifandi eig- inmaður Ásthildar er Þórhall- ur Birgir Jónsson, f. 14. ágúst 1950. Þórhallur er steinsmiður og vann frá unga aldri í steinsmiðjunni Mosaík sem hann síðan rak í tuttugu ár ásamt systradætrum sín- um. Foreldrar Þórhalls voru Systkini Þórhalls eru: Pála H. Jónsdóttir, eiginmaður Walt- er Ferrua Jónsson, Álfhildur Jónsdóttir, eiginmaður Þor- lákur Guðmundsson, Dag- björt Jónsdóttir, eiginmaður Sigurður Konráðsson. og Guðbrandur Jónsson, eig- inkona Dóra Sólrún Krist- insdóttir. Ásthildur fæddist og ólst upp á Seftjörn á Seltjarn- arnesi og bjó einnig nær alla sína ævi á Seltjarnarnesi. Eft- ir að skólagöngu lauk frá Mýrarhúsaskóla vann hún við skrifstofustörf í frystihúsinu Ísbirninum á Seltjarnarnesi, síðan í vefnaðarvöruverslun á Dunhaga og hún var einnig dagmamma í nokkur ár. Eftir að dóttirin fæddist var hún heimavinnandi. Ásthildur og Þórhallur kynntust ung að árum og giftu sig 23. sept- ember 1972. Ásthildur var mikil hannyrðakona og liggja eftir hana mörg slík verk. Útför Ásthildar fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 24. september 2015, kl. 13. Jón Frímannsson, f. 12. mars 1913, d. 6. júní 1994, og Auður Gísladóttir, f. 5. nóvember 1921, d. 22. nóv- ember 2013. Dótt- ir Ásthildar og Þórhalls er Gyða Þórhallsdóttir, f. 23. mars 1981. Hún er dokt- orsnemi í ferða- málafræði við Háskóla Ís- lands. Systkini Ásthildar eru: Jón Alfreðsson, sambýliskona Jóhanna Dóra Jóhannesdóttir, Gunnar Þór Alfreðsson, eig- inkona Katrín Weywadt Björnsdóttir, Baldur Al- freðsson, eiginkona Ingibjörg Magnúsdóttir, Helgi Már Al- freðsson, eiginkona Kristín Theodóra Hallgrímsdóttir. Elsku Ásta, frænka og vinkona, þú varst okkur svo kær, þú opn- aðir heimili þitt og Bigga fyrir okkur, við vorum alltaf velkomin. Ég kynntist þér þegar við vor- um að koma út á Nes að heim- sækja mömmu þína, hana Huldu ömmu hans Gunna. Og þegar við vorum að skreppa í bæinn með krakkana okkar litla var alltaf sagt: förum í heimsókn til Ástu frænku. Mér þótti svo vænt um að þú skyldir gefa mér armbandið sem þú fékkst eftir mömmu þína. Það var líka alltaf gaman að fá ykkur í heimsókn til okkar upp á Skaga. Mikið leituðum við til ykkar með að fá góð ráð og álit á hinu og þessu. Þær voru margar ferðirnar í bílskúrinn til Bigga. Eins ef verið var að gera eitthvað hér heima þá voruð þið boðin og búin að hjálpa. Þú sýndir okkur svo mikinn kær- leik og vináttu. Gegnum tíðina fórum við sam- an í margar útilegur og það elsk- uðum við öll og allar Danmerkur- ferðirnar okkar saman til Villu og Johns, við höfum ekki tölu á þeim en þær voru allar yndislegar og ógleymanlegar. Handavinna var þér hugleikin og þú hjálpaðir mér með svo margt og áttum við marg- ar stundirnar saman með prjón- ana. Þú áttir hugmyndina að matar- klúbbnum okkar góða, vorum við vinahópurinn saman, það voru gæðastundir, flottur veislumatur, mikið spjallað og prjónað. Þú tókst veikindum þínum af æðruleysi og kvartaðir aldrei, síð- asta ár var mjög erfitt hjá þér, þú varst mjög dugleg, þó að þú værir mikið veik komuð þið Biggi i síð- ustu útileguna þína, og vorum við saman á grænum baunum í júnílok. Elsku Ásta, við kveðjum þig með söknuði og þökkum þér fyrir allt og allt, fyrir ógleymanlegar og dýrmætar samverustundir og minningar sem við geymum í hjörtum okkar. Elsku Biggi og Gyða, missir ykkar er mikill. Sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og biðjum góðan Guð að vera með ykkur og styrkja. Steina Ósk, Gunnar og fjölskylda. Nú á þessu hausti þegar laufin og gróðurinn eru byrjuð að fölna og taka á sig annan lit er komið að kveðjustund. Margar minningar koma upp í hugann á svoleiðis stundum. Nú þegar við kveðjum Ástu, eins og við kölluðum hana alltaf í fjölskyldunni, leita á mig góðar og fallegar minningar um kynni okkar í rúm 42 ár. Ég kynntist þér 1973 þegar ég giftist inn í sömu fjölskyldu og þú og við urðum svilkonur. Við urð- um strax góðar vinkonur og er góðsemi þín við mig mér mjög minnisstæð. Alltaf þegar ég kom í bæinn gisti ég hjá ykkur Bigga, fyrst á Meistaravöllunum og síðan á Vesturströndinni. Þegar við Brandur giftum okkur fékk ég brúðarkjólinn þinn lánaðan, en kjólinn saumaði Pála mágkona okkar á þig þegar þú giftist Bigga. Það var auðsótt mál að ég fengi hann að láni. Við höfum verið sam- ferða í svo mörgu, fórum saman til Mallorka 1974 ásamt öllum vinum ykkar Bigga, sú ferð var mjög skemmtileg. Við eignuðumst stelpurnar okkar Gyðu og Eddu Sif með fimm daga millibili og svo þegar við fluttum suður og á Nes- ið þá stóðuð þið Biggi við bakið á okkur í flutningum. Þú kenndir mér margt um saumaskap þegar við saumuðum alla kjólana og kápurnar á stelpurnar okkar. Þú varst mikil hannyrðakona, saumaðir föt, pjónaðir peysur á fjölskylduna og seinni árin fórstu yfir í bútasauminn. Vandvirknin og natnin var til mikillar fyrir- myndar í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Nú ertu búin að fá hvíldina eftir margra ára baráttu við illvígan sjúkdóm. Barátta sem tók mörg ár, mikla orku og mikla vanlíðan. Þú varst samt ótrúlega sterk og hafðir svo mikinn lífsvilja, misstir aldrei vonina um bata. Alltaf svo ákveðin í að gefast ekki upp. Bar- áttuþrekið og dugnaðurinn var al- veg ótrúlegur. Þrátt fyrir veikindi varstu alltaf til staðar fyrir fjöl- skylduna þína, þú varst þeim mik- il stoð og stytta, alltaf svo traust og kærleiksrík. Ég kveð þig, kæra svilkona, með virðingu og þakklæti í huga. Þakklæti fyrir öll árin sem við átt- um samleið. Ég veit að þú ert komin á betri stað þar sem þú get- ur hvílst. Takk fyrir samfylgdina og allar samverustundirnar, takk fyrir allt. Hvíldu í friði. Elsku Biggi og Gyða, megi Guð styrkja ykkur og styðja á þessum erfiða tíma og ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi minn- ing um góða, yndislega eiginkonu og mömmu lifa. Einnig sendi ég öllum systkinum, ættingjum og vinum samúðarkveðjur. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd og bind um sárin, kom dögg og svala sálu nú, kom sól og þerra tárin, kom hjartans heilsulind, kom heilög fyrirmynd, kom ljós og lýstu mér, kom líf er ævin þver, kom eilífð bak við árin. (Valdimar Briem.) Dóra Sólrún. Elsku Ásta. Þá er komið að kveðjustund, þú ert farin og laus við erfiðleikana sem fylgdu þess- um illvíga sjúkdómi sem þú glímd- ir svo lengi við. Æðruleysi þitt var áðdáunarvert í baráttunni, og aldrei fann maður uppgjöf hjá þér. Margar góðar stundir áttum við saman í útilegum víða um land og er okkur það mjög minnisstætt þegar þú komst út úr fellhýsinu ykkar með stærðar marengstertu fyrsta kvöldið í fyrstu útilegunni okkar saman. Matarklúbburinn var okkur öllum kær, og áttum við vinahópurinn margar skemmti- legar samverustundir þar. Þú varst mikil hannyrðakona og hitt- umst við aldrei öðruvísi en að prjónarnir væru teknir með. Þín verður sárt saknað í vinahópnum. Elsku Biggi og Gyða, hugur okkar er hjá ykkur á þessum erf- iða tíma. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Takk fyrir góða vináttu, þínir vinir, Tone og Sindri. Ásthildur Alfreðsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, NÍNA JENNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR, Suður-Nýjabæ, Þykkvabæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands miðvikudaginn 16. september. Útförin fer fram frá Þykkvabæjarkirkju laugardaginn 26. september kl. 11. . Kristján Erling Kjartansson, Pálína Auður Lárusdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Óskar Guðbjörn Jónsson, Sigríður Ingunn Ágústsdóttir, Gísli Ágústsson, Erla Þorsteinsdóttir, Gestur Ágústsson, Birna Guðjónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR S. BERGMANN, Hlíðarhvammi 3, Kópavogi. Starfsfólki Kríulundar á Hrafnistu Boðaþingi viljum við færa sérstakar þakkir fyrir þá umhyggju og vinsemd sem hún naut síðustu æviárin. . Sverrir B. Friðbjörnsson, Steinunn M. Benediktsd., Ingibjörg V. Friðbjörnsd., Niels Davidsen, barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, KRISTÍN FJÓLA KRISTJÁNSDÓTTIR, áður til heimilis að Skeiðarvogi 107, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn 17. september. Hún verður jarðsungin frá Seljakirkju mánudaginn 28. september klukkan 13.00. . Stefán Árni Stefánsson, Guðmunda Hergeirsdóttir á Mýrini, Ísak Esteban, Sölvi og Bergur Ingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.