Morgunblaðið - 24.09.2015, Síða 42

Morgunblaðið - 24.09.2015, Síða 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Baldvin Jónsson var aðeins 17 ára gamall þegar hann hreifst svo af bresku rokkhljómsveitinni Kinks að hann skrifaði umboðsskrifstofu hennar í London bréf og spurði hvort strákarnir gætu ekki komið til Íslands og haldið hljómleika. Þetta var í febrúar 1965, fyrir hálfri öld. Svar barst nokkrum dög- um seinna. Hljómsveitin væri orðin svo vinsæl að hún væri bókuð næstu mánuði, en gæti komið til Ís- lands í september. Og það varð úr. Nú varð Baldvin að annast móttöku sveitarinnar og öll hennar mál í Ís- landsferðinni. Var samt svo ungur að hann átti ekki einu sinni banka- reikning og hafði aldrei áður staðið í svona stórræðum. Kinks kom um miðjan september 1965 og hélt næstu daga átta tón- leika í Austurbæjarbíói, ávallt fyrir troðfullu húsi. Miðar á fyrstu tón- leikana seldust strax upp í forsölu. Ungt fólk streymdi til höfuðborg- arinnar hvaðanæva af landinu með rútum, flugvélum og einkabílum. Þegar flugvélin sem flutti hljóm- sveitina lenti á Reykjavíkur- flugvelli var þar múgur og marg- menni aðdáenda sem vildi umvefja rokkarana. Áttu þeir fótum fjör að launa. Greinilegt var að „bítlaæðið“ fræga í útlöndum hafði numið land á Ísland. Þótt þetta væru ekki fyrstu kynni landsmanna af er- lendri rokksveit markaði heimsókn Kinks á vissan hátt tímamót í rokk- menningunni sem nú hóf innreið sína af fullum krafti hjá ungu kyn- slóðinni. Ljúf endurminning Koma Kinks til Íslands er ein af ljúfustu endurminningum Baldvins sem undanfarin ár hefur unnið að markaðssetningu íslenskra mat- væla í Bandaríkjunum. Honum fannst þetta ekkert stórmál þegar hann stóð fyrir hljómleikunum, en eftir á að hyggja var þetta ævin- týri. Faðir hans varð að gangast í ábyrgð fyrir bankaviðskiptunum og þar sem Baldvin var ekki orðinn fjárráða gat hann ekki fengið lán og þurfti að selja nægilega marga miða í forsölu til að tryggja að hljómsveitin fengi kaupið sitt greitt. Austurbæjarbíó kom helst til greina fyrir tónleikana en eigand- inn kvaðst ekki geta lánað það vegna bíósýninga sem voru alla daga kl. 5, 7 og 9. „Hann var þó tilbúinn að selja mér 7-sýninguna og leigja húsið þegar 9-sýningunni væri lokið. Þetta varð úr og því var boðið upp á tvenna 45 mínútna tón- leika hvert kvöld í stað einna 90 mínútna eins og upphaflega var ráðgert,“ segir Baldvin í samtali við Morgunblaðið. Rokkið var komið til Íslands og tónleikar voru daglegur viðburður í Breiðfirðingabúð og gamla Sigtúni. Nokkrar sveitir, eins og Bravó og Tempó, höfðu getið sér gott orð og voru fengnar til að hita upp áður en Kinks stigu á sviðið í Austurbæj- arbíói. Drengirnir í Bravó voru ekki nema 12 til 13 ára gamlir, en strákarnir í Tempó aðeins eldri. „Ráku þeir frá sér hin ferlegustu gól, en gestir létu sér vel líka,“ sagði eitt dagblaðanna. Ungur maður, Ómar Ragnarsson að nafni, var kynnir og þegar hann kom fram á sviðið til að kynna Kinks heyrðist ekki mannsins mál. „Krakkarnir, sem voru frá 8-14 ára gamlir, æptu hver í kapp við annan, stóðu upp og veifuðu Kinks-veifum, leðurjökkunum, tættu hár sitt, köstuðu sér í gólfið og feitar smá- stelpur klipu sig í framan og þeim vöknaði um augu af sársauka,“ sagði í annarri frásögn. Tilburðir Kinks á sviðinu vöktu mikla at- hygli. Þeir „skriðu eftir sviðinu og grettu sig“ sagði í einni fréttinni. „Kinks voru orðnir frægir á þessum tíma og ýmsir hér áttu plötur sem þeir höfðu gefið út. Nokkur lög þeirra höfðu slegið í gegn,“ segir Baldvin. „En allt gerð- ist hratt á þessum tíma og um haustið þegar þeir komu til Íslands má segja að þeir hafi verið orðnir heimsfrægir.“ Hann segir að strák- arnir fjórir sem voru á aldrinum 17 til 20 ára hafi verið hinir viðkunn- anlegustu. Milli tónleika hafi hann farið með þá heim til móður sinnar sem gaf þeim að borða. Ég held að það hafi einmitt verið heima hjá mömmu sem Ray Davies lagði drög að laginu sínu fræga „I’m On an Island“.“ Þá kom bítlaæðið til Íslands  Hálf öld frá tímamótatónleikum Kinks í Austurbæjarbíói  „Skriðu eftir sviðinu og grettu sig“  Baldvin Jónsson var aðeins 17 ára þegar hann skipulagði rokktónleika heimsfrægrar hljómsveitar Ljósmyndari óþekktur. Kinks Rokksveitin var orðin heimsfræg þegar hún kom til Íslands haustið 1965. Hún hélt þá átta tónleika í Austurbæjarbíói og ávallt fyrir fullu húsi. Auglýstir Baldvin kynnti tónleika Kinks með fjölda stórra auglýsinga blöð- unum, einkum Morgunblaðinu, svo viðburðurinn fór ekki fram hjá neinum. Baldvin Jóns- son segir að hann hafi haft ágætar tekjur af tónleikum Kinks á Íslandi 1965, þótt það hafi ekki verið hugmyndin að baki heldur einlægur áhugi á rokkinu og sveitinni. Fyrstu tvennir tónleik- arnir borguðu laun hljómsveit- arinnar og næstu tvennir húsa- leiguna og flugið. Eftir voru fernir tónleikar sem voru hrein- ar tekjur fyrir umboðsmanninn unga. Baldvin auglýsti tón- leikana grimmt í Morgun- blaðinu, blaði allra landsmanna. Það leiddi til kynna við stjórn- endur blaðsins sem buðu þess- um efnilega pilti vinnu. Innan fárra ára var hann orðinn aug- lýsingastjóri Morgunblaðsins. Einlægur áhugi að baki GÓÐAR TEKJUR AF KINKS Baldvin Jónsson Verslunareigendur! Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.gm.is | Sími 535 8500 | info@gm.is Ítalskir pappírspokar í úrvali Flottar lausnir til innpökkunar allskyns vöru Eingöngu sala til fyrirtækja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.