Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 45
Í Hveragerðisbæ, Sveitarfélaginu Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi búa um 4.700 manns, en samanlögð stærð sveitarfélaganna er um 1.627 ferkílómetrar. Svæði þetta einkennist einkum af fjölbreyttri og fallegri náttúru og eru atvinnuvegir þar margs konar, s.s. ferðaþjónusta og verslun. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 inu á nýjan leik sótti hann um í LHÍ en fékk ekki inngöngu. „Þá fór ég í fýlu og fór til Kýpur og komst í lít- inn hippaháskóla. Þar var ég einn vetur. Það var algjörlega frábært. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa ekki komist inn í Listaháskólann því annars hefði ég misst af þessu.“ Eftir þennan vetur komst Jak- ob inn í LHÍ í annarri tilraun. Þegar leið á námið vildi hann ólmur kom- ast í skiptinám og Austurríki varð fyrir tilviljun fyrir valinu. „Ég sagði í gríni að ég vildi komast inn í skól- ann sem hafnaði Hitler á sínum tíma,“ segir Jakob og sú varð raun- in. Þetta skiptinám er yfirleittt í eina önn en honum bauðst að vera lengur og sótti hann því um undan- þágu til þess. Þar kynntist hann vel Kirsi Mikkola, sem er prófessor við skólann og virt finnsk myndlistar- kona. „Við urðum góðir vinir og hún tók mig alveg í gegn og breytti mér mjög mikið. Hún vildi endilega að ég kæmi aftur og yrði hjá sér,“ seg- ir Jakob. Á næsta ári heldur hann til Austurríkis og vinnur undir leið- sögn Mikkola. Sáttur við lífið Jakob, sem er fæddur og upp- alinn í Hveragerði, segir bæjarbúa listhneigða upp til hópa. Þeir standa líka þétt við bakið á sínu fólki en Hljómlistarfélagið í Hveragerði, sem er félagsskapur ungra manna, styrkti Jakob til náms þegar hann var í skiptinámi í Vín. Hann er ein- staklega þakklátur fyrir þann stuðning, sem hann segir lýsa sam- heldni bæjarbúa vel. „Ég get ekki verið sáttari. Ég er á besta stað í heiminum í dag,“ segir Jakob, sem er greinilega á réttri hillu í lífinu. Morgunblaðið/Eggert byrjaði að mála Myndlist „Ég fór að mála hreinlega til að halda sönsum,“ segir Jakob. List „Ég var gjaldþrota og eins týndur í lífinu og hægt var,“ segir Jakob, sem senn lýkur BA-gráðu í myndlist. Leikfélag Ölfuss hefur starfað frá árinu 2005, en þá hafði ekki verið leikfélag í Þorlákshöfn í um tíu ár. Félagið hefur að und- anförnu tekist á við metnaðarfull verkefni og meðal annars sett upp leiksýningu ár hvert í fullri lengd samhliða minni verkum. Fyrr í þessum mánuði var opn- uð tíu ára afmælissýning leik- félagsins í Galleríi undir stig- anum, sem er sýningarrými bókasafns bæjarins. „Sú sýning mun standa út mánuðinn,“ segir Magnþóra Kristjánsdóttir, for- maður leikfélagsins. „Þar sýnum við í máli og myndum sögu fé- lagsins – allt frá því að fyrsta leikverkið var sýnt árið 2006.“ Þannig má á sýningunni sjá myndir, veggspjöld, búninga, leikskrár og -muni svo fátt eitt sé nefnt auk þess sem gestum sýn- ingarinnar gefst kostur á að hlýða á frumsamin leikrit á hljóðupptökum. Aðspurð segir Magnþóra með- limi leikfélagsins nú önnum kafna við æfingar á verkinu Einn rjúkandi kaffibolli, en höfundur þess er Aðalsteinn Jóhannsson, félagi í Leikfélagi Ölfuss. khj@mbl.is Boðið upp á Einn rjúkandi kaffibolla í ár Ljósmynd/Leikfélag Ölfuss Leikfélag Ölfuss Hópurinn stendur fyrir stórri sýningu ár hvert. Saga leikfélagsins á afmælissýningu Grín Það er oft fjör hjá félaginu. fjölgað á nýjan leik aftur eftir stöðuga fækkun frá hruni. Fleiri hafa þó flutt í dreifbýlið en í Þorlákshöfn. Sveitarfé- lagið vinnur að áætlun, sem verður kynnt á næsta ári, um hvernig fjölga eigi íbúum í sveitar- félaginu. „Við viljum vekja athygli á Þorlákshöfn, en það eru margir sem vita varla af þessum bæ sem er í um 50 km akstursfjarlægð frá Reykjavík. Hér er allt til alls. Við höfum frábæra aðstöðu til íþrótta- iðkunar og góða skóla,“ segir Gunnsteinn. Hann bendir á að góð tækifæri séu fyrir einyrkja og lítil og með- alstór fyrirtæki til að vera með rekstur í Þorlákshöfn. Hins vegar hafi atvinnumöguleikar verið flöskuhálsinn í því að fjölga íbúum á svæðinu, að sögn Gunnsteins. Sameining styrkir „Ég held að til lengri tíma lit- ið myndu bæði sveitarfélögin standa sterkar að vígi við samein- ingu,“ segir Gunnsteinn, að- spurður um sameiningu sveitar- félagsins Ölfuss og Hveragerðis. Íbúar í Ölfusi höfnuðu samninga- viðræðum við nærliggjandi sveit- arfélög í rafrænni könnun sem íbú- ar höfðu kost á að taka þátt í sl. vor. „Þetta er lifandi mál og verð- ur eflaust kannaður hugur íbúa til sameiningar aftur í næstu sveit- arstjórnarkosningum og aftur ef niðurstaðan verður sú þar til grænt ljós verður gefið á viðræð- urnar,“ segir Gunnsteinn að lok- um. Gunnsteinn Ómarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.