Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 81
81
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015
Margar rannsóknir hafa verið gerð-
ar á því hvernig mannsheilinn hafi
öðlast þessa sjálfsvitund. „Við vitum
auðvitað að önnur dýr eru meðvituð
um það sem er að gerast í kringum
þau en þau virðast ekki vera með
þessa sjálfsvitund. Það er stór-
merkilegt og flókið fyrirbæri og því
hafa fjölmargir velt þessu fyrir sér
og skrifað bækur um það, bæði líf-
fræðingar og heimspekingar. Mér
finnst þetta heillandi viðfangsefni.“
Átök knýja áfram dramað
– Kvikmyndirnar þínar virðast
eiga það sameiginlegt að innihalda
ofbeldi. Þú virðist vera hugfanginn
af ofbeldi …
„Nei, ég er alls ekki hugfanginn af
ofbeldi. Kvikmyndagerð er ákaflega
líkamlegt ferli, þú ert að mynda hluti
og fólk og hún er listsköpun sem fer
fram hið ytra,“ segir Cronenberg og
vísar í orð írska leikskáldsins
George Bernard Shaw sem sagði
átök knýja áfram dramað. „Ég geri
dramatískar myndir og þess vegna
eru alltaf einhver átök í þeim. Auð-
vitað þurfa þau ekki alltaf að vera
líkamleg en eru það mjög oft. Heim-
urinn er fullur af ofbeldi þó við upp-
lifum það ekki endilega í okkar eigin
lífi en við erum samt meðvituð um
það. Að þessu samanlögðu kviknar
möguleikinn á því að ofbeldi komi
við sögu, þó að það sé ekki nauðsyn-
legt,“ bendir Cronenberg á og ítrek-
ar að hann sé ekki heltekinn af of-
beldi. Í nýjustu mynd hans, Maps to
the Stars, sé vissulega eitthvað um
líkamlegt ofbeldi en ofbeldið í mynd-
inni sé að mestu leyti andlegt. Þrátt
fyrir það sé myndin líka fyndin.
Og talandi um Maps to the Stars
þá er hún eina kvikmyndin sem Cro-
nenberg hefur tekið upp í Banda-
ríkjunum. Hvers vegna skyldi það
vera?
„Það snýst alfarið um peninga.
Gengi kanadíska dollarans hefur
alltaf verið lægra en þess banda-
ríska og því hefur verið ódýrara að
taka myndirnar upp í Kanada,“ svar-
ar Cronenberg og bætir því við að
honum þyki líka gott að starfa í
heimalandi sínu. Sögusvið Maps to
the Stars er Hollywood og segist
Cronenberg hafa þurft að taka upp
atriði þar. „Það er svo þekktur stað-
ur að það var ekki hægt að taka at-
riðin upp annars staðar.“
Hálfgerður svartigaldur
Mörg kvikmyndastjarnan hefur
leikið í myndum Cronenbergs og er
leikstjórinn þekktur fyrir að ná því
besta út úr leikurum sínum. Má þar
nefna Jeremy Irons, Jeff Goldblum,
James Spader, Julianne Moore,
Viggo Mortensen og Patriciu Ar-
quette.
„Leikaraval er hálfgerður svarti-
galdur því huga þarf að mörgu. Þú
byrjar auðvitað á grunnatriðunum:
er þetta karl eða kona, ung mann-
eskja eða gömul, passar leikarinn við
persónuna og hefur hann það sem til
þarf til að túlka flókna persónu?“
segir Cronenberg. Við bætist svo
stjörnuskinið og upphæðin sem
hann hafi til að greiða leikurum laun.
„Ef þú hefur 200 milljónir dollara
þarftu kannski Tom Cruise en ef þú
hefur 20 milljónir ferðu neðar í
launastigann. Svo er þetta spurning
um hversu stóra stjörnu þú þarft til
að myndin verði fjármögnuð að fullu
og við bætist svo hvers konar vega-
bréf leikarinn er með. Viggo Mor-
tensen er t.d. bæði með bandarískt
og danskt vegabréf þannig að þegar
ég valdi hann í þrjár mynda minna
valdi ég hann sem danskan leikara
en ekki bandarískan,“ útskýrir
Cronenberg.
Aðalatriðið sé svo auðvitað að
finna réttan leikara í hvert hlutverk.
„Það er lykilatriði fyrir leikstjóra að
taka 100% þátt í leikaravalinu og
gera sér grein fyrir öllum þessum
atriðum og það þarf reynslu til að
gera þetta almennilega.“
–Þú hefur sjálfur leikið í nokkrum
kvikmyndum. Heldurðu að sú
reynsla hafi gert þig að betri leik-
stjóra?
„Ja, ég átti það til að segja í gríni
að svo væri alls ekki. Þegar fólk
spurði hvort ég hefði meiri samúð
með leikurum fyrir vikið svaraði ég
því neitandi en það gerir það í raun-
inni því maður áttar sig á því hversu
ólíkt það er að standa fyrir framan
og aftan myndavélina,“ segir Cro-
nenberg. Með því að leika hafi hann
komist að því hversu varnarlaus
leikarinn sé, eina verkfæri hans sé
líkaminn og hann hafi eðlilega
áhyggjur af því hvernig hann líti út.
Það sé því ákveðinn hégómi fólginn í
starfinu. „Öllum er sama þótt leik-
stjórinn sé órakaður eða með frunsu.
Hann þarf bara að geta sagt „action“
og „cut“,“ segir Cronenberg kíminn.
Líkt því að leikstýra
Fyrsta skáldsaga Cronenbergs,
Consumed, var gefin út í fyrra og
segist hann hafa orðið að komast að
því hvort hann gæti skrifað skáld-
sögu. „Þegar ég fór að sjá mig fyrir
mér sem listamann hélt ég að ég yrði
rithöfundur. Mér datt ekki í hug að
ég yrði kvikmyndagerðarmaður en
ég varð það fyrir slysni. Þannig að
þegar yfirmaður Penguin-forlagsins
í Kanada spurði mig hvort ég hefði
einhvern tíma velt því fyrir mér að
skrifa skáldsögu sagðist ég hafa ver-
ið að velta því fyrir mér í 50 ár,“ seg-
ir Cronenberg og hlær. Hann hafi
komist að því að hann gæti skrifað
skáldsögu og hvernig það væri að
skrifa skáldsögu. „Mér fannst
áhugavert að það er miklu líkara því
að leikstýra en að skrifa handrit.
Handritsskrif eru ólík öðrum skrif-
um og afar einkennileg því enginn
fær í raun að lesa handritið. Einu
skrifin sem rata á hvíta tjaldið eru
samtölin. Þegar maður skrifar
skáldsögu sér maður hins vegar um
allt sjálfur: lýsingu, búninga, leik-
araval og val á tökustöðum. Þannig
að það kom mér á óvart hversu
miklu nær það var leikstjórn en
handritsskrifum að skrifa skáld-
sögu,“ segir Cronenberg.
Spurður að því hvers konar skáld-
saga Consumed sé segir Cronen-
berg erfitt að lýsa því. Hún sé ekki
beinlínis spennusaga þó að hún sé
spennandi á köflum. „Ef þú kíkir á
Amazon finnurðu lýsingar á henni,“
segir hann.
– Ertu að vinna að kvikmynd eða
skáldsögu?
„Ég er að skrifa aðra skáldsögu
og það mun eflaust taka nokkur ár.“
– Vonandi ekki 50 ár …
Cronenberg hlær. „Vonandi ekki,
ég held ég eigi ekki 50 ár eftir.“
– Þú varðst sjötugur fyrir tveimur
árum. Hvernig upplifun var það?
„Það er erfitt að verða sjötugur,“
segir Cronenberg hlæjandi og bætir
við að allur aldur sé í raun erfiður.
„Ég er orðinn 72 ára og á erfitt með
að hugsa um sjálfan mig sem 72 ára
karlmann. Auðvitað líður mér ekki
eins núna og þegar ég var tvítugur
en að mörgu leyti líður mér heldur
ekki verr. Þetta er áhugaverð
reynsla, þú býrð yfir ákveðnum
ofurkröftum sem þú hefur þróað
með þér en einnig veikleikum sem
voru ekki áður til staðar. Þetta er
mjög áhugaverð jafnvægislist.“
Viðtalið er orðið tveimur mínútum
lengra en til stóð og blaðamaður
biðst afsökunar á því, segist vona að
honum verði ekki refsað fyrir. „Ég
skal ekki segja, kannski verður þér
refsað,“ svarar Cronenberg alvar-
legur í bragði og fær hárin til að rísa
á höfði blaðamanns.
Ljósmynd/Nicolas Guerin
Heiðursgestur
David Cronenberg
kemur til Íslands í
næstu viku.
Dead Ringers
Jeremy Irons fer með hlutverk ein-
eggja tvíbura og kvensjúkdóma-
lækna sem leysa hvor annan af í
starfi og deila rekkjunautum án
þess að rekkjunautarnir viti af því.
Þegar vinsæl leikkona kemur til
meðferðar hjá þeim upphefst ást-
arþríhyrningur. Hún þekkir þá í
sundur og velur þann feimnari, Be-
verly. Ráðríkari tvíburinn, Elliot,
bregst illa við og brestir koma í
samband tvíburanna sem sogast inn
í hringiðu kynlífs, eiturlyfja og geð-
veiki. Myndin er frá árinu 1988.
Crash
Kvikmynd frá 1996. James Ballard
lifir af alvarlegt bílslys og dregst að
hópi fólks sem hefur breytt bílslys-
um í erótíska viðburði. Hann reynir
síðan að lífga upp á kynlífið með
eiginkonu sinni með því að taka
þátt í þeim með henni. Árekstur
fjallar um undarlegt aðdráttarafl
árekstra sem persónur mynd-
arinnar taka skrefi lengra og fara
að örvast kynferðislega við hætt-
una sem þeim fylgir. Handrit mynd-
arinnar skrifaði Cronenberg upp úr
á skáldsögu J.G. Ballard.
Eastern Promises
Kvikmynd frá árinu 2007. Viggo
Mortensen leikur Rússann Nikolai
Luzhin sem starfar sem ekill fyrir
alræmda rússneska glæpafjöl-
skyldu í Lundúnum. Hann lendir
milli steins og sleggju þegar hann
kynnist ljósmóður sem vill komast
að faðerni barns látinnar tánings-
stúlku sem var nauðgað. Hún biður
Nikolai að aðstoða sig og berast
böndin fljótt að glæpafjölskyldunni
sem hann starfar fyrir. Nikolai fer
að efast um hollustu sína við maf-
íósana og kemst í bráða lífshættu.
verða sýndar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fim 24/9 kl. 19:00 7.k. Lau 3/10 kl. 19:00 10.k Lau 10/10 kl. 19:00 13.k
Fös 25/9 kl. 19:00 8.k. Sun 4/10 kl. 19:00 11.k Lau 17/10 kl. 19:00
Sun 27/9 kl. 19:00 9.k Fös 9/10 kl. 19:00 12.k Fös 23/10 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Dúkkuheimili (Stóra sviðið)
Lau 26/9 kl. 20:00 5.k. Fös 2/10 kl. 20:00 6.k. Sun 18/10 kl. 20:00 aukas.
Fim 1/10 kl. 20:00 aukas. Sun 11/10 kl. 20:00 aukas. Sun 25/10 kl. 20:00 aukas.
Aðeins þessar sýningar!
At (Nýja sviðið)
Fim 24/9 kl. 20:00 4.k. Lau 3/10 kl. 20:00 7.k. Fös 9/10 kl. 20:00
Fös 25/9 kl. 20:00 5.k. Sun 4/10 kl. 20:00 8.k. Lau 10/10 kl. 20:00
Mið 30/9 kl. 20:00 6.k. Fim 8/10 kl. 20:00
Breskt verðlaunaverk í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 26/9 kl. 20:00 3.k. Lau 17/10 kl. 20:00 5.k. Fös 30/10 kl. 20:00 7.k.
Lau 10/10 kl. 20:00 4.k. Fös 23/10 kl. 20:00 6.k.
Kenneth Máni stelur senunni
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 27/9 kl. 13:00 2 k. Lau 10/10 kl. 13:00 4.k. Sun 25/10 kl. 13:00 7.k.
Sun 4/10 kl. 13:00 3.k. Sun 18/10 kl. 13:00 6.k. Sun 1/11 kl. 13:00 8.k.
Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur
Sókrates (Litla sviðið)
Fim 1/10 kl. 20:00 1.k. Fim 8/10 kl. 20:00 5.k. Fim 22/10 kl. 20:00 9.k
Fös 2/10 kl. 20:00 2 k. Fös 9/10 kl. 20:00 6.k. Lau 31/10 kl. 20:00 10.k
Lau 3/10 kl. 20:00 3.k. Sun 11/10 kl. 20:00 7.k. Þri 3/11 kl. 20:00
Sun 4/10 kl. 20:00 4.k. Mið 21/10 kl. 20:00 8.k. Fim 5/11 kl. 20:00
Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina
Vegbúar (Litla sviðið)
Fim 15/10 kl. 20:00 1.k. Þri 20/10 kl. 20:00 4.k. Mið 28/10 kl. 20:00
Fös 16/10 kl. 20:00 2 k. Lau 24/10 kl. 20:00 5.k. Fim 29/10 kl. 20:00
Sun 18/10 kl. 20:00 3.k. Sun 25/10 kl. 20:00 6.k. Sun 1/11 kl. 20:00
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Mávurinn (Stóra sviðið)
Fös 16/10 kl. 20:00 1.k. Lau 24/10 kl. 20:00 4.k. Mið 4/11 kl. 20:00 7.k.
Mið 21/10 kl. 20:00 2 k. Fim 29/10 kl. 20:00 5.k. Lau 7/11 kl. 20:00 8.k.
Fim 22/10 kl. 20:00 3.k. Lau 31/10 kl. 20:00 6.k. Lau 14/11 kl. 20:00 9.k
Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki
Hystory (Litla sviðið)
Fös 25/9 kl. 20:00 4.k. Þri 27/10 kl. 20:00 aukas.
Sun 27/9 kl. 20:00 5.k. Mið 11/11 kl. 20:00 allra
síðasta sýn.
Allra síðustu sýningar!
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Fös 25/9 kl. 19:30 6.sýn Lau 17/10 kl. 19:30 13.sýn Fös 6/11 kl. 19:30 Aukas.
Lau 26/9 kl. 19:30 7.sýn Sun 18/10 kl. 19:30 14.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 22.sýn
Sun 27/9 kl. 19:30 8.sýn Fim 22/10 kl. 19:30 15.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 23.sýn
Fös 2/10 kl. 19:30 9.sýn Fös 23/10 kl. 19:30 16.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 24.sýn
Lau 3/10 kl. 19:30 10.sýn Mið 28/10 kl. 19:30 17.sýn Lau 14/11 kl. 15:00 Aukas.
Sun 4/10 kl. 19:30 11.sýn Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn
Sun 11/10 kl. 19:30 12.sýn Fim 5/11 kl. 19:30 20.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Móðurharðindin (Kassinn)
Fim 24/9 kl. 19:30 9.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 14.sýn Lau 17/10 kl. 19:30 19.sýn
Fös 25/9 kl. 19:30 10.sýn Fös 9/10 kl. 19:30 15.sýn Sun 18/10 kl. 19:30 20.sýn
Sun 27/9 kl. 19:30 11.sýn Lau 10/10 kl. 19:30 16.sýn Fös 23/10 kl. 19:30 21.sýn
Fim 1/10 kl. 19:30 12.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 17.sýn Lau 24/10 kl. 19:30 22.sýn
Fös 2/10 kl. 19:30 13.sýn Fös 16/10 kl. 19:30 18.sýn Sun 25/10 kl. 19:30 23.sýn
Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.
Heimkoman (Stóra sviðið)
Lau 10/10 kl. 19:30 Frums. Sun 25/10 kl. 19:30 5.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 9.sýn
Mið 14/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 29/10 kl. 19:30 6.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 10.sýn
Fim 15/10 kl. 19:30 3.sýn Sun 1/11 kl. 19:30 7.sýn Sun 29/11 kl. 19:30 11.sýn
Fös 16/10 kl. 19:30 4.sýn Lau 7/11 kl. 19:30 8.sýn
Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters.
4:48 PSYCHOSIS (Kúlan)
Lau 26/9 kl. 19:30 Lau 3/10 kl. 18:00 Sun 4/10 kl. 19:30
Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)
Lau 10/10 kl. 13:30 Lau 17/10 kl. 13:30
Lau 10/10 kl. 15:00 Lau 17/10 kl. 15:00
Kuggur og félagar eru komnir aftur í Kúluna.
DAVID FARR
HARÐINDIN
RIFF stendur fyrir maraþonsýningum á þremur eldri hrollvekjum Cronen-
bergs í Háskólabíói annað kvöld í samstarfi við verslunina Nexus. Mara-
þonið hefst með Dead Ringers kl. 20, kl. 22 verður The Brood sýnd og að
lokum The Fly á miðnætti. Fjallað verður stuttlega um verk Cronenbergs
áður en sýningar hefjast og sérstakar veitingar verða til sölu á milli sýn-
inga.
Cronenberg mun sitja fyrir svörum á tveimur sýningum í Háskólabíói, á
The Fly 1. október kl. 20.15 og Crash 29. september kl. 18. Miðvikudaginn
30. september verður svo boðið upp á masterklassa með Cronenberg í há-
tíðarsal Háskóla Íslands. Cronenberg mun þar ræða um verk sín og svara
spurningum gesta.
Maraþon og setið fyrir svörum