Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015
VIÐATAL
Karl Eskil Pálsson
karlesp@simnet.is
Matthías Rögnvaldsson, stofnandi og
framkvæmdastjóri Stefnu hugbún-
aðarhúss ehf., kom nýr inn í bæjar-
pólitíkina á Akureyri á síðasta ári, er
hann settist í bæjarstjórn. Hann er
oddviti L-listans, sem myndar meiri-
hluta í bæjarstjórn ásamt Framsókn-
arflokki og Samfylkingu. Matthías er
forseti bæjarstjórnar, situr í bæjar-
ráði og fer fyrir atvinnumálanefnd
bæjarins.
„Ég hafði áður gegnt nefndar-
störfum fyrir Akureyrarbæ, en með
því að taka sæti í bæjarstjórn fjölgaði
fundunum heldur betur. Á vissan
hátt er hægt að líkja sveitarfélaginu
við stórt fyrirtæki með fjölþætta
starfsemi, en auðvitað er munurinn
mikill. Sveitarfélagið er fyrst og
fremst þjónustustofnun sem á að
vinna með íbúum sínum og fyrir þá.
Við búum svo vel að hafa á að skipa
afskaplega hæfu og áhugasömu
starfsfólki, sem leggur sig fram við að
veita trausta og góða þjónustu og
sömu sögu er að segja um nefnd-
arfólk. Markmiðið er alltaf að tryggja
velferð og ánægju íbúanna, eins og
kostur er hverju sinni.
Stór hluti starfseminnar markast
vissulega af ákvörðunum sem ríkis-
valdið tekur með einum eða öðrum
hætti. Þannig erum við með samn-
inga við ríkið um rekstur á sviði
skólamála, öldrunarþjónustu, mál-
efnum fatlaðra og svo framvegis.
Eins og fram kemur reglulega í
fréttum eru sveitarfélögin ekki alltaf
sátt við það fjármagn sem þau fá frá
ríkinu í tengslum við alla þessa samn-
inga, þannig að ef þú spyrð mig hvort
eitthvað hafi komið á óvart á fyrsta
starfsárinu í bæjarstjórn er svarið
líklega samskiptin við ríkið.“
Hlutverk bæjarfulltrúa að hlusta
Starfsmenn Akureyrar eru liðlega
2.000 í um 1.500 stöðugildum. Á vorin
fjölgar svo starfsfólki um nærri 1.000
manns vegna afleysingastarfa og
vinnuskólans. Matthías segir mik-
ilvægt að virkja íbúana til frekari
þátttöku í rekstri sveitarfélagsins,
meðal annars með því að gera stjórn-
sýsluna skilvirkari og gagnsærri.
„Núna er að störfum nefnd sem
ætlað er að fara gaumgæfilega yfir
þessi mál og skila tillögum til út-
bóta. Við viljum að reksturinn verði
eins gagnsær og mögulegt er, þess
vegna er nauðsynlegt að íbúunum
gefist kostur á að koma að stefnu-
mótun og ákvarðanatöku á sem
flestum sviðum. Allar upplýsingar
þurfa að liggja fyrir eins fljótt hægt
er, til dæmis á heimasíðu bæjarins.
Auðvitað þarf að huga vandlega að
öllum trúnaðargögnum, en mark-
miðið er að gögn verði aðgengileg,
þannig að almenningur geti kynnt
sér þau. Ég nefni til dæmis skipu-
lagsmál, það er ekki nóg að auglýsa
breytingar í fjölmiðlum, við eigum
að nota rafræna tækni enn frekar en
nú er gert til þess að koma upplýs-
ingum til fólks.“
Matthías segist verða var við að
íbúarnir haldi því fram að viðhorf
þeirra skipti litlu eða engu máli.
„Þetta er algjör misskilningur.
Hlutverk bæjarfulltrúanna og fólks í
nefndum er einmitt að hlusta eftir
sjónarmiðum íbúanna og koma þeim
áleiðis. Bæjarfulltrúarnir eru með
opna viðtalstíma, þar sem fólk getur
mætt og rætt málin og framboðslist-
arnir eru allir með reglulega fundi.
Bæjarstjórinn er með viðtalstíma,
þannig að ég held að aðgengi að
stjórnsýslunni sé á margan hátt með
ágætum. Snjómokstur í bænum er
klassískt deilumál, en það verður
spennandi að sjá hvað þessi nefnd
leggur til. Markmiðið er að virkja
sem flesta til frekari þátttöku í
rekstrinum.“
Nýsköpun nauðsynleg
Eins og fyrr segir er Matthías for-
maður atvinnumálanefndar bæjarins.
Hann segist vera mikill áhugamaður
um nýsköpun.
„Atvinnu- og nýsköpunarhelgin
hefur unnið sér fastan sess í bænum
og ég hef komið að undirbúningi
slíkra viðburða á undanförnum árum.
Það er nauðsynlegt að efla nýsköpun
eins mikið og hægt er og síðast en
ekki síst er æskilegt að skólarnir
kenni nýsköpun. Til að koma í veg
fyrir stöðnum í atvinnulífinu er ný-
sköpun lykilatriðið. Í þessu sambandi
get upplýst að unnið er að því setja
upp Fab Lab smiðju í Verkmennta-
skólanum á Akureyri. Fab Lab er
stafræn smiðja, þar sem hægt er að
móta og framleiða hluti með aðstoð
stafrænnar tækni. Í slíkri smiðju get-
ur fólk sem sagt hrint hugmyndum
sínum í framkvæmd. Ég er viss um
að þessi stafræna smiðja kemur til
með að styðja vel við alls kyns ný-
sköpun.“
Matthías segir að skortur á raf-
magni hamli á vissan hátt uppbygg-
ingu atvinnulífsins á Akureyri, úr því
verði að bæta sem allra fyrst.
„Staðan er einfaldlega þannig að
flutningskerfið ræður ekki við að
flytja hingað meiri raforku, það er al-
varleg staða og við treystum því að
Landsnet kippi þessu í liðinn sem
allra fyrst. Ég horfi til Kröflulínu og
sömuleiðis Blöndulínu í þessum efn-
um. Ef fyrirtæki hefur áhuga á að
byggja hérna upp starfsemi sem
krefst nokkurrar rafmagnsnotkunar,
getur farið svo að vísa þurfi viðkom-
andi annað. Það er náttúrlega staða
sem ekkert sveitarfélag getur sætt
sig við.“
Mótvægi við höfuðborgarsvæðið
„Já, ég tel að Akureyri sé ákjósan-
legur staður til að byggja upp, þannig
að Eyjafjarðarsvæðið verði raun-
verulegt mótvægi við höfuðborgar-
svæðið. Hérna eru styrkir innviðir,
góðar samgöngur, öflugt háskóla-
sjúkrahús, margþætt atvinnulíf og
góð þjónusta á nánast öllum sviðum.
Hérna er sem sagt allt til alls, enda er
fjölbreytnin líklega helsti styrkur
Akureyrar. Við þekkjum umræðuna
sem skapaðist í kjölfar ákvörðunar-
innar um að flytja höfuðstöðvar
Fiskistofu hingað til Akureyrar. Ým-
islegt má vissulega segja um aðferð-
arfræðina, en það hlýtur að vera eðli-
legt að hluti stjórnsýslunnar sé í
stærsta byggðarlaginu á landsbyggð-
inni. Ríkisstjórnin vill dreifa opinber-
um störfum, það kemur skýrt fram í
samstarfssamningi flokkanna. Flutn-
ingur Fiskistofu er væntanlega liður í
þeim efnum, en betur má ef duga
skal.“
Launahækkanir þyngja
róður sveitarfélaganna
Því er spáð að rekstur sveitarfé-
laga verði almennt þungur á þessu
ári. Laun kennara vega þungt, en
grunnskólinn er stærsti útgjaldaliður
flestra sveitarfélaga.
„Bærinn hefur líklega aldrei fengið
á sig eins miklar hækkanir og raunin
verður á þessu ári. Útgjöldin vegna
launa hækka líklega á bilinu 500 til
600 milljónir króna, þannig að það
stefnir í að A-hluti bæjarsjóðs verði
gerður upp með halla á árinu. Á þess-
ari stundu er of snemmt að nefna ein-
hverjar tölur. Launin eru mjög hátt
hlutfall allra útgjalda bæjarins, ég er
ekki frá því að hlutfallið á Akureyri
sé það hæsta á landinu. Útsvarstekj-
urnar hækka að vísu á móti, en sú
hækkun dugar engan veginn til að
dekka hærri launakostnað. Tekju-
stofnarnir eru mjög afmarkaðir,
þannig að nánast eina leiðin til að
mæta auknum útgjöldum er að hag-
ræða í rekstrinum. Öll sveitarfélög
standa frammi fyrir þessum vanda.
Umræðan um skiptingu skatttekna
milli ríkis og sveitarfélaga verður að
þyngjast – þetta gengur ekki svona
áfram. Ég tel sanngjarnt að sveit-
arfélögin fái hluta virðisaukaskatts-
ins til sín og líka hluta fjármagns-
tekjuskattsins.“
Nýsköpun lykilatriði í atvinnulífinu
Tillögur til að virkja íbúa Akureyrar til frekari þátttöku í rekstri bæjarins væntanlegar
Fjölbreytnin er helsti styrkur Akureyrarbæjar Rekstur bæjarins er þungur
Morgunblaðið/Karl Eskil Pálsson
Naustahverfi Töluvert er byggt á Akureyri enda hefur íbúum fjölgað. Nýjasta hverfið er Naustahverfi, þar eru byggingakranarnir áberandi.
Matthías er framkvæmdastjóri Stefnu hugbúnaðarhúss, starfsmenn eru
rúmlega tuttugu. Höfuðstöðvarnar eru á Akureyri en starfsstöðvar í
Hrísey, Kópavogi og í Svíþjóð.
„Ég gæti ekki verið í bæjarpólitíkinni nema hafa gott fólk með mér.
Fjölskyldan styður mig heilshugar og starfsfólk Stefnu sömuleiðis. Satt
best að segja óraði mig ekki fyrir því að pólitíkin væri svona tímafrek, en
ég nýt þess að vera í þessu. Ef ég hefði vitað fyrirfram hvað biði mín
hefði ég hugsað mig tvisvar um að fara fyrir framboðslista. En þetta er
gjöfult starf og lærdómsríkt. Stundum er ég húðskammaður, en ég fæ
líka þakkir. Vonandi kem ég að gagni með störfum mínum fyrir sveitar-
félagið. Ég hef gaman af þessu og ég er bæjarbúum þakklátur fyrir
traustið.“
Pólitíkin er tímafrek
ANNRÍKI
Kvöldfundir algengir Satt best að segja óraði mig ekki fyrir því að pólitíkin
væri svona tímafrek, segir athafnamaðurinn Matthías Rögnvaldsson.
Verið velkomin
Túnikur
Peysur
Bolir
Pils
Kjólar o.fl.
Vinsælu velúrgallarnir
alltaf til í mörgum litum
Stærðir S-XXXXL
Ný sending
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170