Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 89

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 AF LÁTNUM Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Margir rokktrymblar hafa látist fyrir ald-ur fram. Má þar nefna John Bonham(drakk sig í hel), Keith Moon (misnotk- un lyfja), Cozy Powell (bílslys), Eric Carr (krabbamein), Clive Burr (MS-sjúkdómurinn) og Jimmy „The Rev“ Sullivan (misnotkun lyfja). Allt nöfn sem eru rokkelskum töm. Ingo Schwichtenberg er líklega ekki nafn sem hringir eins mörgum bjöllum en örlög hans voru síst mildari en þeirra sem getið var hér að framan. Tuttugu ár eru síðan þessi stofnmeðlimur í þýska málmbandinu Helloween batt enda á líf sitt með því stökkva í veg fyrir neðanjarðarlest. Þar með lauk langri glímu Brosa (Mr. Smile) – eins og hann var gjarnan kallaður vegna glað- værðar sinnar og ljúfmennsku – við áfengi, fíkniefni og geðrof. Tónlistarferill Schwichtenbergs hófst í skólahljómsveit í Hamborg. Hann lék upp- haflega á klarínett en þótti trymbillinn svo æv- intýralega slakur að hann reif af honum kjuðana og lamdi sjálfur húðirnar. Eftir það varð ekki aftur snúið. Schwichtenberg vingaðist ungur við gítar- leikarann og söngvarann Kai Hansen og gekk í hljómsveit hans, Gentry, sem fyrst var umnefnd Second Hell og síðan Iron Fist. Loks stakk Schwichtenberg upp á Helloween eftir að hafa séð hina víðfrægu hrollvekju Halloween. Í ein- hverjum prakkaraskap skiptu þeir a-inu út fyrir e. Auk Schwichtenbergs og Hansens voru í bandinu Michael Weikath gítarleikari og bassa- leikarinn Markus Grosskopf. Tveir þeir síðar- nefndu hafa verið í Helloween fram á þennan dag.    Fyrsta plata Helloween, Walls of Jericho,kom út 1985 og féll í góðan jarðveg og sveitin varð strax leiðandi í svonefndum sprett- málmi. Helloween sló svo rækilega í gegn með tvískífunni Keeper of the Seven Keys I og II 1987 og 1988. Þá hafði bjartbarkinn Michael Kiske tekið við hljóðnemanum af Hansen sem einbeitti sér að strengjunum. Eftir það kom bakslag. Hansen yfirgaf bandið og sú ákvörðun að skipta um útgefanda, fara frá Noise til EMI Records, dró dilk á eftir sér. Noise höfðaði mál og hafði betur eftir japl, jaml og fuður. Það kostaði Helloween skilding- inn. Þarna voru félagar Schwichtenbergs farnir að taka eftir persónuleikabreytingum. Þessi glaðværi og ljúfi piltur var skyndilega orðinn þungur og mislyndur og farinn að hegða sér undarlega. Í bili var það skrifað á reikning áfengis- og fíkniefnaneyslu. Næstu plötur Helloween, Pink Bubbles Go Ape (1991) og Chameleon (1993), ollu von- brigðum. Það var eins og bandið hefði glatað kompásnum. Þegar kom að því að fylgja Chameleon eftir var Schwichtenberg varla túrtækur. Hann var sokkinn djúpt í fen þunglyndis og fíkniefna- neyslu og félagar hans réðu mest lítið við hann. Samt var ýtt úr vör. „Við áttuðum okkur á því að eitthvað alvarlegt amaði að honum,“ rifjaði Weikath upp síðar.    Á miðjum tónleikum í Hiroshima í Japanféll Schwichtenberg í yfirlið og var fluttur rakleiðis á spítala. Hann undirgekkst rannsóknir næstu vikurnar og niðurstaðan var sú að hann væri með geðrof. Helloween var vandi á höndum. Schwicht- enberg var þeim sem bróðir en vegna veikinda sinna var hann engan veginn fær um að spila með þeim. Þrátt fyrir greininguna dró trymbill- inn ekki úr áfengis- og fíkniefnaneyslu sinni, auk þess sem hann kinokaði sér við að taka geðlyfin. Hinir fjórir treystu sér ekki til að hafa Schwichtenberg lengur í bandinu og Weikath fékk það hlutverk að segja honum upp störfum. Það var ekki létt verk. „Hann var að steikja í sér heilann, án þess að hafa minnstu hugmynd um það,“ sagði Weikath síðar. „Ingo sætti sig aldrei við orðinn hlut og skellti skollaeyrum við orðum lækna sinna.“ Helloween-liðar reyndu hvað þeir gátu til að hjálpa hinum þjáða félaga sínum. Roland Grapow, sem leysti Hansen af í sveitinni, samdi meira að segja lag um hremmingar hans, Step Out of Hell, sem er að finna á Chameleon. „Ég samdi þetta lag fyrir þig, þar sem ég sé að þú átt við mikinn vanda að etja,“ kveðst Grapow hafa sagt við Schwichtenberg. Og það var áður en hann greindist með geðrof. „Ég lækna mig sjálfur,“ á Schwichtenberg að hafa sagt og það gerði hann 8. mars 1995. Henti sér í veg fyrir neðanjarðarlest í Hamborg. Hann vantaði tvo og hálfan mánuð upp á þrítugt. Bak við bjarta brosið Sprettmálmur Helloween eins og sveitin var skipuð frá 1988 til 1993. Michael Kiske, Ingo Schwichten- berg, Michael Weikath, Markus Grosskopf og Roland Grapow. Grimm örlög Ingo Schwichtenberg í ham á tón- leikum með Helloween seint á níunda áratugnum. »Hann var að steikja í sérheilann, án þess að hafa minnstu hugmynd um það. Fyrstu tónleikar haustsins í tón- leikaröðinni Á ljúfum nótum í Frí- kirkjunni verða í dag, fimmtudag, kl. 12. Yfirskrift tónleikanna er Vókalísur og næturgalar – á nor- rænum nótum, en flytjendur eru Hlín Pétursdóttir Behrens sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. Hrönn Þráinsdóttir Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni Hlín Pétursdóttir Behrens Í tengslum við sýninguna Heim- urinn án okkar sem nú stendur yf- ir í Hafnarborg verður efnt til málþings í húsakynnum safnsins í kvöld kl. 20. Þar er ráðgert að gera viðfangsefnum sýningarinnar skil með þátttöku fræðimanna úr ólíkum greinum. Þátttakendur málþingsins eru dr. Benedikt Hjartarson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, Gunnar J. Árna- son listheimspekingur og Sævar Helgi Bragason, verkefnisstjóri vísindamiðlunar hjá verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Ís- lands, auk þess sem sýningar- stjórar sýningarinnar, þær Aldís Arnardóttir listfræðingur og Að- alheiður Valgeirsdóttir listfræð- ingur og myndlistarmaður, munu segja stuttlega frá sýningar- hugmyndinni. Málþing um Heiminn án okkar Yfirlit Úr sýningarsal í Hafnarborg. Jessica Bushey flytur erindi um rannsóknaverkefni sitt í samtíma- ljósmyndun í fyrirlestrarsal mynd- listardeildar LHÍ á Laugarnesvegi 91 á morgun kl. 13. „Í fyrirlestrinum mun Bushey fjalla um breytingar á hlutverki og ábyrgð einstaklinga gagnvart sam- félagsmiðlum er viðkemur því að búa til, skipuleggja og varðveita persónulegt stafrænt efni á net- inu,“ segir m.a. í tilkynningu. Bushey býr og starfar í Vancou- ver, Kanada. Hún er doktorsnemi við School of Library, Archives and Information Studies (SLAIS) í há- skólanum í British Columbia í Van- couver. „Í rannsókn sinni skoðar hún samtímaljósmyndun og notkun farsíma og ýmissa samfélagsmiðla eins og Facebook, Twitter og In- stagram við ljósmyndun og varð- veislu á stafrænu efni.“ Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir á meðan hús- rúm leyfir. Rannsakar samtímaljósmyndun Fyrirlesarinn Jessica Bushey. EVEREST 3D 5:30,8,10:30 MAZE RUNNER 6,9 NO ESCAPE 10:30 ABSOLUTELY ANYTHING 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar mbl.is/askriftarleikur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.