Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 86
AF BÓKUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á undanförnum árum hef ég eytt umtalsverðum tíma í sérviskuleg ljósmyndaverkefni þar sem ég feta í fótspor löngu látinna listamanna sem hafa unnið að verkum sínum víða um land. Við undirbúninginn hef ég legið í allrahanda bókum og gögnum og sumt af því hef ég tekið með á flakkið, hef fyllt bílinn af ljósmynda- og viðlegubúnaði, skissubókum og einnig bókum með verkum þessara listamanna, bókum um þá, landakortum, Árbókum FÍ, og sumum hefur þótt furðulegt að sjá að ég tek stundum líka með mér bækur um kirkjur. Og þessar bækur um kirkj- urnar hafa líka reynst þarfaþing, mikilvæg uppspretta allskyns fróð- leiks sem ég hef getað nýtt til gagns. Til að mynda dvaldi breski myndlistarmaðurinn W.G. Coll- ingwood (1854-1932) sem ég vann með um nokkurra ára skeið, iðu- lega hjá prestum á ferðum sínum um landið sumarið 1897. For- vitnilegt var að lesa um þá kirkju- staði og kirkjurnar sem þar standa og stóðu þegar hann var þar á ferð. En bækurnar um kirkjurnar hafa ekki einungis nýst mér bein- línis við vinnu, heldur hefur verið ánægjulegt og gefandi að ganga í gamlar kirkjur með bækurnar og geta lesið og fræðst um bygging- arnar, hönnun þeirra og sögu, minningarmörk, altaristöflur og aðra merka kirkjugripi. Metnaðarfull útgáfa Á dögunum komu út 24. og 25. bindi í þessari glæsislegu og merku ritröð, Kirkjur Íslands. Aðstand- endur eru þeir sömu og lögðu upp í útgáfuævintýrið af miklum metnaði fyrir fimmtán árum: Þjóðminjasafn Íslands, Minjastofnun Íslands, Bisk- upsstofa og Hið íslenska bók- menntafélag. Og ritstjórarnir sem halda tryggilega utan um verkið eru enn þeir Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason. Í þessum nýjustu bindum Kirkna Íslands er haldið austur á land og fjallað um þrettán friðaðar kirkjur í Múlaprófastsdæmi; í hinu fyrra er sagt frá kirkjum norðan Lagarfljóts, Áskirkju, Eiríksstaða- kirkju, Hofskirkju í Vopnafirði, Hofteigskirkju, Kirkjubæjarkirkju, Skeggjastaðakirkju og Vopnafjarð- arkirkju. Í seinna bindinu er litið til kirkna sunnan fljóts: Bakkagerð- iskirkju, Eiðakirkju, Hjaltastaða- kirkju, Klyppstaðarkirkju, Seyðis- fjarðarkirkju og Þingmúlakirkju. Nokkrir höfundar koma að hverjum kafla, allt sérfræðingar á sínu sviði, og þá er veigamikill þátt- ur í þessum bókum nákvæmar ljós- myndir af byggingunum og öllum þessum gripum. Í þessum bindum, eins og í mörgum hinum fyrri, á Ívar Brynjólfsson heiðurinn af ljós- myndunum og leysir verkefnið listavel. Þá er vert að geta vand- virknislegra uppdráttanna af bygg- ingunum sem arkitektanemar mældu upp og teiknuðu undir leið- sögn kennara síns, Paul Neder- gaard Jensen. Athyglisverð menningarhús Ég lít fyrst og fremst á þessar gömlu kirkjur sem áhugaverð menningarhús út um landið, hús sem fara vel í landslagi og bæjum, og fela oft áhugaverð listaverk sem mig langar til að skoða – og hafa líka stundum falið önnur og eldri verk sem nú eru varðveitt í söfnum en eru engu að síður til umfjöllunar í bókunum. Kirkjurnar eru líka samkomuhús þjóðarinnar, staðir þar sem samfélagið og fjölskyldur koma saman á mikilvægum stund- um og það má finna fyrir því þegar stigið er inn í þær og þögnina sem þar ríkir, þögnina sem á heitum sumardögum er oft rofin af suði flugna sem einhverra hluta vegna fylla oft gluggakistur kirkna til sveita, lifandi og dauðar. Og sem betur fer hafa kirkjugarðarnir við þær sjaldnast verið sléttaðir; það þykir mér ömurleg framkvæmd og óvirðing við þá sem í þeim hvíla. Líklega eru þeir sléttaðir til að gera jarðneskum sláttumönnum auðveldara fyrir; ég vorkenni þó engum að þurfa að beita orfi og ljá eða bensíndrifnu vélorfi við slátt á ójöfnum leiðum þar sem undir hvíla forfeðurnir, oft maður ofan á manni. Á liðnu sumri fór ég í nokkrar ferðir austur í Vopnafjörð og þá hefði verið gaman að vera búinn að lesa þessar nýjustu bækur og hafa þær við höndina við að skoða til að mynda Hofskirkju og Vopnafjarð- arkirkju, þar sem forvitnilega gripi er að finna. Þær verða í næstu ferð. Héruð landsins eru ólík og um leið umhverfi gamalla kirkna. Við margar í þessum nýju heftum er æði strjálbýlt. Hér er til að mynda Klyppstaðarkirkja í Loðmundar- firði þar sem enginn býr lengur en þetta er falleg kirkja sem situr lag- lega innarlega í einstökum firði og gaman er að heimsækja, og þar eru til að mynda einungis tvö minning- armörk í kirkjugarðinum. Önnur áhugaverð kirkja sem virðist standa ein í tilkomumikilli náttúru er Eiríksstaðakirkja við Jökulsá á Dal, önnur elsta stein- steypukirkja á Austurlandi, reist 1913, fallega látlaus. Í henni er nú óvenjuleg altaristafla eftir Jóhann Briem frá árinu 1954 en áður var í henni eitt af mínum eftirlætis trúarlegu verkum í Þjóðminjasafn- inu, olíumálverk á tré eftir Jón Hallgrímsson frá 1794. Kirkjurnar setja svip á landið, þær eru mikilvægur hluti af sögu hvers héraðs og með bækur úr rit- röðinni Kirkjur Íslands í höndum getur gesturinn fengið enn meira en ella út úr heimsókn í þessu lát- lausu og oft fallegu menningarhús. Gefandi að ganga í gamlar kirkjur Ljósmyndir/Ívar Brynjólfsson Eyðifjörður Hin látlausa Klyppstaðarkirkja í Loðmundarfirði, byggð 1895, hefur haldið formi sínu óbreyttu. Óvenjuleg Altaristöfluna í Vopna- fjarðarkirkju málaði Jóhannes Sveinsson Kjarval árið 1916. » Og sem betur ferhafa kirkjugarðarnir við þær sjaldnast verið sléttaðir; það þykir mér ömurleg framkvæmd og óvirðing við þá sem í þeim hvíla. Veglegar Í 24. og 25. bindi Kirkna Íslands eru kirkjur á Austurlandi. 86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 Strandgötu 24 – 220 Hafnarfjörður Sími 565 4100 - www.nyform.is Eldhúsborð og stólar teg. Kelly Komnir aftur margir litir Borðstofuhúsgögn teg. Amadeus 1 Teg. Giulia 3 – 1 – 1 Opið virka daga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–15 Erum á Strandgötu 24, Hafnarfirði Í tilefni af útkomu bókarinnar Gull- foss. Mødet mellem dansk og is- landsk kultur i 1900-tallet verður haldið málþing í fyrirlestrarsal Landsbókasafns Íslands í Þjóð- arbókhlöðu, 2. hæð, í dag milli kl. 16 og 17. Frummælendur eru Auður Hauksdóttir prófessor í dönsku, Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði, Íris Ellenberger sagn- fræðingur, Þóra Ellen Þórhalls- dóttir prófessor og Björg Sørensen listakona. Fundarstjóri er Sigurður Pétursson lektor emeritus. Málþingið er opið öllum. Léttar veitingar bornar fram í boði danska sendiráðsins að lokinni dagskrá. „Í bókinni Gullfoss. Mødet mel- lem dansk og islandsk kultur i 1900-tallet er kastljósinu beint að Dönum búsettum á Íslandi og dönskum áhrifum á íslenskt sam- félag og menningu á 20. öld. Fjallað er um hvernig Danir aðlöguðust ís- lensku mannlífi, hvernig þeir héldu sínum menningareinkennum og höfðu áhrif á íslenska menningu, viðskiptalíf og samfélag. Einnig er fjallað um áhrif dönskunnar á Ís- landi og málið sem Danirnir töluðu. Þá hefur bókin að geyma grein um hvernig Ísland birtist í skrifum danskra rithöfunda,“ segir m.a. í tilkynningu. Bókin er afrakstur af rannsókna- samstarfi stofnana í Háskóla Ís- lands og Kaupmannahafnarhá- skóla. Í henni eru níu greinar eftir sjö höfunda: Auði Hauksdóttur, Christinu Folke Ax, Guðmund Jóns- son, Írisi Ellenberger, Erik Skyum- Nielsen, Sigurð Pétursson og Þóru Björk Hjartardóttur. Formála að bókinni rita Vigdís Finnbogadóttir og Jørn Lund, en auk þess er ítar- legur yfirlitskafli um rannsóknir á samskiptasögu landanna. Danir á Íslandi Gleðistund Søren Møller Christensen útgefandi ásamt ritstjórum bók- arinnar, Erik Skyum-Nielsen, Auði Hauksdóttur og Guðmundi Jónssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.