Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 67
67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015
unum í stað þess að vera í lokaðri
ísskápsskúffu úr augnsýn, eru meiri
líkur á að holli bitinn verði fyrir val-
inu. Á mínu heimili þykir einnig
spennandi að setja egg í eggjasuðu-
vél og niðurskorið hnúðkál hefur
slegið rækilega í gegn.
Köld máltíð getur verið
jafn næringarrík og heit
Eiga foreldrar að vera með heit-
an mat á kvöldin fyrir börn sín eða
er skólamáltíðin nóg?
„Þetta er smekksatriði að ein-
hverju leyti og verður fyrst og
fremst að ráðast af dagskrá fjöl-
skyldunnar. Fjölskyldumáltíðir hafa
verið tengdar við betra mataræði
barna og unglinga í fjölda rann-
sókna og þá sérstaklega við meiri
grænmetisneyslu. Köld máltíð getur
verið jafn næringarrík og fjölbreytt
og heitur matur ef maður hugar að
samsetningunni; kjarni máltíðar
ætti að vera próteingjafi, kolvetna-
gjafi og alltaf minnst þriðjungur af
máltíðinni grænmeti og/eða ávextir.
Í þessu samhengi vil ég benda sér-
staklega á grænmetið því það verð-
ur frekar útundan í millimáltíðum
og fyrrihluta dags þar sem það er
til dæmis ekki hefð hjá okkur að
hafa grænmeti með morgun-
matnum, en þá eru ávextir mun al-
gengari sem morgunmatur og milli-
mál. Ráðleggingin um 5 á dag nær
til bæði ávaxta og grænmetis og
ætti að skiptast nokkuð jafnt þar á
milli, þ.e. 2-3 ávextir á dag og
minnst 2 skammtar af grænmeti,
gjarnan meira. Annað sem ég vil
nefna með kvöldmatinn er mik-
ilvægi hennar sem samveru- og
samskiptastund fjölskyldumeðlima
auk þess sem ég myndi vilja sjá
okkur borða kvöldmatinn fyrr,
yngri börn eru oft hreinlega orðin
of þreytt til að borða vel þegar
kemur að kvöldmatartíma.“
Hvað um morgunmatinn?
„Morgunmaturinn kemur okkar
af stað eftir næturföstuna og það
eykur líkur á góðri einbeitingu og
vellíðan. Hins vegar erum við mis-
svöng á morgnana og foreldrar eiga
það til að kvarta undan lystarlitlum
börnum við morgunverðarborðið.
Það er ekkert vit í að pína mat í
börnin, en lítill biti er betri en eng-
inn. Ef morgunmaturinn verður út-
undan eru líka meiri líkur á að lýsið
eða annar D-vítamíngjafi gleymist.
Það er kostur ef ekki þarf að borða
morgunmatinn á hlaupum, lystar-
leysið getur annars vegar falist í því
að maður er ekki vel vaknaður og
tímaskortur veldur því oft að for-
gangsröðun verður önnur. Það er í
raun lykilatriði að horfa á heildar-
myndina; þ.e. ef morgunmaturinn
er lítill þarf morgunnestið ef til vill
að vera aðeins meira. En það má
um leið ekki verða svo mikið að það
komi í veg fyrir að skólamaturinn
sé borðaður í hádeginu. Síðdegis-
hressing þarf svo að vera í takt við
hvað, hversu mikið og hvenær síð-
ast var borðað og svo koll af kolli –
máltíðirnar í heild ráða úrslitum.“
Lengi býr að fyrstu gerð segir
máltækið. Er þetta rétt hvað mat-
aræði snertir?
„Næring gegnir lykilhlutverki í
að tryggja eðlilegan vöxt og þroska
barna og unglinga. Gæði fæðunnar
og nægt magn mikilvægra
næringarefna hefur áhrif á bæði lík-
amlega heilsu og andlega líðan, af-
köst, einbeitingu og námsárangur.“Hollusta Ávextir eru frekar borðaðir af börnum ef þeir eru bitaðir niður.Gaman Skemmtilega skreyttur og hollur biti fyrir börn. Útlitið skiptir máli.
Við tökum svefninn alvarlega.
Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni, góðu handverki,
stöðugum prófunum og vandlega völdum efnum. Þegar þú sefur í
DUX rúmi hvílir líkami þinn á meira en 85 ára rannsóknum og þróun.
duxiana.is
DUXIANA Reykjavik,
Ármúla 10 / Sími 5 68 99 50
Gæðiogþægindi síðan1926
D
U
X
an
d
D
U
XI
A
N
A
ar
e
re
gi
st
er
ed
tr
ad
em
ar
ks
ow
ne
d
by
D
U
X
D
es
ig
n
A
B
20
12
Atvinnublað
alla laugardaga
Sendu pöntun á augl@mbl.is eða
hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast bæði í
Mogganum og ámbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?