Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 65
65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 Besta skipafélag Evrópu 2008-2015 www.worldtravelawards.com Þolinmæði Jón Örn segir ekki einn einasta kjötbita fara fram í verslun Kjötkompanís fyrr en hann hefur fengið að meyrna nógu lengi til vera orðinn lungamjúkur og ljúffengur. Veisluþjónustan hefur allt frá byrjun verið veigamikill þáttur í rekstrinum, að sögn Jóns Arnar. „Þar bjóðum við upp á mat sem hæfir við öll tilefni, hvort heldur er brúðkaup, fermingar, grillveislur eða hvers kyns hlaðborð. Smárétt- irnir okkar eru afar vinsælir, þá er hægt að skoða og panta í stykkja- tali á vefsíðu Kjötkompanís; jafn- framt bjóðum við upp á tilbúin hlað- borð þar sem við mætum á staðinn og setjum upp smáréttaveislu að okkar hætti. Við reynum að verða við öllum óskum viðskiptavina og tökum til dæmis tillit til þeirra sem ekki borða kjöt, með því að hafa með gómsæta grænmetisrétti.“ Hjörtur og elgur Spurður út í haustið og breyttar áherslur í mat eftir grillveislur sumarsins segir Jón Örn skemmti- lega tíma framundan. „Nú förum við að færa okkur yfir í villibráðina og áður en við vitum af er komin aðventa. Þá bjóðum við meðal ann- ars upp á hreindýra- og gæsapaté, grafnar og heitreyktar gæsabring- ur, krónhjört, elg og hreindýrakjöt og annað góðmeti, ásamt tilheyr- andi meðlæti. Um síðustu jól varð hálfgerð jóla- hlaðborðssprenging hjá okkur, þar sem við bjóðum upp á tilbúin jóla- hlaðborð, tilvalin í 10 til 30 manna veislur í heimahúsum, sem við- skiptavinir sækja til okkar. Jafn- framt setjum við sjálf upp jólahlað- borð fyrir viðskiptavini, bæði minni fyrirtæki og alls kyns hópa. Jólin eru í miklu uppáhaldi hjá okkur og viðskiptavinir geta eins og alltaf stólað á okkur og fengið allt tilbúið í jólamatinn. Vinsælasta jólasteikin okkar er tvímælalaust nautalund Wellington; hún er af- skaplega ljúffeng og hátíðleg og við gerum hana klára og afhendum í smjördeiginu þannig að hún er tilbúin beint í ofninn. Margir velja að kaupa allt á veisluborðið; jóla- steikina, forréttinn, meðlætið og eftirréttinn, og viðskiptavinir kunna vel að meta að við gefum alltaf góð ráð og látum eldunar- leiðbeiningar fylgja með.“ Ítalskar olíur Í verslun Kjötkompanís í Dals- hrauni er auk ferskra kjötafurða og tilbúinna rétta að finna alls kyns góðmeti, bæði innflutta sælkera- vöru og eigin framleiðslu. „Okkar stefna er að reyna að framleiða sem mest sjálf af sælkeramat, svo sem sósur, rauðlaukssultur, meðlæti og deserta. Við erum einnig með ítalskar olíur, ólífur, pasta, pasta- sósur og fleira gómsætt sem er flutt inn sérstaklega fyrir okkur. Þetta eru að stórum hluta vörur sem við þekkjum vel og notum sjálf í eldhúsinu okkar, og getum því mælt heilshugar með. Við höfum á liðnum árum eignast stóran og góðan hóp fastakúnna, sem stækkar sífellt, og það er auð- vitað mælikvarðinn á gæði vöru okkar og þjónustu. Okkar sérstaða er úrvalshráefni, ferskt og hreint, nýjungar í kjöti og hvers kyns með- læti, og fjölbreytt vöruúrval. Skemmtilegast er hvað við höfum náð að kynnast vel kúnnum okkar og mynda góð tengsl við þá, og okk- ur finnst alltaf jafngaman að bjóða nýja viðskiptavini velkomna í hóp- inn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.