Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 Blómin blíð Haustblómin eru í fullum skrúða og heilla ferðamenn sem eru með myndavél meðferðis. Styrmir Kári „Gamla-Grýla er dauð,“ en svo skrifar athafnamaðurinn Björg- ólfur Thor og er að tala um ICE- SAVE. Icesave-draugurinn varð ekki sjálfdauður, það veit hvert einasta mannsbarn á Íslandi. Og jafnframt að það kostaði blóð, svita og tár að koma honum fyrir kattarnef og enginn draugur hef- ur magnað jafn illvígar send- ingar og þessi eftir að Bretarnir náðu á honum tökum því honum fylgdi hryðjuverkaárás Bret- anna og einangrun Íslands um margra mánaða skeið, jafnvel óttuðust margir gjaldþrot lands- ins. Björgólfur Thor skrifaði nú skrýtna grein um endalok Icesave-málsins. Björgólfur vand- ar stjórnmálamönnum ekki tóninn og segir að þeir eigi að skammast sín fyrir að leiða þjóðina á skaðlegar brautir. Hann setur þá alla í eina spyrðu sem er ekki góð sagnfræði, svona eins og Ólafur gamli á Hrísbrú gerði við prestana á Mosfelli forðum undir nafngiftinni þessir „an- skotar“. Björgólfur segir í lok skrifa sinna: „Grýla er dauð og búið að kasta rekunum. Ég vona að hún fái að hvíla óáreitt í gröf sinni.“ Þar erum við Björgólfur sammála og spyrja má hvort enn vanti girðingar og regluverk í EES- samninginn sem takmarkar frelsi athafna- manna að gera út á almenning eða þjóðarhag. Við skulum ekki gleyma því að vandi fjár- málakerfisins og þá einnig Lands- bankans var meiri að vöxtum en Icesave sem þó var ærið að um- fangi. Og ætli það hafi ekki verið Landsbankamenn sem á sínum tíma blésu lífinu í þessa Grýlu, þennan magnaða draug, og sendu hana með peningapoka merktan Icesave um Bretland og Holland þvert til að safna fjármunum til glæfrareksturs í aðdraganda hrunsins, buðu hæstu vexti heimsins og gáfu misvísandi yf- irlýsingar í krafti síns góða nafns, Landsbanka Íslands! Björgólfi Thor ber að tala varlega um Icesave-grýluna, til hennar var stofnað af starfsmönnum Lands- bankans hf. í vandræðum eða græðgi. Verður kennsluefni í háskólum heimsins Ekkert mál hefur reynt jafn hastarlega á þolrif almennings og Icesave og fá mál hafa klofið stjórnmálamenn þessa lands jafn illa í herðar niður. Vinstristjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur og Steingríms J., „norræna velferð- arstjórnin“, brann upp í átökum um þetta mál, hún glúpnaði og ætlaði til sátta og friðs við Breta og Hollendinga að bæta milljarðatugum frá íslenskum skattgreiðendum við innistæðu- sjóðinn. Eftir japl og jaml og fuður á Alþingi um Icesave, sem er mest rædda mál þess frá stofnun árið 930, gríðarleg átök og skiptar skoðanir þingmanna, svo mjög að þjóðin nán- ast kastaði upp heyrði hún Icesave nefnt á nafn. En þá brást Ólafur Ragnar Grímsson forseti ekki þjóð sinni sem vildi fá að greiða at- kvæði um nauðasamninginn. Það gerði hún ekki einu sinni heldur tvisvar. Í fyrstu lotu hafnaði þjóðin og rak Grýlu af höndum sér í einstæðri samstöðu, 98% landsmanna sögðu nei. Og í síðari atkvæðagreiðslunni með nokk- uð annarri áferð var Icesave felldur með yfir 60% sem enn höfnuðu að greiða skuldir óreiðu- manna og gjaldþrota banka. Þetta eru ein- hverjar frægustu ákvarðanir í þjóðaratkvæða- greiðslum í sögunni og verða vafalaust brotnar til mergjar í háskólum um allan heim næstu þúsund árin, lítil þjóð barðist við ógnarvald fjármagnsaflanna og hafði betur að lokum. Framsóknarflokkurinn, undir forystu Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi forsætisráðherra, hafnaði algjörlega að borga reikninginn, það gerði einnig Sjálfstæðisflokk- urinn í fyrstu umferð og klofnaði í þeirri síðari. Sá einstæði atburður átti sér stað sem sýndi átökin innan ríkisstjórnarinnar um Icesave að Ögmundur Jónasson sagði af sér ráðherra- embætti og flokkur Vinstri-grænna var sund- urhöggvinn út af þessu og umsókninni um að- ild að ESB. Loks kom svo niðurstaða EFTA-dómstólsins með fullnaðarsigri og hafnaði öllum kröfum á hendur íslenskum skattgreiðendum í janúar 2013. Það er hins vegar rétt hjá Björgólfi að ýmsir stjórn- málamenn – og ekki síst þáverandi forystu- menn ríkisstjórnarinnar ásamt hagfræðingum með háa gráðu – reyndu að hræða landsmenn í þjóðaratkvæðagreiðslunum til að samþykkja nauðungasamningana með tali um þjóðar- gjaldþrot; að Ísland yrði Kúba norðursins o.s.frv. Icesave-draugurinn, verri en Þorgeirsboli, varð magnaðasti draugur Íslandssögunnar og að því leyti verri en Þorgeirsboli forðum að Icesave var ætlað að féfletta hvern einasta mann á Íslandi og Bretarnir með Gordon Brown forsætisráðherra ætluðu að gera al- menning, hinn íslenska launamann, að féþúfu sinni. En það var gæfa okkar sem betur fer að til voru stjórnmálamenn hér sem aldrei féllust á að borga Icesave, forseti Íslands stóð sína vakt og bauð ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar- dóttur birginn, það gerði einnig InDefence- hópurinn og Morgunblaðið. Íslenska þjóðin reyndist trú sjálfri sér og hafnaði Icesave. Gamla-Grýla varð því ekki sjálfdauð heldur var henni stungið í legginn eins og illvígum draugum fortíðar og þar dúsir hún vonandi að eilífu. Eftir Guðna Ágústsson » Íslenska þjóðin reyndist trú sjálfri sér og hafnaði Ice- save. Gamla-Grýla varð því ekki sjálfdauð heldur var henni stungið í legginn eins og ill- vígum draugum fortíðar. Guðni Ágústsson Icesave var glæfraspil, Björgólfur Thor Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Hinn 7. febrúar 2000 birti ég grein í Morg- unblaðinu undir fyr- irsögninni „Hæstirétt- ur missir af strætó“. Sex árum síðar, eða 23. mars 2006, birti ég enn grein undir fyrirsögn- inni „Missir Hæstirétt- ur enn af strætó?“ Nú níu árum síðar örvænti ég um að Hæstiréttur muni nokkurn tíma ná strætó. Tilefni þessara skrifa minna eru þau að Hæstarétt skipa nánast eingöngu karl- ar enda þótt óumdeilt sé að um það bil helmingur íbúa landsins sé konur. Af níu dómurum réttarins eru átta karlar og ein kona eða 11%. Mér þótti óvið- unandi sú aðstaða árið 2006 að aðeins tvær konur skipuðu dóminn eða 22%, og var það tilefni greinaskrifa minna. Nú er staðan sú að þrír hafa sótt um lausa dómarastöðu í Hæstarétti, tveir karlar og ein kona, allt umsækjendur sem að mínu viti eru hæfir til að gegna starfinu og enginn þeirra augsýnilega hæfari en annar. Einn umsækjenda hefur starfað sem lagakennari og sem dómari við alþjóðlegan dómstól. Annar hefur starfað sem lögmaður og sá þriðji, konan, sem héraðsdómari um áratuga skeið auk þess sem hún er nú og hefur um hríð verið settur dómari við Hæstarétt. Miklu skiptir að æðsti dómstóll landsins sé þannig skipaður að til hans og verka hans beri allur almenningur sem mest traust. Eitt af skilyrðum þess að rétturinn njóti trausts er að skipun hans endurspegli eftir því sem unnt er þá sem í landinu búa. Við blasir að það er í fullkomnu ósamræmi við viðtekin lýðræðis- og jafnréttisgildi okkar tíma að æðsta dómstól landsins skipi nánast eingöngu karlar, nánar til- tekið átta af níu. Ætla má að fáir beri fullt traust til dómstóls sem þannig er skipaður. Með breytingu á stjórnarskrá árið 1995 var sérstaklega áréttað, að gefnu tilefni, í ákvæði um jafnræðisreglu að konur og karlar skyldu njóta jafns rétt- ar í hvívetna. Má sjá það leiðarljós end- urspeglast í stefnumörkun Alþingis, sem birtist m.a. í lagaákvæðum um skipun stjórna hlutafélaga þar sem kveðið er á um að kynjahlutföll skuli ekki fara niður fyrir ákveðin hlutföll sem tilgreind eru í lögum. Þá er í lög- unum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla frá 2008 kveðið á um að í nefndum á vegum ríkisins skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40%. Treysta verður því að þess sé gætt í þeim nefndum sem fjalla um val á dómurum og tjá sig um hæfni þeirra, enda geta slík- ar nefndir bundið hendur ráðherra um skipunina nema hann sendi málið til Alþingis. Sé reglu þessarar ekki gætt eru ákvarðanir nefnda ógildar og óbindandi. Hæstiréttur leysir ekki aðeins úr þeim deilum sem undir hann eru born- ar, heldur eru dómar hans iðulega stefnumarkandi og hafa því ekki aðeins áhrif á líf þeirra sem aðild eiga að mál- um heldur og fjölmargra annarra, jafn- vel allan landslýð. Beri landsmenn ekki traust til Hæstaréttar og dóma hans getur það smám saman leitt til þess að dómarnir verði sniðgengnir og taldir marklausir. Fordæmisgildi þeirra mun fara þverrandi. Fátt er mikilvægara á tímum er van- traust ríkir gagnvart þingi og stjórn- völdum en að efla traust almennings á dómstólum ekki síst á Hæstarétti. Dómurunum þar er ætlað að vera gæslumenn réttlætisins og síðasta vígi borgarans þegar að honum er sótt hvort sem er af einkavaldi eða op- inberu valdi. Það vígi má ekki falla. Þeim, sem fara með vald til að hafa áhrif á og ákveða hverjir skipi sæti dómara í Hæstarétti, er skylt að hafa hagsmuni almennings í fyrirrúmi. Þeir hagsmunir eru án efa að æðsti dómstóll landsins og dómar hans njóti almenns trausts. Það er ekki hlutverk þeirra, sem með valdið fara, að grafa undan trausti á réttinum meðal landsmanna, heldur að leitast við að auka traust á honum. Það verður ekki síst gert með því að auka áhrif kvenna í dómstólnum og fjölga þeim sem mest þar til nokkru jafnvægi er náð. Þeir sem vinna gegn þessu markmiði bera mikla ábyrgð. Eftir Ragnar Aðalsteinsson »Nú er staðan sú að þrír hafa sótt um lausa dómarastöðu í Hæstarétti, tveir karlar og ein kona. Ragnar Aðalsteinsson Höfundur er lögmaður. Mun Hæstiréttur aldrei ná strætó?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.