Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur sími 571 5464 www.tiskuhus.is Smart haustfatnaður Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir Hawaii -Honolulu&Maui Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Ævintýraleg ferð til paradísarinnar Hawaii, þar sem hvítar strendur renna saman við blágrænan sæ, skógivaxnar hlíðar og mögnuð eldfjöll. Einstakt tækifæri til að njóta dásamlegs loftslags og komast í tæri við forvitnilega menningu og sögu undir leiðsögn eins okkar besta fararstjóra. Verð: 868.200 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör eh f. 30. janúar - 12. febrúar AFP Hertogahjónin Verður frumburður þerirra hrukkóttur á sjötugsaldri? Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Margir foreldrar velta ef-laust fyrir sér hvernigbörn þeirra muni líta útí framtíðinni; kannski um tvítugt, fertugt eða þaðan af eldri. Verða þau lík öðru hvoru foreldrinu á sama aldri, eða engum lík? Sá mögu- leiki er fyrir hendi að innan tíðar þurfi um fátt að spá; útlitið liggi nokkuð ljóst fyrir. Forrit sem Hassan Ugail, prófessor í Bradford-háskóla, og teymi hans eru að þróa kann að nýtast til að svala forvitni foreldra að þessu leytinu. Upphaflegur tilgangur forritsins var að greina hryðjuverkamenn í mannfjölda. Forritið, sem síðar gæti orðið app í snjallsíma, er einnig þróað til að leysa af hólmi eldra forrit, sem notað er til að bera saman myndir úr eftirlitsmyndavélum og ljósmyndir úr gagnagrunni. Sá hængur er á að það getur ekki tekið með í reikninginn hvernig meint misindisfólk breytist með aldrinum. Konunglegar stikkprufur Breska pressan virtist töluvert uppnumin þegar forritið var kynnt til sögunnar og mjög áhugasöm um stikkprufur Ugails og félaga, enda voru þær eftirlæti þjóðarinnar, prins- inn og prinsessan, George tveggja ára og Charlotte sex mánaða. Ásamt Harper, fjögurra ára dóttur Davids og Victoriu Beckham, og Eric, eins árs syni Simon Cowells í X- Factor og konu hans Lauren Silverman. Ekki er vitað hvort hertogahjónin af Cambridge hafa orðið fyrir von- brigðum eða látið sér í léttu rúmi liggja að forritið sýndi frum- burð þeirra sem fremur hrukkóttan og gugginn mann á sjötugsaldri. Samkvæmt forritinu held- ur Charlotte sér mun betur og verður bæði lagleg og með góða húð á sama aldri. The Sunday Times hafði eftir Ugail að hann hefði einfaldlega valið fyrrnefnd börn sem stikkprufar því myndir af þeim væru stöðugt í fjöl- miðlum. „Við teljum okkur geta sagt með 80% vissu fyrir um hvernig prinsinn og prinsessan – eða hvaða barn sem er – líta út í framtíðinni,“ sagði Ugail, sem hyggst skýra tæknina að baki í fræðiritgerð, sem kemur út í nóv- ember. Afar einföld útlistun á tækninni felst í að tekin er mynd af barni, og henni síðan með ákveðnum hætti splæst saman við myndir af for- eldrum þess. Annar maki, betra útlit? Verði forritið að veruleika og að- gengilegt almenn- ingi, gætu pör mát- að sig saman í appi í snjall- símunum sínum og fengið út hvernig barn þeirra, sem á því stigi væri jafn- vel bara hugmynd, liti út. Leggi þau mikið upp úr útlitinu og lítist ekkert á blikuna er ekki loku fyrir það skotið að þau slíti sambandinu og leiti sér að öðrum maka sem mátast betur með tilliti til útlits tilvonandi barns. Við þróun forritsins stóð Ugail frammi fyrir augljósum vanda; erfitt yrði að sannreyna nákvæmni forrits- ins fyrr en að áratugum liðnum. Hann brá á það ráð að „yngja fólk“ upp í stað þess að sýna það í framtíð- inni. Ein af stikkprufunum var An- gelina Jolie, sem þeir „bakfærðu“ til sex ára aldurs. Að sögn Ugail voru líkindin ótrúlega mikil. Fegrunar- aðgerðir setja líka strik í reikninginn, t.d. þótti ekki víst að Eric, sonur Sim- on Cowell, yrði eins unglegur sem miðaldra maður og forritið sagði fyrir um. Ekki bara fyrir hégómann Sumir kunna að finna forriti af þessu tagi flest til foráttu og segja það til þess eins fallið að kitla hé- gómagirnd fólks. Nóg væri um dálæti þess á sjálfsmyndum, stjörnufans, fríðleika og fögrum kroppum. En markmiðin eru háleitari en svo og líklega er útlitsspáin bara aukaafurð. Enda segir Ugail forritið geta gagnast við að finna týnd börn. Með því að nota myndir af þeim og foreldrum þeirra væri hægt að sjá hvernig útlit barnanna breytist með tímanum. Að sögn The Daily Mail er honum þó full alvara með að þróa það áfram í app fyrir snjallsíma. Þegar útlitið liggur ljóst fyrir Með appi fyrir snjallsíma gætu foreldrar innan skamms séð hvernig börn þeirra líta út á ýmsum æviskeiðum. Pör gætu líka mátað sig saman og séð hvernig ógetið barn þeirra yrði útlits með 80% vissu að mati hönnuðarins. Forveri slíks apps væri forrit sem enn er í þróun, fyrst og fremst þó í merkilegri tilgangi. AFP Fríðleiksbörn George prins og Charlotte prinsessa. AFP Harper Beckham Fjögurra ára á tískusýningu með pabba. Eric Eins árs sonur Cowell- hjónanna, mun verða unglegur miðaldra. Frá því Spilavinir opnuðu verslun sína árið 2007 hafa þeir boðið hópum að koma til sín og spila eða þeir hafa farið til þeirra og stýrt spilakvöldi. Þá hefur fólk sem hefur gaman af því að spila safnast sam- an hjá Spilavinum annað hvert fimmtudagskvöld og tekið í spil. Spilavinir hyggjast leggja spilin á borðið kl. 20 í kvöld og spila til kl. 23 í versluninni Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Skeifunni). Það kostar ekkert að vera með og spila. Und- anfarið hefur verið góð mæting á spilakvöldin, þar sem starfsfólk Spilavina kennir á spil og hópar fólk saman svo allir skemmti sér vel. Spiluð verða alls konar spil á mörgum borðum og eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að mæta, einir síns liðs eða með vinum sínum og félögum. Spilavinir eiga mikið úrval spila sem hægt er að prófa, en fólk getur einnig komið með sín eigin spil. Spilakvölin eru ætluð fullorðnum en krakkar 12 ára og eldri eru vel- komnir í fylgd með full- orðnum. Ekki er ótrú- legt að Sofandi drottningar verði fyrir valinu hjá einhverjum í yngri kantinum. Hönn- uðurinn, Mir- anda Ev- arts, var aðeins sex ára þegar hún fékk hug- myndina að spilinu og fyrsti spila- hönnuðurinn á barnsaldri sem fékk spil sitt gefið út á alþjóðlegum mark- aði. Sofandi drottningar fagna tíu ára afmæli í ár, hafa unnið til fjölda verð- launa og lengi verið eitt vinsælasta spilið í Spilavinum. Fimmtudagsspilakvöld í bláu húsi við Suðurlandsbraut Spilavinir leggja spilin á borðið Sofandi drottningar Spiluð verða alls konar spil á mörgum borðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.