Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 HVERAGERÐI OG NÁGRENNI Á FERÐ UM ÍSLAND Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Ég var gjaldþrota og eins týndur í lífinu og hægt var. Ég vaknaði einn laugardagsmorguninn á rokkhátíð og hugsaði með mér að þetta vildi ég ekki gera í lífinu,“ segir Jakob Veigar Sigurðsson myndlistarmaður þegar hann lýsir því hvað varð til þess að hann ákvað að setja tappann í flöskuna og leyfa listagyðjunni að leiða sig áfram í lífinu. Í dag eru liðin fimm ár frá deg- inum örlagaríka og Jakob á mjög góðum stað í lífinu, að eigin sögn. Hann er að klára BA-gráðu í mynd- list frá Listaháskóla Íslands og að því loknu tekur við framhaldsnám í Vín í Austurríki þar sem hann hefur haft annan fótinn síðasta árið. Jakob er byggingartæknifræð- ingur að mennt. Áður en hann hóf myndlistarnámið starfaði hann sem slíkur hjá Ístaki á fámennum stað í Norður-Noregi. „Eftir að ég hætti að drekka fann ég að ég þurfti að finna þessari orku farveg. Ég fór að mála hreinlega til að halda sönsum,“ segir Jakob. Hann málaði og samdi einnig tónlist, smáskífan Darkness var afrakstur þeirrar vinnu og kom út árið 2011. Öll umslögin voru handmáluð af Jakobi og tölusett. Myndlistin hefur alltaf blundað í Jakobi en hann segist hafa lokað alveg á þennan hæfileika framan af. „Þegar ég sat fundi í Noregi var ég skammaður fyrir að krota á allar fundargerðir,“ segir Jakob og bros- ir. Þrátt fyrir að hafa vent kvæði sínu í kross hefur Jakob ekki sagt alfarið skilið við bygginga- og verk- takabransann. Hann heldur sér við og hjálpar verktökum hér heima „þegar hann verður svangur“, eins og hann orðar það. „Að hætta á góð- um launum og fara yfir í myndlist, sem mörgum finnst algjörlega „worthless“, fannst mörgum stór- skrýtið. En svo þegar fólk sér að ég blómstra og líður vel hringja ótrú- legustu menn í mig og spyrja mig út í þetta til að fá „bakköp“ til að taka u-beygju í lífinu eins og ég. Mér þykir ofsalega vænt um að geta Málverkasýning Á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum, sem haldnir voru í Hveragerði í sumar, hélt Jakob málverkasýningu í gróðurhúsi. Hætti að drekka og  Úr verktaka- bransanum í myndlistarnám í Vínarborg hjálpað. En það hafa mjög margir draum um að vinna við eitthvað annað en þeir eru að gera,“ segir Jakob. Fór í fýlu og fór til Kýpur Þegar Jakob var orðinn viss í sinni sök um hvert hann stefndi í líf-  Í Hveragerði má finna fjölskyldu- rekið ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreytta og spennandi afþreyingu, s.s. skipulagðar göngu- og hjólaferðir með leiðsögn. „Það er fínt að gera enda erum við aðeins öðruvísi en mörg önnur ferða- þjónustufyrirtæki – við erum per- sónulegri,“ segir Andrés Úlfarsson, annar eigandi Iceland Activities, en fyrirtækið var formlega stofnað árið 2010. „Það er þó byggt á þrjátíu ára ferðahefð hér á Hengilssvæðinu,“ segir hann og bendir á að fyrirtækið bjóði einnig upp á spennandi brim- brettaferðir. Er þá farið með fólk í fjöruna á milli Þorlákshafnar og Óseyrarbrúar. „Þá notum við hand- smíðuð íslensk brimbretti sem strák- urinn minn hefur smíðað. Svo erum við einnig í hellaferðum, bjóðum hóp- um upp á ferðir sem eru sérsniðnar að þeim og með aparóluna frægu hér í Hveragerði.“ khj@mbl.is Ljósmynd/Iceland Activities Hjólaferð Boðið er upp á fjölbreyttar og spennandi ferðir sem henta öllum. Á hjólum og heimagerðum brim- brettum í nágrenni Hveragerðis  „Um helmingur af hundunum fer utan og þá helst til Ameríku. Margir af eigendunum þar eiga íslenska hesta, landnámshænur og kindur,“ segir Helga Gústavsdóttir um kúnn- ana sem kaupa íslenska fjárhunda úr Kersins ræktun. Hundarnir úr Kersins ræktun eru eftirsóttir en Helga hefur ræktað ís- lenska fjárhunda í um 24 ár á Mið- engi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Að jafnaði er eitt got á ári og ekki er stefnt að því að fjölga þeim. Yfir- leitt er búið að panta hvolpa sem fæðast í gotinu en Helga segist búa vel að fínni markaðssetningu erlend- is. Íslenski fjárhundurinn er einstak- lega þægilegur og góður heimilis- hundur og hvers manns hugljúfi, að mati Helgu. thorunn@mbl.is Ljósmynd/Sólrún Ragnarsdóttir Íslenskir fjárhundar Þessir litlu hvolpar eru loðnir og ákaflega fallegir. Helmingur íslensku fjár- hundanna fer til Ameríku Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Endurbætur og stækkun hafn- arinnar felur í sér sóknarfæri og breytir landslaginu mikið. Höfnin getur þá tekið við 180 metra löngum skipum og í raun öllum skipum íslenska flotans ef út í það er farið,“ segir Gunnsteinn Óm- arsson, bæjarstjóri Þorlákshafnar. Framkvæmdir við höfnina í Þorlákshöfn hófust í síðasta mán- uði og er áætlað að þeim ljúki árið 2018. Kostnaðurinn í heild er áætl- aður um tveir milljarðar króna. Við þessar breytingar geta stór skemmtiferðaskip lagt að bryggju í Þorlákshöfn. Að sögn Gunnsteins er unnið að því að fá skemmtiferðaskipin til Þorlákshafnar. Hann bætir við að höfnin þar henti vel til siglinga til Evrópu og frá, en siglingatíminn gæti verið allt að 20 klukkutímum styttri þangað en til hafnar í Reykjavík þegar allt er tínt til. Íbúum í sveitarfélaginu hefur Sóknarfæri í stækk- un Þorlákshafnar  Íbúum fjölgar á ný í Ölfusi Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Hafnarframkvæmdir Áætlað er að framkvæmdum við höfnina í Þorlákshöfn ljúki árið 2018.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.