Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Framkvæmdir eru vel á veg komnar
við lúxusgistihúsið á Deplum í Fljót-
um í Skagafirði. Að sögn Jennifer
Jeffery, markaðs- og kynningar-
stjóra ferðaþjónustufyrirtækisins
Eleven Experi-
ence, sem mun
reka gistihúsið, er
stefnt að opnun í
byrjun apríl á
næsta ári.
Fjöldi iðnaðar-
manna hefur ver-
ið að störfum í
húsinu síðustu
vikur og mánuði.
Ekkert hefur ver-
ið til sparað og
ljóst að fjárfestingin nemur hundr-
uðum milljóna króna. Er fram-
kvæmdin orðin mun umfangsmeiri
en upphaflega stóð til. Samkvæmt
samþykktu deiliskipulagi nær leyfi-
legt heildarbyggingarmagn til um
3.000 fermetra.
Eigandinn heillaðist af Íslandi
Eleven Experience leikur orðið
lykilhlutverk í þessum fjárfestingum
í Fljótum. Orri Vigfússon athafna-
maður komst í kynni við eiganda
Eleven, Bandaríkjamanninn Chad R.
Pike, háttsettan yfirmann fjárfest-
ingasjóðsins Blackstone í Evrópu,
sem er vellauðugur.
Að sögn Jeffery hefur Pike sjálfur
valið áfangastaði fyrirtækisins víða
um heim, í návígi við skíðasvæði,
veiðiár og stórbrotna náttúru.
„Chad hefur heillast mjög af Ís-
landi; náttúrunni, fólkinu og menn-
ingunni, og hann leggur mikla fjár-
muni og ástríðu í þetta verkefni í
Fljótum. Þetta byrjaði í smærri snið-
um en hefur síðan undið upp á sig,“
segir Jeffery.
Hún segir Eleven Experience
leggja áherslu á heilsársferða-
mennsku í Fljótum og næsta ná-
grenni á Tröllaskaga, ekki aðeins
skíðaferðir um vetur, heldur einnig
norðurljósaferðir, laxveiði á sumrin,
hestaferðir, fjallgöngur, brettasigl-
ingar, hvalaskoðun og ýmislegt
fleira. „Til að byrja með einbeitum
við okkur að fjallaskíðaferðum og
laxveiði en hitt mun vonandi fylgja í
kjölfarið,“ segir hún.
Ætlunin er að laða til sín efnaða
ferðamenn, sem tilbúnir eru að kosta
miklu ásamt fjölskyldum sínum og
vinum til að upplifa íslenska náttúru
á afskekktum slóðum, með afþrey-
ingu á borð við þyrluskíðaferðir og
laxveiði.
Sex daga ferð á tvær milljónir
Samkvæmt verðskrá fyrirtækisins
mun það kosta sitt að dvelja á Depl-
um. Í gistihúsinu verða 11 herbergi,
bæði eins og tveggja manna, og eitt
stórt herbergi með kojum. Fjögurra
daga dvöl í apríl 2016 mun kosta 10
þúsund dollara á mann, jafnvirði um
1,3 milljóna króna, og sex daga dvöl
15 þúsund dollara, nærri tvær millj-
ónir króna. Innifalið í verðinu er gist-
ingin, allur matur og drykkir á barn-
um, ferðir til og frá
Akureyrarflugvelli, þyrluflug í fjalla-
skíðaferðir, skíðabúnaður, leiðsögn
og margt fleira. Verðskrá fyrir
næsta sumar liggur ekki fyrir.
Eleven Experience hefur þegar
ráðið til sín íslenska starfsmenn og
ætlunin er að ráða fleiri. Jeffery seg-
ir að þessa dagana fari fram ráðning-
arviðtöl. Ekki liggi fyrir hve margir
verði ráðnir en stefnt sé að því að
ráða Íslendinga í allar stöður í
tengslum við ferðaþjónustuna, eins
og hótelstjóra, matreiðslumenn, bíl-
stjóra, leiðsögumenn og starfsmenn í
móttöku og ræstingar.
Jennifer segir þó líklegt að reyndir
fjallaleiðsögumenn frá Eleven komi
einnig í Fljótin þegar þyrluskíðaferð-
ir eru í gangi. Eleven hefur verið í
samstarfi við þyrlufyrirtækið
Reykjavik Helicopters og leigt af
þeim þyrlur. Mun það samstarf lík-
lega halda áfram og þá gæti Reykja-
vik Helicopters þurft að bæta við sig
þyrlum.
Fljótandi í saltvatni
Séð verður til þess að hótelgestir á
Deplum geti slakað vel á. Jeffery
staðfestir að þar verði bæði inni- og
útisundlaug, nuddstofur, gufubað,
líkamsræktarsalur og vínkjallari. Þá
segir hún frá sérstökum heitum pott-
um með saltvatni, á frummálinu kall-
að Koan Floating, sem verða í boði á
Deplum. Gestirnir geta flotið þar í
pottunum, sem eru með loki og
glugga (sjá meðf. mynd).
Þó að ekki sé byrjað að taka við
bókunum eru Deplar taldir upp á vef
fyrirtækisins sem einn af áningar-
stöðum þess. Þar segir að þetta séu
friðsælir og afskekktir staðir. Hvert
gistihús er sagt jafnast á við fimm
stjörnu hótel, með meistarakokka á
sínum vegum; vínkjallara, gufubað,
líkamsrækt og þjónustu færustu leið-
sögumanna.
Eins og kom fram í umfjöllun
Morgunblaðsins fyrir tveimur árum
er gistihús undir merkjum fyrir-
tækisins að finna í skíðabænum
Crested Butte í Klettafjöllunum í
Bandaríkjunum, annað í Tarantise í
frönsku Ölpunum og hið þriðja í Ed-
ington, skammt frá Bath á Englandi.
Þá er gistihús í boði á Bahama-
eyjum og fleiri boðuð í Síle og Amst-
erdam.
Fyrirtækið býður gestum sínum á
þessum stöðum upp á alls konar fríð-
indi, t.d. er innisundlaug í skálanum í
frönsku Ölpunum og í Klettafjöll-
unum er í boði einkaleiðsögn um
fjöllin, einkabílstjóri og einkakokkur.
Í gistihúsinu þar eru herbergin með
búnaði sem gerir gestum kleift að
stilla súrefnismagnið í herbergj-
unum ef ske kynni að þeir gætu ekki
aðlagast hæðinni, sem er um 2.700
metrar yfir sjávarmáli.
Keiluhöll á Knappsstöðum?
Auk Depla eiga sömu fjárfestar
jarðirnar Knappstaði og Stóru-
Brekku. Jennifer Jeffery segir ekki
endanlega ákveðið hvað gert verði
með þær eignir. Ýmsar hugmyndir
séu uppi á borðinu en á Stóru-
Brekku verði væntanlega svefn-
aðstaða fyrir starfsfólk Eleven og
geymslur undir tækjabúnað fyrir-
tækisins. Heyrst hafa áform um
byggingu keiluhallar á Knappstöðum
og Jeffery hlær þegar hún fær þá
spurningu.
„Þetta er bara ein af mjög mörg-
um hugmyndum sem hafa komið upp
en ekki af neinni alvöru. Keiluhöll er
ekkert forgangsverkefni hjá okkur
eins og staðan er í dag. Það er aldrei
að vita hvað verður þegar fram í
sækir.“
Fljótin að taka á sig nýja mynd
Lúxusgistihús á Deplum í Fljótum langt komið Stefnt að opnun næsta vor Sundlaugar og
gufubað á staðnum Fjallaskíðaferðir og laxveiði Fjögurra daga dvöl fyrir 1,3 milljónir á mann
Deplar Nýja gistihúsið er langt komið og byggt í íslenskum stíl, með torf-
þaki og kvistum. Fjöldi iðnaðarmanna hefur verið þarna að störfum.
Stífluvatn
M
iklavatn
Fljótaá
Flókadalur
Knappsstaðir
Deplar-gistihús
Stóra Brekka
Lundur
Helgustaðir
Bergland-veiðihús
Fjárfestingar í Fljótum
Húsin í Haganesvík
Loftmyndir ehf.
Eign
Áhugi á kaupum
Í leigu
Fljótabakki og Eleven Experience
Ljósmynd/Eleven Experience
Fjallaskíði Þyrlur eru notaðar til að ferja skíðafólk upp á fjallstoppa. Flog-
ið verður með ferðamenn frá Deplum á Tröllaskaga, m.a. yfir Siglufjörð.
Slökun Nuddpottar með saltvatni
verða á gistihúsinu á Deplum.
Jennifer
Jeffery
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
Vetrarkápurnar
komnar
Fylgist með okkur á faceboock